Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 12

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 12
506 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 R A N N S Ó K N Lítið er hins vegar vitað um tengsl geðrænnar heilsu ungmenna við launavinnu þeirra. Algengt er að íslensk ungmenni vinni launaða vinnu samhliða skólagöngu.17,18 Auk sumarvinnu, sem flest ungmenni stunda frá 13-14 ára aldri, vinna mörg með skóla en slík vinna hefur færst í aukana síðustu áratugi. Vinna með skóla er bæði kyn- og aldurstengd. Stelpur vinna frekar með skóla en strákar og eldri ungmenni frekar en þau yngri.17 Þá eru börn íslenskra foreldra sem eru bæði með grunnskólamenntun líklegri til að vinna með skóla en börn foreldra sem bæði hafa háskólamenntun.19 Ástæð- urnar sem ungmennin gefa fyrir atvinnuþátttökunni eru fyrst og fremst fjárhagslegar. Þau vilja afla tekna til að geta keypt og gert ýmislegt sem tengist unglingamenningu samtímans.17 Að auki þarf hluti þeirra á eigin tekjum að halda til að eiga fyrir nauðsynj- um eins og kostnaði við skólagöngu, mat til heimilisins og jafnvel fyrir húsnæði. Þannig greiðir um tíundi hver 13-15 ára og tæplega helmingur 16-17 ára íslenskra ungmenna fyrir eina eða fleiri slíkar nauðsynjar með tekjum fyrir vinnu með skóla.19 Stefnumótendur hafa löngum haft áhyggjur af því að vinna ungmenna, og þá sérstaklega vinna með skóla, hafi slæm áhrif á andlegan og líkamlegan þroska þeirra.17 Rannsóknir staðfesta að áhyggjurnar eiga að einhverju leyti við rök að styðjast. Vinnuslys eru tíðari meðal ungmenna en fullorðinna í vinnu og dæmi eru um að slysin valdi alvarlegum áverkum og jafnvel dauðsfalli.20 Ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir stoðkerfiseinkennum en jafnaldrar þeirra sem vinna ekki með skóla og á það sérstaklega við um stúlk- ur.17,18 Þá hefur verið sýnt fram á neikvætt samband milli vinnu með skóla og námsárangurs.17 Hvað varðar geðræna líðan sýnir kanadísk rannsókn að unglingar sem vinna með skóla sofa að jafn- aði minna en jafnaldrar þeirra sem ekki vinna.7 Hins vegar sýndi bandarísk rannsókn frá því um aldamót ekki mun á þunglyndis- einkennum unglinga eftir því hvort þau voru í vinnu eða ekki en meðal þeirra sem voru í vinnu skiptu gæði vinnunnar úrslitum. Slakar vinnuaðstæður eins og mikið vinnuálag og lítill sveigj- anleiki milli vinnu og skóla juku líkur á þunglyndi og almennri geðrænni vanlíðan.21 Þrátt fyrir þessi neikvæðu áhrif sem vinnan getur haft, sýndi nýleg rannsókn að hvorki er staðið nægilega vel að vinnuverndarfræðslu né öryggisþjálfun ungmenna í vinnu hér- lendis.22 Hvað fullorðna varðar er það almennt svo að þátttaka á vinnu- markaði ýtir undir velferð einstaklingsins og jákvæða geðræna líð- an. Aðstæður í vinnu skipta þó sköpum en vellíðan í vinnu er háð góðum og tryggum aðbúnaði á vinnustað sem einkennist meðal annars af markvissri stjórnun, hæfilegu álagi, jákvæðum sam- skiptum og ákveðnu frelsi til að stjórna eigin vinnu.23 Á hinn bóg- inn sýna langtímarannsóknir að slæmar vinnuaðstæður geta leitt til geðrænnar vanlíðunar og jafnvel þunglyndis. Forsendur atvinnu- þátttöku fullorðinna og unglinga eru aftur á móti ólíkar. Ein megin- forsenda atvinnuþátttöku fullorð- inna er að afla sér lífsviðurvær sis og hafa fullorðnir í flestum tilvik- um valið sér starfsvettvang til fram- búðar. Unglingar sinna hins vegar tímabundnum störfum, yfirleitt bera þau ekki ábyrgð á grunnframfærslu sinni og í flestum