Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 55

Læknablaðið - nóv. 2020, Blaðsíða 55
Ö L D U N G A D E I L D nefndri úttekt frá 1767. Á annarri myndinni sést flattur fisk- ur og yfir honum þrjár kórónur. Til hliðar er svo eins konar þakkarávarp eða tileinkun til konungs eins og áður hefur verið greint frá (myndir 1, 2). Á hinni myndinni er eldfjall og táknmyndir af pelíkana, vog, akkeri og gnægtahorni (mynd 3). Ein kóróna, þrjár eða fjórar? Var hann krýndur, þessi klofni eða flatti fiskur sem var mál- aður í apótekinu – og ef svo var, hafði hann eina eða þrjár kórónur? Merki Íslands var um aldir flattur fiskur með einni kórónu yfir. Þetta merki var á innsigli landsins frá 1593 (mynd 4)3 og hafði meðal annars verið notað á titilsíðu bóka sem prentaðar voru á Hólum, til dæmis Guðbrandsbiblíu og Grallarann. Merkið var alþekkt. Íslandsfiskurinn kom oft fyrir í skjaldarmerkjum og innsiglum Danakonunga (mynd 5). Í úttektinni 1767 segir ,,med flecket Fisk som Iislands Vaaben, og 3de Croner over samme.” Ég tel að þessi orð beri að skilja svo að merki Íslands sé flattur fiskur með einni kórónu en þar fyrir ofan séu þrjár kórónur til viðbótar. Danakonungar höfðu um aldir haft þrjár kórónur í skjaldarmerki ríkisins og Margrét Þórhildur Danadrottning hefur reyndar enn þrjár kórónur í skjaldarmerki sínu. Þetta er sagt vera til minningar um Kalmarsambandið, þegar Dan- mörk, Noregur og Svíþjóð höfðu sama konung. Táknmyndirnar eldfjall, vog, pelikani, gnægtahorn og akkeri hafa verið málaðar á mynd, en ekki málaður texti til útskýringar á þýðingu táknanna. Alls óvíst er að textinn á hinni endurgerðu myndinni, þakkarorð til konungs, hafi ver- ið hluti af myndinni sem lýst er í úttektinni 1767. Þakkarorðin til konungs geta alveg eins hafa komið fram í úttektinni sem útskýring Bjarna á því hvers vegna hann lét mála merki Ís- lands og kórónurnar þrjár. Niðurstaða Bjarni Pálsson lét mála tvær myndir sem voru í apótekinu í Nes- stofu. Kórónurnar þrjár yfir flatta fiskinum á endurgerðri mynd eru á misskilningi byggðar. Tilgáta mín er að flatti fiskurinn á myndinni í Nesstofu 1767 hafi verið málaður hvítur eða silfur- litur á rauðum grunni með einni gylltri kórónu yfir og þar fyrir ofan, á bláum grunni, þrjár gylltar kórónur (mynd 6). Mynd 5. Skjaldarmerki Kristjáns IV á líkkistu hans í dóm- kirkjunni, Hróarskeldu. Krýndi Íslandsfiskurinn og kórón- urnar þrjár sjást greinilega. Cand. phil. Nils G. Bartholdy, Frederiksberg, útvegaði myndina. Mynd 6. Teikning: Matthías Á. Jóhannsson. Heimildir 1. Pálsson S. Ævisaga Bjarna Pálssonar. Leirárgörðum við Leirá 1800: 56. 2. Þjóðskjalasafn, rentukammerskjöl, askja B02/0032. Úttekt 1767: „Over begge Dörrene har LandPhysicus ladet forfærdige 2de Tabeller, med Sindbilleder, Nemlig: Over Glas-dörren til Studier-Cammeret Een med flecket Fisk som Iislands Vaaben, og 3de Croner over samme, til Aller Underdanigste og Tackskyldigste Ihukommelse af Vores Aller Naadigste Kongers Vigilance og Barmhiærtighed, for sine Undersaatters Vel og Fremtarv. Og over Dörren til Udgangen af Huuset, andet af Sindbilleder, Nemlig: Pellecanen, som Barmhiærtiged. Balancen, eller Vægten, som Retfærdighed. Krytsede Ankere, som Haab og Taalmodighed. Cornucopiæ, som nödvendige Sagers Forraad. NB: Disse 4re ere hver i sin Hiörne, og i Mitten: Eet Ildsprudende Biærg; til Ihukommelse af Stædet, hvor Huuset er opfört.“ 3. Thorlacius B. Ágrip af sögu skjaldarmerkis Íslands. Fáni Íslands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki. Saga, gildandi lög og reglur. Leiðbeiningar um notkun fána. Forsætisráðuneytið, Reykjavík 1991: 49-52. Í Lækningu, Lágmúla 5 er laus aðstaða og stofur fyrir sérfræðilækna. Innan Lækningar eru nú þegar 8 starfandi sérgreinar og Skurðstofan ehf með fullkomnar og endurnýjaðar skurðstofur búnar nýjum tækjum og áhöldum. Til staðar er miðlæg stjórnsýsla með ritaraþjónustu, sjúkraskrárkerfum ofl. Sanngjörn leiga. Sérgreinar með skurðstofusækni æskilegar. Nánari upplýsingar veitir Hildur Eyjólfsdóttir skrifstofustjóri Lækningar, hildur@laekning.is Aðstaða til lækninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.