Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 62

Læknablaðið - nov. 2020, Síða 62
556 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 „Ah, ég skil!“ sagði Rambert. „Þér munið brátt vísa til hagsmuna almennings. En hvað eru almannahagsmunir nema summa einkahags hvers okkar?“ Plágan er skáldsaga eftir Albert Camus frá árinu 1947. Sögusvið bókarinnar er alsírska strandborgin Óran sem sett er í sóttkví vegna faraldurs svartadauða. Íbúar Óran lifa öruggu og vanaföstu lífi, þeir hafa gleymt hversu hverfult lífið getur verið. Þegar farsóttin brýst út bregðast flestir við með afneitun, breytingar á venj- um þeirra og eyðilegging fyrirætlana eru í senn fáránlegar og óhugsandi. Aðkomu- maðurinn Rambert leitar allra leiða til að sleppa frá Óran, hann á unnustu í París sem hann saknar. Læknirinn Rieux kom sóttkvínni á. Rieux vinnur sleitulaust gegn plágunni og brottför hvarflar ekki að hon- um, þó kona hans sé einnig fjarri. Tilvitn- unin er úr samtali milli þessara tveggja, Rambert biður um aðstoð við að sleppa frá borginni. Að sumu leyti er Rambert full- trúi einstaklingshyggju, en hinn ósérhlífni Rieux fulltrúi hóphyggju, hann fórnar eig- in hag til að líkna meðborgurum sínum. Plágan ber sterk merki heimspeki höf- undar, Camus aðhylltist absúrdisma, í því felst meðal annars að besta leiðin til að sætta sig við hverfulleika og tilgangsleysi tilverunnar væri að læra að elska fárán- leika heimsins. Íbúum Óran er í sögunni svipt úr örygginu og vanafestunni í heim brjálsemi og fáránleika. Þó COVID sé ekki jafn skæð og svarti- dauði Camusar skortir ekki hliðstæður. Við á Vesturlöndum höfum lifað mestu friðar- og allsnægtatíma sem um getur í heimssögunni. Skerðingar á frelsi fólks, ferðabönn, eyðilegging á rútínum og fram- tíðaráformum eru fyrirferðarmiklar bæði nú og í Plágunni. Margir eiga erfitt með að skilja og fóta sig í heimi sem hefði virkað fáránlegur hefði honum verið lýst í fyrra. Viðbrögð fólks eru keimlík, sumir hall- ast að afneitun, telja núverandi faraldur eingöngu smápest eða tilbúið samsæri. Einhverjir ofmeta áhættuna, einangra sig og örvænta. Frjálshyggjumönnum svíða aukin valdboð og frelsisskerðingar. Aðrir eru tilbúnir að umbera skert lífsgæði gegn því að hagsmunum heildarinnar sé þjón- að. Fyrir móður táninga vegur hagur barn- anna yfirleitt þyngst, iðjuleysi og óyndi þeirra við að vera kippt úr bæði skóla og félagslífi er of þung fórn að hennar mati. Barnlaus en roskinn einstaklingur með undirliggjandi sjúkdóma gæti haft annað gildismat; hann óttast um eigið líf. Hann er einangraður frá öðrum til að forðast smit sem kom með ferðamönnum, hvers vegna ættu hagsmunir ferðaþjónustu að vega þyngra en heilsa hans og líf? Í Great Barrington-yfirlýsingunni er samfélagslegur kostnaður aðgerða gegn COVID talinn meiri en gagnsemin, að henni standa margir virtir vísindamenn. Í yfirlýsingunni eru tíunduð skaðleg áhrif á lýðheilsu, meðal annars skert læknis- þjónusta og hreyfing, sem eru vissulega rök gegn langvarandi aðgerðum. Að baki Great Barrington eru töluverð markaðs- sjónarmið og aðilar með sannfæringu um helgi einstaklingsfrelsisins. Frekari staðhæfingar má finna í þeim ranni; sótt- varnaaðgerðir fara illa með efnahagslífið. Þetta hefur óbein áhrif á lýðheilsu, minni skatttekjur geta þýtt að minna er aflögu fyrir dýr lyf eða aðgerðir. Allt hefur þetta mismunandi áhrif á ólíka einstaklinga, táningum stafar lítil hætta af faraldrinum en aðgerðirnar geta skert hag þeirra tölu- vert. „… að hindra útbreiðslu COVID-19 veirunnar er vísindalegt viðfangsefni, ekki pólitískt.“ – Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Í umræðu um faraldurinn hefur ítrekað verið vísað til sérfræðiþekkingar, þeim einum sem hafi rétta vísindalega menntun sé treystandi til að gefa álit á sóttvörnum. Þetta er rangt. Vísindi eru tæki til að skilja og hafa áhrif á veruleikann, en þau svara ekki hvort vegi þyngra, áhætta aldraðs einstaklings á fjörtjóni eða missir þúsund menntaskólanema á námi og félagslífi, ekki frekar en þau svara því hvað fjár- magnstekjuskattur eigi að vera hár eða mæðraorlof langt. Hagfræði getur veitt einhver svör um hagkvæmni aðgerða, en slíkar spár eru verulegum vafa undir- orpnar. Enn veit enginn hvort hægt verði að gera bóluefni sem gefst vel, og á sama hátt er ekki vitað hvort opið samfélag muni leiða af sér hjarðónæmi. Veiran getur veikst eða eflst, háð dyntum forsjónarinn- ar í bland við lögmál þróunarkenningar- innar. Sóttvarnalæknir hefur haft á orði að lækningin skuli ekki vera verri en sjúk- dómurinn, en þjóðfélagið er eftirminni- lega ekki einstaklingur. Allar megin- ákvarðanir um sóttvarnir eru pólitískar þó framkvæmdin styðjist við vísindi. Ég tel rangt að gefa í skyn að ákvarðanir séu vís- indalegar, og eins að sjónarmið ómennt- aðra séu lítils virði. Ég tel að rétt nálgun í orðræðu sé svipuð og í læknisstarfinu, að útskýra kosti og galla, en eftirláta sjúk- lingnum að velja leið. Þrátt fyrir viturlega fyrirvara sóttvarnalæknis virðist almenn- ingur ekki alltaf sjá að raunveruleg ábyrgð er hjá ríkisstjórn. Þessu kann að vera öfugt farið á Nýja-Sjálandi þar sem verka- mannaflokkurinn fékk nýverið hreinan meirihluta á þingi, þökk sé hve vel hefur tekist að halda faraldrinum burtu frá ey- ríkinu. L I P R I R P E N N A R Plágan og Barrington Stefán Sigurkarlsson læknir sigurkarlsson@gmail.com

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.