tilfell- um er vinnan aukastarf með námi.17 Því má gera ráð fyrir að það eitt og sér að vinna með skóla auki álagið í lífi unga starfsmanns- ins og hafi þannig áhrif á geðræna líðan hans.21 Höfundum er hins vegar ekki kunnugt um að tengsl geðrænnar líðanar ungmenna og vinnu með skóla hafi verið skoðuð í íslensku samhengi og skortur er á nýlegum erlendum rannsóknum á sviðinu. Markmið þessarar rannsóknar var að nota tvíbreytugreiningar til að skoða tengsl 6 einkenna geðrænnar líðanar, það er þreytu eftir fullan svefn, svefnleysis, þunglyndis, kvíða eða spennu og áhyggja eða dapurleika auk fjölþættrar geðrænnar vanlíðanar, við umfang vinnu með skóla meðal íslenskra ungmenna eftir kyni, aldri og fjárhagsstöðu foreldra. Notuð voru gögn úr spurninga- könnun um vinnu 13-19 ára íslenskra ungmenna sem lögð var fyrir í byrjun árs 2018. Spurningakönnunin er hluti af stærri rannsókn á vinnutengdri heilsu og öryggi íslenskra ungmenna á vinnustað. Byggt er á sjálfsmati á geðrænu einkennunum og er mælikvarðinn því óháður því hvort viðkomandi hafi fengið klíníska greiningu eða ekki. Kvarðinn hefur áður verið notaður í rannsóknum á vinnu barna og unglinga17 og á geðrænni líðan fullorðinna í vinnu.24 Efniviður og aðferð Þýði rannsóknarinnar eru öll 13-19 ára ungmenni á Íslandi. Úr þeim hópi voru 2800 ungmenni valin til þátttöku með slembivali úr Þjóðskrá. Löggjafinn leyfir ungmennum að vinna létt störf frá 13 ára aldri og miða lægri aldursmörkin í rannsókninni við það ákvæði.17 Hærri aldursmörkin miða hins vegar við hefðbundin lok framhaldsskóla. Í rannsókninni er vinna skilgreind sem öll vinna sem laun eru þegin fyrir, óháð því hvar hún er stunduð. Barnapössun og önnur launuð vinna í heimahúsum fellur því undir rannsóknina. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar sem fór fram í febrúar til apríl 2018. Hringt var í þátttakendur sem náð höfðu 18 ára aldri og leitað eftir samþykki fyrir þátttöku en hringt var í forráðamenn þeirra sem voru undir þeim aldri. Samþykki frá bæði forráðamanni og ungmenninu sjálfu var skilyrði fyrir þátttöku ungmenna undir 18 ára aldri. Rafrænn spurningalisti með upplýsingabréfi var sendur í gegnum tölvupóst eða farsímanúmer til þeirra sem samþykktu þátttöku. Samtals svöruðu 1339 ungmenni könnuninni og var svarhlutfallið því 48,6%. Þátttaka var ítrekuð með símhringing- um og rafrænni áminningu. Kynjahlutfall þeirra sem svöruðu var 54,1% stúlkur og 45,9% drengir. Í rannsókninni var stuðst við spurningalista sem hannað- ur var fyrir rannsókn norrænu vinnueftirlitanna á vinnu nor- rænna ungmenna.25 Matskvarðinn á geðrænni líðan var þróaður í norrænu samstarfi um sálfélagslega þætti í vinnu fyrir tilstyrk Norrænu ráðherranefndarinnar.24 Kvarðinn hefur áður verið notaður í doktorsrannsókn á vinnu barna og unglinga,17 rannsóknum Vinnu- eftirlitsins24 og í rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga.26 Spurt var hversu oft á síðustu 12 mánuðum svarendur hefðu fundið fyrir sálfé- lagslegum einkennum á tvíeindum kvarða; oft eða stundum / sjaldan Markmi› flessarar rannsóknar var a› nota tvíbreytugreiningar til a› sko›a tengsl 6 einkenna ge›rænnar lí›anar, fla› er flreytu eftir fullan svefn, svefnleysis, flunglyndis, kví›a e›a spennu og áhyggja e›a dapurleika auk fjölflættrar andlegar vanlí›anar, vi› umfang vinnu me› skóla me›al íslenskra ungmenna eftir kyni, aldri og fjárhagsstö›u foreldra.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.