Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 56

Víkurfréttir - 19.08.2020, Síða 56
heimfæra á t.d. Miðflokkinn og Dónann Trömp). Það sem ég læri af lestri þeirrar bókar er sú stað- reynd að ekkert er nýtt undir sólu og ekkert breytist í raun. – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Í fari mínu fer mest í mína fínu hvað ég er gráðugur í mat! Ég er síétandi og get ekki hætt að láta mig langa í eitthvað gómsætt og gott. Ég er fínn kokkur fyrir minn smekk! – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Í fari annarra ... ég held að best sé að segja sem fæst um það! Ætla að eiga nokkra vini enn um sinn. – Uppáhaldsmálsháttur eða -tilvitnun: „Svo lengi lærir sem lifir“ er málsháttur sem á vel við annað áhugamál mitt, sem er U3A Suðurnes, eða Háskóli þriðja æviskeiðsins, sem starfar hér á Suðurnesjum og veitir mér og mörgum öðrum ómælda ánægju. Allir eru velkomnir í U3A Suðurnes! Þá er ég nýorðinn sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum og það er mjög gefandi og gaman að kynnast fólki frá fjarlægum löndum. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Elsta minningin er hjartsláttur og þungur andardráttur móður minnar þegar hún hafði hlaupið mig uppi á Skjólbrautinni þar sem ég hafði gert í buxurnar og kærði mig ekki um að fara heim. Hún varð því að hlaupa mig uppi og bera mig heim og upp á borð í eldhúsinu þar sem hún gerði að mér! – Orð eða frasi sem þú notar of mikið: „Bölvað vesen,“ segi ég oft við sjálfan mig – og reyni að stilla mig. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ég færi helst til Rómar hinnar fornu og yrði þar konsúll með mikil völd og gæti etið vínþrúgur og franskbrauð alla daga! – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ef ég skrifa ævisögu mína mun hún heita: Sjálfum mér var ég verstur. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? 2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga og segi í tíma og ótíma: „Hvað er það versta sem gæti gerst? Ég dey – og það mun áreiðanlega verða, það er það eina sem er alveg víst í henni veslu!“ – Hver er tilfinning þín fyrir haustinu og komandi vetri? Ég hlakka ekki til vetrarins en mun reyna að kveikja oft ljós á kertum, hugsa til þeirra mörgu sem eru farnir á undan og hlakka til að komast til þeirra sem mér eru kærastir. – Hver er besti brandari sem þú hefur heyrt nýlega? Einn af mörgum bröndurum ársins er þessi: „Árið 1917 geisaði spænska veikin og hún varð til þess að stöðva síðari heimsstyrj- öldina!“ (Dóninn Trömp, 2020). Í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði - Þórarinn Hannesson segir frá Steini Steinarr. Við eldvörp - Gulmundur Göslari er bíllinn hans Hrafns. 2020 er ár þrenginga og áskorana. Kvíðvænlegt og óhuggulegt ár veirunnar skæðu en ég beiti mig sjálfsaga ... 56 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.