Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2020, Qupperneq 19

Læknablaðið - nov 2020, Qupperneq 19
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 513 S J Ú K R A T I L F E L L I Tilfelli 1 72 ára karlmaður leitaði á heilsugæslu vegna verkja í utanverðum mjöðmum með leiðni niður í kálfa. Hann var með eymsli í vöðvum þjóa, aftan á lærum og kálfum. Hann var ekki með einkenni frá kviði og var ekki veikindalegur. Læknir hans á heilsugæslu sendi hann í blóðprufu sem sýndi verulega hækkun á ALT og GGT (tafla I). Haft var samband við göngudeild meltingarlækninga og beðið um frekari uppvinnslu. Hann fór því aftur í blóðprufu á Landspít- ala síðar sama dag, sem sýndi stórvægilega hækkun á lifrargild- um. Sýni voru einnig send í veiru- og ónæmisrannsóknir. Maðurinn kom til viðtals og læknisskoðunar á göngudeild meltingarlækninga degi síðar. Enn voru helstu einkenni verkir og eymsli í vöðvum mjaðma sem leiddu niður eftir aftanverðum lærum í kálfa. Lýsti hann einnig nætursvita en hafði mælt sig og var hitalaus. Þvag sagði hann hafa verið nokkuð dökkt í þrjá daga. Einu lyf sem hann hafði tekið nýlega voru acetýlsalicýlsýra dag- lega, ætihvönn daglega (hafði hætt inntöku þremur dögum fyrir komu) og parasetamól 1g í þrjú skipti. Maðurinn neytti áfengis í hófi. Við skoðun var hann hitalaus og með væga gulu í augnhvít- um en ekki fundust önnur teikn lifrarsjúkdóms. Hann hafði farið til Danmerkur rétt fyrir upphaf einkenna, til Þýskalands tveimur mánuðum fyrr og til Spánar þremur mánuðum fyrir upphaf ein- kenna. Ómskoðun á lifur, gallvegum og brisi sýndi ekkert afbrigðilegt. Veiruleit að HIV, lifrarbólgu A, B, og C sem og Epstein Barr (EBV) og Cytomegaloveiru (CMV) reyndist neikvæð á degi þrjú. Ónæm- isprufur sýndu vægt hækkað ANA en neikvætt AMA og SMA. Vegna mikilla vöðvaverkja fékk hann lyfseðil fyrir tramadóli sem honum fannst ekki gagnast og síðar gabapentíni um skamma hríð sem dró úr verkjunum. Afráðið var að taka lifrarsýni og sent var blóðsýni í leit að lifrar- bólgu E til rannsóknarstofu í Þýskalandi. Meinafræðisýnið frá lifrinni sýndi bráða lifrarbólgu. Lifrarvefurinn var eðlilega upp- byggður en með áberandi bólgufrumuíferð innan um lifrarfrumu- vefinn og nokkuð áberandi lifrarfrumudauða (mynd 1). Það sáust áberandi útþandar og hrörnaðar lifrarfrumur og á portal-svæðum var íferð eitilfrumna og kleyfkyrndra bólgufrumna nokkuð áber- andi (mynd 2). Samfall sást í lifrarvef vegna dreps á lifrarfrumum. Járnlitun var neikvæð og bandvefur var ekki aukinn. Þannig var um að ræða bráða lifrarbólgu, sem var ekki sértæk með tilliti til orsakar en myndi geta samrýmst bráðri lyfja- eða eiturefnaorsak- aðri lifrarbólgu, sem og veiru- eða mögulega sjálfsofnæmislifrar- bólgu. Framgangi sjúkdómsins var fylgt eftir með blóðprufum. Á 16. degi barst niðurstaða blóðrannsóknar sem sýndi mikið magn HEV RNA, en ekki reyndist unnt að leita að IgG- og IgM-mótefn- um þar sem blóðmagnið í sýninu var of lítið. Einkenni og gangur lifrargildishækkana renndu frekari stoðum undir greininguna. Sjúklingurinn kann að hafa smitast af lifrarbólgu E á tyrkneskum veitingastað í Þýskalandi (Berlín) tveimur mánuðum fyrr, þó það sé með öllu ósannað. Sjúklingurinn náði sér að fullu án frekari inngripa og lifrarprufur voru orðnar eðlilegar eftir 7 vikur. Tilfelli 2 53 ára karlmaður leitaði á heilsugæslu með væga gulu. Hann hafði undanfarna viku haft verki í hægri neðri fjórðungi kviðar með leiðni í hægra eista, og var með hitaslæðing við upphaf ein- kenna. Þvag var dökkt og lýsti hann kláða í húð, vöðvaverkjum og flökurleika án uppkasta. Tekin voru lifrarpróf sem reyndust Tafla I. Mæld lifrargildi í blóði hjá sjúklingi 1 í eftirfylgd. Dagur 1 er komudagur á Landspítala. Tilfelli 1 AST (n<45) ALT (n<70) GGT (n<115) Bil (5-25) ALP (35-105) Dagur 1 (Hg) 910 272 25 Dagur 1 (Lsp) 2902 2190 472 58 182 Dagur 3 2541 4017 71 193 Dagur 7 2779 4395 278 167 189 Dagur 9 1560 3037 290 185 166 Dagur 11 644 1681 238 197 150 Dagur 24 141 229 159 103 101 Dagur 50 29 36 106 34 69 Tafla II. Lifrargildi í blóði hjá sjúklingi 2 í eftirfylgd. Dagur 1 er komudagur á Landspítala. Tilfelli 2 AST (n<45) ALT (n<70) GGT (n<115) Bil (5-25) ALP (35-105) Dagur 1 147 930 182 67 327 Dagur 3 75 604 172 69 329 Dagur 9 84 249 112 57 251 Dagur 22 132 361 81 27 182 AST = Aspartate transamínasi, ALT = Alanine transamínasi, GGT = Gamma-glutamyl transferasi, Bil = Bilirúbín, ALP = Alkalískur fosfatasi, Hg = Heilsugæsla, Lsp = Landspítali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.