Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2020, Page 11

Læknablaðið - Nov 2020, Page 11
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 505 Geðræn líðan íslenskra ungmenna: Tengsl við vinnu með skóla? Inngangur Íslenskar tölulegar upplýsingar sýna að geðheilsa ungmenna hef- ur versnað á undanförnum árum og á það við hvort sem litið er til talna um sjálfsmetna líðan1-3 eða samskipti við heilsugæslustöðv- ar og sjúkrahúslegur.2 Aukning í sjálfsmetinni vanlíðan sést hvort sem litið er til mats á geðrænni líðan almennt1 eða á einstökum þáttum hennar á borð við depurð,1,3 þunglyndi, kvíða og ónógan svefn.1,4 Sama þróun hefur orðið annars staðar í hinum vestræna heimi, þar á meðal á hinum Norðurlöndunum.56 Ónógur svefn, depurð og þunglyndi geta haft margvísleg áhrif á daglegt líf unglingsins, dregið úr hugrænni getu og námsárangri, valdið brottfalli úr skóla, aukið slysahættu og jafnvel leitt til sjálfs- vígs.7,8 Geðræn vanlíðan á unglingsárum getur leitt til langvar- andi vanheilsu á fullorðinsárum, sérstaklega ef vanlíðanin er ekki meðhöndluð í tæka tíð9 en vísbendingar eru um að í meirihluta tilfella sé vanlíðan unglinga ómeðhöndluð.10 Geðraskanir eru ein helsta orsök örorku hérlendis og því ljóst að ómeðhöndluð geðræn vanlíðan á unglingsárum getur orðið dýrkeypt til framtíðar, bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og samfélagið í heild.11 Geðræn líðan unglinga er tengd ýmsum lýðfræðilegum þáttum. Almenn geðræn líðan mælist verri hjá stelpum en strákum1,12 og stelpur eru líklegri en strákar til að finna fyrir depurð,3 að telja sig þunglyndar og greinast þunglyndar13,14 þó kynjamunur hafi ekki verið staðfestur þegar kemur að langvarandi þunglyndi.14 Slæm efnahagsleg staða eykur líkur á slakri geðheilsu ungmenna og hafa þau tengsl meðal annars verið staðfest í íslensku samhengi.3,4 Þá er þekkt að unglingar sem hreyfa sig mikið búa við betri geð- ræna heilsu en þeir sem hreyfa sig lítið15 og að þeir sem nota skjá mikið og þeir sem neyta áfengis- og vímuefna búa að jafnaði við verri geðræna heilsu en þeir sem eru í lítilli eða engri neyslu.3,16 Margrét Einarsdóttir1 félagsfræðingur Ásta Snorradóttir2 félagsfræðingur 1Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, 2félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Margrét Einarsdóttir, margrei@hi.is Á G R I P INNGANGUR Geðræn vanlíðan ungmenna hefur aukist á undanförnum árum. Hætta er á að geðræn vanlíðan og veikindi á unglingsárum þróist yfir í langvarandi veikindi á fullorðinsárum. Þá hefur vinna ungmenna með skóla aukist á síðustu áratugum. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum geðrænnar líðanar ungmenna og vinnu með skóla. MARKMIÐ Markmið rannsóknarinnar var að skoða tengsl 6 einkenna geðrænnar líðanar (þreyta eftir fullan nætursvefn, þunglyndi, kvíði/spenna, áhyggj- ur/dapurleiki og fjölþætt geðræn vanlíðan) við umfang vinnu með skóla meðal íslenskra ungmenna eftir kyni, aldri og fjárhagsstöðu foreldra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin byggðist á norrænum spurningalista um sjálfsmat geð- rænnar líðanar. Rannsóknin var lögð fyrir 2800 ungmenni á aldrinum 13-19 ára, slembivalin úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Spurt var hversu oft ungmennin fundu fyrir geðrænum einkennum síðasta árið og þeim skipt niður í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru í hóflegri vinnu með skóla og í mikill vinnu. Marktækni var mæld með tvíbreytuprófum (Pearsons kí-kvaðrat). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna kynjamun í tengslunum milli umfangs vinnu með skóla og geðrænnar líðanar. Stelpur sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir geðrænni vanlíðan en stelpur sem vinna ekki með skóla en engin tengsl mælast í hópi drengja. Einnig koma fram tengsl við aukna geðræna vanlíðan í hópi 13-15 ungmenna ára og í hópi þeirra sem eiga foreldra sem eru vel stæðir fjárhagslega. ÁLYKTUN Mikilvægt er að allir hagsmunaaðilar stuðli að því að vinna ungmenna með skóla sé hófleg og að ungmennin sjálf fái vinnuverndarfræðslu og geti þannig betur áttað sig á tengslum vinnunnar við geðræna heilsu. DoubleStar™ insúlín glargín 300 ein/mL PENNINN SEM INNIHELDUR MEIRA INSÚLÍNMAGN EN NOKKUR ANNAR GRUNNINSÚLÍNPENNI1-4 EINU SINNI Á DAG FYRIR ALLA5 2/3 minna magn inndælingar en með Lantus6,7 Allt að 160 einingar í einni inndælingu5 Toujeo 300 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum penna (DoubleStar) Heiti virkra efna Glargíninsúlín. Ábendingar Meðferð við sykursýki (diabetes mellitus) hjá fullorðnum, unglingum og börnum frá 6 ára aldri. Frábendingar Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfi lyfsins er háð sérstökum skilyrðum. Lyfinu fylgir fræðsluefni fyrir lækna og sjúklinga sem sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér og kynnt það sem við á fyrir sjúklingi ásamt því að afhenda honum efni ætlað sjúklingum til varðveislu. Markaðsleyfishafi Sanofi-Aventis Deutschland GmbH Fyrir nánari upplýsingar um lyfið og/eða pöntun á fræðsluefni skal hafa samband við umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., sími: 535-7000. Texti SmPC var síðast samþykktur 20.01.2020 Ávísunarheimild og afgreiðsluflokkar R Leyfilegt hámarksverð í smásölu Toujeo áfylltir DoubleStar pennar 3 x 3 ml Sjá verð á heimasíðu lyfjagreiðslunefndar www.lgn.is. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga G Sanofi · Vistor hf. Hörgatúni 2 · 210 Garðabæ · sími 535-7000 · sanofi@vistor.is SA IS .T JO .2 0 .1 0 .0 0 0 2 Heimildir 1 Samantekt á eiginleikum Toujeo, kafli 2, www.serlyfjaskra.is. 2 Samantekt á eiginleikum Lantus, kafli 2, www.serlyfjaskra.is. 3 Samantekt á eiginleikum Levemir, kafli 2, www.serlyfjaskra.is. 4 Samantekt á eiginleikum Tresiba, kafli 2, www.serlyfjaskra.is. 5 Samantekt á eiginleikum Toujeo, kafli 4.2, www.serlyfjaskra.is. 6 Samantekt á eiginleikum Toujeo, kafli 5.1, www.serlyfjaskra.is. 7 Samantekt á eiginleikum Lantus, kafli 5.1, www.serlyfjaskra.is.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.