Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 30

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 30
524 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 F R É T T I R Alls fékk 41% smitaðra hita yfir 38 gráður vegna COVID-19 veikinda á tímabilinu 17. mars til 30. apríl og innan við helmingur, 47%, fékk hita yfirhöfuð. 59% þeirra sem greindust einkennalaus með COVID-19 fundu ekki fyrir því að hafa smitast af veirunni en alls voru 5,3% þeirra 1564 sem greindust á tímabilinu einkennalaus og veiktust 41% þeirra í kjölfarið. „Þetta gefur ekki rétt hlutfall ein- kennalausra í samfélaginu því flest þessara höfðu jú ástæðu til að vera skim- uð,“ benti Elías S. Eyþórsson, sérnáms- læknir í lyflækningum á Landspítala, þegar hann fór yfir klínískar birtingar- myndir COVID-19 á árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs hjá Landspítala þann 7. október, Vísindi að hausti, og var gefið út fylgirit með Læknablaðinu sem geymir ágrip af efninu: laeknabladid.is/fylgirit/. Betur mætti meta hlutfallið þegar slembi- þýði Íslenskrar erfðagreiningar væri skoð- að en þar hafi 30% þeirra sem greindust verið einkennalaus. „Einn áhugaverður flötur á þessu er að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Smit- sjúkdóma- og forvarnarstofnun Banda- ríkjanna (Centers for Disease Control and Prevention), hafa sett greiningarskilmerki sem einstaklingur ætti að uppfylla til þess að ástæða sé til að taka kjarnsýrumögn- Minnihluti COVID-19 smitaðra fær hita ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Meirihluti þeirra sem greindust einkennalausir með SARS-CoV-2 veirusmit veiktust ekki. Þetta kom fram á árlegri uppskeruhátíð vísindastarfs Landspítala. Hér er sjúklingur skoðaður á COVID-19 göngudeildinni í vor. Mynd/Landspítali/Þorkell Þorkelsson Aðeins tæpur helmingur þeirra sem greindust með COVID-19 í vor fékk hita. Sérnámslæknir bendir á að ef farið væri eftir greiningarskilmerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hefðu margir smitaðir ekki uppfyllt skilyrði til skimunar hér á landi 4504 með COVID-19 4504 greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 frá 28. febrúar til 26. október. Öldruð kona lést af völdum veirunnar um miðjan októbermánuð og varð sú ellefta hér á landi sem deyr af völdum hennar. Landspítali var færður á neyðarstig samkvæmt viðbragðsáætlun spítalans þann 25. október. Spítalinn er þar í fyrsta sinn eftir að núgildandi viðbragðsáætlun tók gildi árið 2006. unarpróf fyrir SARS-CoV-2. Það sem við sjáum í okkar gögnum, þar sem lægri þröskuldur var fyrir prófunum, er að stór hluti þeirra sem sannarlega eru með veiruna og höfðu jafnvel einkenni, upp- fyllti ekki þessi skilyrði. Það gefur til kynna að ef þessi skilmerki hefðu verið notuð, hefðu þessir einstaklingar ekki greinst. Þetta á kannski sérstaklega við börn og ungmenni.“ Elías sagði að einstakt tækifæri hafi gefist hér á landi í vor til að lýsa fram- gangi einkenna hjá fólki með COVID-19. Þessum 1564 manns hafi verið fylgt eftir óháð alvarleika veikindanna í 15 daga að miðgildi, og þeir spurðir um 19 einkenni sjúkdómsins. „Algengustu einkenni á fyrsta degi veikinda voru vöðva- og beinverkir 55%, höfuðverkur 51% og 49% fékk þurran hósta,“ sagði hann og benti á að flestar erlendar rannsóknir á COVID-19 miði við þá sem leggist inn á spítala. Hins vegar hefðu gögnin sýnt að hefði það einnig ver- ið gert í þessu tilfelli hefðu þau talið 80% einstaklinga þróa með sér hita og mæði og 60% niðurgang. Þess í stað sýndu gögnin að tæpur helmingur fengju hita og mæði og 30% niðurgang miðað við uppsöfnuð einkenni að 21. degi. „Þetta er áhugaverð- ur flötur í samanburði við önnur lönd.“ Elías S. Eyþórsson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítala. Mynd/Landspítali

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.