Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - nov 2020, Qupperneq 27

Læknablaðið - nov 2020, Qupperneq 27
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 521 Y F I R L I T sjúkdómum, hvort sem litið er til greiningar eða meðferðar.88 Á meðan margir læknar ræða reglulega um hreyfingu og mataræði við skjólstæðinga sína eru þeir læknar í minnihluta sem ræða um mikilvægi svefns89 og vísbendingar eru um að greiningu svefn- sjúkdóma sé ábótavant, hvort sem litið er til heilsugæslunnar43,89 eða við meðferð á hjarta- og æðasjúkdómum.90 Í ljósi þessa er mikilvægt að vitundarvakning eigi sér stað um áhrif svefns á líðan, lífsgæði, heilsufar og sjúkdóma.88,91,92 Auka þarf fræðslu meðal lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks um ein- kenni, greiningu og meðferð svefnsjúkdóma og ættu læknar að taka þar frumkvæði og vera í forsvari fyrir og stýra slíkri fræðslu í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Fræðsla og stuðningur við góðar svefnvenjur ættu að vera hluti af allri heilsuvernd og mikil- vægt er að læknar ræði reglulega um svefn við skjólstæðinga sína. Fyrir þá sjúklinga sem hafa svefnkvartanir og/eða ef grunur vakn- ar um svefnsjúkdóm, þarf aðgengi að svefnmælingum að vera gott. Svefnmæling þarf að gefa upplýsingar um lengd og gæði svefns, mæla þá þætti sem greining svefnsjúkdóma byggir á og bjóða upp á möguleika á endurteknum mælingum til að fylgja eftir árangri meðferðar þegar við á. Með þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað á síðustu árum eru svefnmælingar orðnar mun einfaldari fyrir sjúklinga sem nú geta mælt svefn sinn heima. Úrlestur mæl- inganna getur verið sjálfvirkur, sem gerir kostnað raunhæfan, og framsetning á niðurstöðum rannsókna auðveldar læknum að lesa úr og túlka niðurstöður til sjúkdómsgreiningar og innleiðingar og eftirfylgni á meðferð.35 Ef bættur árangur á að nást í meðhöndlun svefnsjúkdóma og þeirra sjúkdóma sem eru beint tengdir skorti á svefni og/eða svefngæðum og svefnsjúkdómum er mikilvægt að meðhöndlun svefnsjúkdóma fylgi sambærilegum ferlum og gilda fyrir meðhöndlun annarra langvinnra sjúkdóma. Nefna má sem dæmi meðferð á háþrýstingi og sykursýki sem byggja á regluleg- um mælingum, greiningum og endurmati þar sem ávallt er byggt á hlutlægum upplýsingum.93 Lokaorð Í dag er áhættumat hjarta- og æðasjúkdóma byggt á upplýsing- um um hreyfingu, mataræði, blóðþrýsting, blóðfitur, blóðsykur, þyngd og reykingar.94 Nýlega sendu Bandarísku hjartasamtök- in (American Heart Association, AHA) frá sér yfirlýsingu sem byggð er á rannsóknum og aukinni þekkingu á þeim neikvæðu áhrifum sem stuttur svefn og/eða léleg svefngæði hafa á hjarta- heilsu og þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Í yfirlýsingunni leggur AHA áherslu á mikilvægi svefns með það að markmiði að fyrir- byggja þróun hjarta- og æðasjúkdóma og veltir upp þeirri spurn- ingu hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða núverandi áhættumat (Simple 7) þannig að það feli í sér mat á svefngæðum (Essential 8).64,95 Höfundar vona að með samantekt þessari hafi áhugi á svefni glæðst hjá einhverjum lesendum. Meiri áhersla á greiningu og meðferð svefnsjúkdóma ætti að geta haft jákvæð áhrif á gæði þjónustu við sjúklinga og bætt árangur í meðhöndlun á svefnsjúk- dómum og ýmsum langvinnum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdómum. Meiri áhersla á svefngæði, bæði í forvörnum og í meðferð sjúkdóma, ætti einnig að geta haft jákvæð áhrif á rekstur heilbrigðiskerfisins og skilað bættri lýðheilsu.96 Greinin barst til blaðsins 31. maí 2020, samþykkt til birtingar 24. ágúst 2020. The role of sleep and sleep disorder management in reducing cardiovascular- and cardiometabolic risk and improving treatment outcomes Sólveig Dóra Magnúsdóttir1 Erla Gerður Sveinsdóttir2 1MyCardio, Denver Colorado 2Heilsugerðin, Sporthúsinu Key words: Sleep Quality, Sleep Duration, Sleep Disorders, Insomnia, Sleep Apnea, Cardivascular Disorders, Cardiometabolic Disorders Correspondence: Sólveig Dóra Magnúdóttir, solveig.magnusdottir@sleepimage.com doi 10.17992/lbl.2020.11.607 Despite extensive knowledge on the importance of quality sleep for health and wellbeing, sleep quality and sleep disorders are commonly overlooked in both pre- vention and treatment of chronic illnesses. The aim of this review is to draw atten- tion to recently published literature focusing on how disrupted sleep contributes to the onset and progression of chronic diseases, with focus on cardiovascular- and cardiometabolic diseases. Diagnosis and management of sleep disorders are an important part of prevention and chronic disease management to optimize outcomes and improve patients´ health and quality of life. Objective sleep disorder diagnosis is relevant to ensure appropriate therapy inter- vention, and for sleep disorders to be managed as other chronic diseases based on regular objective assessments of treatment efficacy. In light of the knowledge of how short sleep and/or low sleep quality negatively af- fects the cardiovascular system, including objective sleep evaluation in the standard of care for risk assessment and management of cardiovascular diseases may im- prove cardiovascular risk prediction and improve outcomes. E N G L I S H S U M M A R Y Tafla yfir ritrýndar greinar um þetta efni frá árunum 2016-2020 er að finna á heimasíðu blaðsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.