Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Nov 2020, Page 54

Læknablaðið - Nov 2020, Page 54
548 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Nesstofa Bjarni Pálsson (1719-1779) var skipaður fyrsti landlæknir Íslands árið 1760. Nesstofa við Seltjörn er byggð sem embættisbústaður og vinnu- staður landlæknis. Eitt herbergið hýsti apótek landlæknis. Húsið var um það bil fokhelt 1763 og Bjarni flutti þá inn með fjölskyldu sína og bjó þar til dauðadags.1 Landlæknar bjuggu í Nesstofu til 1834 en þá flutti Jón Thorstensen til Reykjavíkur. Húsið komst svo í einka- eign og var búið í húsinu fram undir aldamótin 2000. Ýmisskonar breytingar voru gerðar á húsinu í aldanna rás. Þegar Björn Jónsson lyfsali tók við rekstri apóteksins 1772 var húsinu var skipt milli hans og landlæknis. Síðar var húsinu breytt eftir þörfum seinni íbúa. Úttektin 1767. Tvö málverk í apótekinu Mjög nákvæm lokaúttekt á Nesstofu var gerð 1767 og er þar lýst tveimur málverkum í apótekinu. Úttektin er rituð á dönsku. Þar segir um apótekið í lauslegri íslenskri þýðingu: Yfir báðum dyrunum hefur landlæknir látið gera tvö málverk með táknmyndum, nefnilega: Yfir glerhurðinni að stúdíu-herberginu eitt (málverk) með flöttum fiski sem merki Íslands, og þrem kórónum yfir honum til allra undirdán- ugastrar og þakksamlegastrar minningar um árvekni og miskunnsemi vors allranáðugasta konungs til heilla og framfara þegna sinna. Og yfir dyrunum að útgangi hússins aðra táknmynd, nefnilega: Pelíkani, tákn miskunnsemi. Vog, tákn réttlætis. Krosslögð akkeri, tákn vonar og þolinmæði. Gnægtahorn, tákn gnægta nauðsynja. Þessar fjórar eru hver í sínu horni og í miðju eldspúandi fjall, í minn- ingu þess staðar þar sem húsið er byggt.2 Að myndirnar skuli vera upptaldar í úttektinni gæti bent til þess að þær hafi verið veggfastar eða málaðar á veggi. Ef landlæknir hefði látið mála tvær myndir og hengt þær á veggi, var tæpast ástæða til að telja málverkin í úttekt hússins fremur en aðra lausa muni. Endurgerðar myndir frá 1987 Upphaflegu myndirnar yfir dyragættum í apótekinu eru týndar, enda hafa þessar dyragættir verið hækkaðar og spjöld sem kunna að hafa verið yfir þeim hafa þá verið fjarlægð. Ef myndirnar voru málaðar beint á veggi eru þær horfnar undir síðari málningarlög ef þær hafa ekki verið skafnar eða höggnar burt þegar dyragættir voru hækkaðar. Núverandi apóteksinnrétting í Nesstofu er tilgátuendurgerð á apóteki Bjarna Pálssonar. Yfir dyrum til tveggja átta úr apótekinu eru myndir sem sömuleiðis eru endurgerðar. Kristján Guðlaugsson málarameistari málaði myndirnar 1987 eftir eigin túlkun á áður- Málverkin í apóteki Bjarna Pálssonar landlæknis Halldór Baldurssonlæknir Ö L D U N G A D E I L D Mynd 1. Fiskurinn og þakkarorð yfir dyrum. Mynd 3. Ljósmynd: Halldór Baldursson. Mynd 4. Innsigli Íslands. Mynd 2. Þríkrýndi fiskurinn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.