Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 36

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 36
530 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 „Kostnaðurinn við að halda uppi sérhæfingu fyrir svo fáar aðgerðir er eflaust mjög mikill. Að öðru leyti þá finn ég þegar ég geri sömu aðgerðina oft á ári að það hefur áhrif á útkomuna. Það er allt annað að gera aðgerð 50 sinnum á ári eða einu sinni. Hvort sem það er fyrir skurðlækninn eða aðrar stoðgreinar innan spítalans.“ Landspítali ætti því að stefna að því að vera mjög góður í almennum lækningum frekar en að halda úti mjög háþróuðum undirsérgreinum, hvort sem það er í skurðlækningum eða lyf- lækningum. „Annað er ekki raunhæft,“ segir hann. Spítalinn reyni að sinna sem víðtækastri þjónustu. Stundum gangi það mjög vel. Stundum ekki. „Sjúklingum með fátíða sjúkdóma er þá ekki almennilega sinnt og vissum sjúkdómum ekki heldur.“ Hann nefnir sem dæmi hjartaskurðlækningar á börnum og hjartaskurðaðgerðir á ósæðum og flóknum innanæðaraðgerðum. „Þetta eru aðgerðir í stöðugri þróun, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, og því ekki raunhæft að gera þær á Íslandi.“ Langir dagar en góð frí Ímynd vinnudags læknis í Bandaríkjunum er að þeir séu langir og strangir. Hvernig er það í Yale? „Ætli maður vinni ekki 10, stundum 12 tíma á dag,“ segir hann. „Svo koma lengri dagar inn á milli. Ég geri mikið af hjartaígræðslum sem gerast á hvaða tíma sem er og veldur því að maður vinnur oft langar nætur. Jú, ætli þetta séu ekki 60-80 klukkustundir á viku. Flestar helgar eru fríar nema upp komi óvæntar ígræðslur,“ segir hann. „En ég á mín frí. Ég tek 6-7 vikur á ári,“ segir hann. Þau Sigríður eiga þrjá drengi, 15, 18 og 20 ára, allir fæddir í New Haven. „Þeir höfðu gott af því að búa á Íslandi á sínum tíma en eru eflaust meiri Bandaríkjamenn en Íslendingar.“ Þeir stefni á að fara í háskóla ytra. „Svo framarlega sem börnin nýta sér það besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða, styður maður það. Hvað sem það er.“ „COVID-19 hefur gert usla í Connecticut-fylki enda ekki nema í tveggja tíma fjarlægð frá New York. Veiran tók starfsemi spít- alans yfir í vor. Við frestuðum 4500 aðgerðum á Yale. Þegar mest lét lágu 450 sjúklingar inni með COVID-19. Þar af voru 150 í öndunarvél á gjörgæslu,“ segir Arnar Geirsson, yfirlæknir hjartaskurðdeildar á þessum bandaríska spítala. Allar gjör- gæsludeildir spítalans hafi þjónustað COVID-19 nema tvær. „Einum af fjórum turnum spítalans var breytt í COVID-19 spítala. Sjúklingar með COVID voru sendir þangað og einn þriðji hluti sjúklinga spítalans var með veiruna,“ segir hann. Spítalinn lenti ekki í vandræðum með hlífðarfatnað en var á mörkunum. „Það var heldur ekki skortur á öndunarvélum þótt við værum á mörkunum,“ segir hann. „Við lentum ekki í því sama og New York þar sem kerfið fór yfir um. Álagið var mikið en við réðum við það og þurftum ekki að neita sjúklingum um meðferð.“ Arnar segir að spítalinn hafi í febrúar byrjað að sanka að sér hlífðarfatnaði. „Við gerðum þetta að mörgu leyti vel,“ segir hann. Á hjartadeildinni voru 16 sjúklingar settir í ECMO-súr- efnismeðferð. Af þeim lifðu 9. Tíu lágu á spítalanum með COVID-19 þegar Læknablaðið ræddi við Arnar 18. september. „Og við komin í venjulega starf- semi.“ Þegar hafi verið búið að vinna upp biðina eftir aðgerðum. Hann segir þó að COVID-19 hafi áhrif á starfsemina. Allir með grímu og enn meira sé lagt upp úr hreinlæti en áður, sem þó hafi verð mikið fyrir. „Það er merkilegt að innan spítalans var ekki hægt að sýna fram á að sjúklingar smituðu starfsmenn en eitt tilfelli þar sem starfsmaður smitaði sjúklinga.“ Hann segir að á landsvísu hafi Bandaríkin ekki staðið vel að COVID. „Skilaboðin eru svo misvísandi og mjög skringileg frá forsetanum. En í Bandaríkjunum, sérstaklega í norðausturhluta landsins, hafa fylkisstjórar og borgarstjórar stigið inn og sinnt málinu.“ Hann bendir á að dánartíðnin í New York, Connecticut, Massachusetts og New Jersey sé sú hæsta í Bandaríkjunum vegna þess að veiran fór úr böndunum á fyrstu 8 vikunum. Tíðni smita í Connecticut sé nú lægri en á Íslandi. „Menn hafa tekið veiruna föstum tökum.“ Frestuðu 4500 aðgerðum vegna COVID-19 V I Ð T A L Yale-háskólasjúkrahúsið þar sem Arnar starfar er í New Haven í Connecticut. Á austurströnd Bandaríkjanna, – rétt norðan við New York.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.