Læknablaðið - apr. 2020, Síða 21
LÆKNAblaðið 2020/106 189
R A N N S Ó K N
Sjónsviðsskerðing mældist á bilinu 0,8-26,2 desibel (dB) og
meðaltal sjónsviðsskerðingar við tilvísun í aðgerð var 13,4 ± 7,7
dB (mynd 1). Tilfellum var skipt í þrjá hópa eftir alvarleika sjóns-
viðsskerðingar: 18 augu höfðu milda sjónsviðsskerðingu (21%), 20
augu miðlungsalvarlega (23%) og 48 augu alvarlega (56%) (mynd
1 og tafla I). Augu með milda sjónsviðsskerðingu höfðu hærri
augnþrýsting við tilvísun í aðgerð (25 mmHg) samanborið við
augu með miðlungsalvarlega (21 mmHg) og alvarlega skerðingu
(21 mmHg) (tafla 1). Þessi munur var ekki tölfræðilega marktæk-
ur (fervikagreining, ANOVA: p=0,16; Tukeys próf: p>0,05). Augu
með alvarlega sjónsviðsskerðingu höfðu marktækt hærri meðala-
ldur, eða 77 ár samanborið við 70 ár við mildan sjúkdóm (ANOVA:
p=0,03; Tukeys: p<0,05).
Samanburður á alvarleika sjónsviðsskerðingar eftir gláku-
tegund sýndi að augu með flögnunargláku höfðu marktækt minni
sjónsviðsskerðingu við tilvísun í aðgerð samanborið við augu
með frumgleiðhornagláku (p<0,05, t-próf). Meðaltal sjónsviðs-
skerðingar fyrir frumgleiðhornagláku var 14,7 ± 7,7 dB samanborið
við 11,0 ± 7,5 dB fyrir flögnunargláku.
Ástæða tilvísunar í aðgerð var í 70% tilvika versnun á sjónsviði
(60 augu) og af þeim höfðu 33% einnig hækkaðan augnþrýsting,
22% höfðu einnig óþol gagnvart lyfjum og 3% höfðu einnig lélega
meðferðarheldni. Tuttugu og þremur prósentum sjúklinganna var
vísað í aðgerð vegna hækkaðs augnþrýstings án versnunar á sjón-
sviði og í 7% tilfella var sjúklingum vísað í aðgerð vegna óþols
fyrir lyfjum. Augum sem var vísað í aðgerð vegna óþols gagnvart
lyfjum höfðu marktækt minni sjónsviðsskerðingu en augu sem
var vísað í aðgerð vegna versnunar á sjónsviði (p<0,05, ANOVA
og Tukeys-próf). Að öðru leyti var ekki marktækur munur á sjón-
sviðsskerðingu eftir tilvísunarástæðu (mynd 2).
Meðalfjöldi augnþrýstingslækkandi lyfja var 3,0 ± 1,2 lyf á
hvern sjúkling (0-6 lyf). Sextíu og fjögur prósent sjúklinganna
tóku þrjú lyf eða fleiri (mynd 3). Ekki var marktækur munur á
sjónsviðsskerðingu eftir því hve mörg lyf sjúklingur tók (mynd 4).
Ályktun og umræða
Þeir sjúklingar sem undirgengust fyrstu hjáveituaðgerð á Íslandi
á rannsóknartímabilinu höfðu allt frá mildri til alvarlegrar sjón-
sviðskerðingar. Líkt og klínískar leiðbeiningar mæla með virðist
meðferðin einstaklingsmiðuð og algengasta ástæða tilvísunar í að-
gerð var versnun á sjónsviði. Hins vegar höfðu tæplega 80% augna
miðlungs eða alvarlegan skaða við tilvísun í aðgerð og meðaltal
sjónsviðsskerðingar (13,4 dB) reyndist hærra í okkar rannsókn
en í erlendum samanburðarrannsóknum. Í rannsókn Foulsham
og félaga í Bretlandi var meðaltal sjónsviðsskerðingar 7,3 dB,11 í
kanadískri rannsókn Baril og félaga 8,7 dB14 og í hollenskri rann-
sókn Montolio og félaga 11 dB15. Í einni breskri rannsókn (Jiang og
félagar) höfðu augu álíka mikla sjónsviðsskerðingu (12,97 dB) og
Mynd 2. Sjónsviðsskerðing (MD) eftir ábendingu fyrir aðgerð. Kassinn táknar
hundraðshluta nr. 25, 50 og 75. Línurnar tákna hámark og lágmark. Augu sem var
vísað í aðgerð vegna óþols gagnvart lyfjum höfðu marktækt minni sjónsviðsskerðingu
en augu sem var vísað í aðgerð vegna versnunar á sjónsviði (p<0,05).
Mynd 3. Heildarfjöldi augnþrýstingslækkandi lyfja sem sjúklingar tóku við tilvísun í
aðgerð (augnþrýstingslækkandi augndropar og lyf til inntöku).
Mynd 4. Sjónsviðsskerðing (MD) eftir fjölda lyfja. Kassinn sýnir hundraðshluta nr.
25, 50 og 75. Línurnar sýna hámark og lágmark. Það var ekki marktækur munur á sjón-
sviðsskerðingu eftir fjölda glákulyfja.
0 1 2 3 4 5 6
30
20
10
0
Fjöldi lyfja
Fj
öl
di
s
jú
kl
in
ga
0-1 2 3 4 5+
(n=7) (n=24) (n=25) (n=23) (n=7)
30
25
20
15
10
5
0
Fjöldi glákulyfja
M
D
(d
B)
30
25
20
15
10
5
0
M
D
(d
B)
Sjónsviðs- Hækkaður Óþol fyrir
skerðing augnþrýstingur lyfjum
(n=60) (n=20) (n=6)