Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 2

Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 2
Grímur Hergeirsson lauk prófi frá lögregluskóla ríkisins 1998 og starfaði sem lögreglumaður og rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Selfossi til ársins 2004. Lauk meistaraprófi í lögfræði frá HÍ 2009 og mál- flutningsréttindum fyrir héraðs- dómi sama ár. Hann var starf- andi lögmaður til ársins 2014 og frá þeim tíma löglærður fulltrúi hjá sýslumanninum á Selfossi og frá 2015 hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Grímur hefur verið yfirlögfræðingur ákærusviðs og staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi frá 1. apríl 2017 og var settur lögreglustjóri á Suðurlandi frá 1. janúar til 15. mars 2020. Margrét Kristín Pálsdóttir lauk meistaraprófi í lögfræði frá Há- skólanum í Reykjavík árið 2013. Hún hefur starfað sem lögfræð- ingur hjá dómsmálaráðuneytinu (áður innanríkisráðuneyti) frá árinu 2012 þar sem hún hefur að meginstefnu sinnt verkefnum tengdum málefnum lögreglu og landamæra. Árið 2019 starfaði Margrét tímabundið hjá ríkislög- reglustjóra við að setja á fót nýja landamæradeild innan emb- ættisins auk þess sem Margrét var settur aðstoðarríkislögreglu- stjóri frá 1. janúar til 15. mars 2020. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Breytingar á embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, tekur við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðu- neytinu um næstu mánaðamót. Flutningur Ólafs er á grundvelli ákvæðis 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en ákvæðinu var breytt árið 2016, m.a. í því skyni að gefa skipuðum forstöðumönnum ríkisins færi á að flytja sig í annað starf og auka þannig hreyfanleika for- stöðumanna, m.a. í tengslum við starfslok. Flutningurinn gefur ráðuneytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu hans og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen-samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen-ríkjanna á sviði landa- mæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex-landamæra- stofnunarinnar. Þá hefur dómsmálaráðherra ákveðið að Grímur Hergeirsson, staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi, verði tímabundið settur í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, frá 1. september til 1. nóvember næstkomandi. Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, mun gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá embættinu á sama tímabili. Emb- ættið verður auglýst laust til um- sóknar við fyrstu hentugleika. Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórs- dóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Krist- björnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is 2 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.