Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 19.08.2020, Blaðsíða 2
Grímur Hergeirsson lauk prófi frá lögregluskóla ríkisins 1998 og starfaði sem lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Selfossi til ársins 2004. Lauk meistaraprófi í lögfræði frá HÍ 2009 og mál- flutningsréttindum fyrir héraðs- dómi sama ár. Hann var starf- andi lögmaður til ársins 2014 og frá þeim tíma löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Selfossi og frá 2015 hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Grímur hefur verið yfirlögfræðingur ákærusviðs og staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi frá 1. apríl 2017 og var settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. janúar til 15. mars 2020. Margrét Kristín Pálsdóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Há- skólanum í Reykjavík árið 2013. Hún hefur starfað sem lögfræð- ingur hjá dómsmálaráðuneytinu (áður innanríkisráðuneyti) frá árinu 2012 þar sem hún hefur að meginstefnu sinnt verkefnum tengdum málefnum lögreglu og landamæra. Árið 2019 starfaði Margrét tímabundið hjá ríkislög- reglustjóra við að setja á fót nýja landamæradeild innan emb- ættisins auk þess sem Margrét var settur aðstoðarríkislögreglu- stjóri frá 1. janúar til 15. mars 2020. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Breytingar á embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, tekur við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðu- neytinu um næstu mánaðamót. Flutningur Ólafs er á grundvelli ákvæðis 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en ákvæðinu var breytt árið 2016, m.a. í því skyni að gefa skipuðum forstöðumönnum ríkisins færi á að flytja sig í annað starf og auka þannig hreyfanleika for- stöðumanna, m.a. í tengslum við starfslok. Flutningurinn gefur ráðuneytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu hans og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen-samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen-ríkjanna á sviði landa- mæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex-landamæra- stofnunarinnar. Þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verði tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embættinu á sama tímabili. Emb- ættið verður auglýst laust til um- sóknar við fyrstu hentugleika. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórs- dóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Krist- björnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.