Læknablaðið - Apr 2020, Page 26
194 LÆKNAblaðið 2020/106
F R É T T A S Í Ð A N
„Nei, við erum ekki lífhrædd,“ segja þau
Margrét Ólafía Tómasdóttir og Guðmund-
ur Ingi Sveinsson sem fóru í útköll vegna
kórónuveirunnar fimmtudaginn 11. mars
á sérútbúinni sendiferðabifreið. Hún sem
læknir, hann atvinnubílstjóri Læknavakt-
arinnar. Læknablaðið slóst í för með þeim
þar sem þau vitjuðu um sýktan einstak-
ling í Hafnarfirði.
„Fólk sem finnur aukin einkenni kór-
ónuveiru er hrætt út af öllum fréttaflutn-
ingnum og hárri andlátstíðni á Ítalíu og í
Kína. Það vill fá lækni til að kíkja á sig og
meta stöðuna,“ segir Margrét Ólafía sem
klæddist hlífðarútbúnaðinum með aðstoð
Guðmundar aftur í bifreiðinni áður en
hún sinnti sjúklingnum.
Hvernig líður læknum þegar þeir
heyra af nýrri veiru? „Þetta er eitthvað
sem læknar búast við að ganga í gegnum
nokkrum sinnum á starfsævi sinni. En
auðvitað verður maður uggandi, sérstak-
lega þegar veiran er hættuleg og getur
verið banvæn. Við búumst við, eins og nú
er orðið: álagi og óreiðu.“
Hún segir breytingarnar stöðugar dag
frá degi. „Það er endalaust verið að breyta
áætluninni og laga sig að ástandinu eins
og það er hverju sinni. Það krefst mikils,
sérstaklega í heilsugæslunni.“
Hún segir sérstaklega hafa verið erfitt
að sleppa handabandinu. „Á hverjum degi
hafa handaböndin verið 30-130. Það er
erfitt að venja sig af því að taka í hendurn-
ar á fólki,“ segir hún.
Bíllinn er ekki eins vel búinn og
sjúkrastofurnar og þau hafa þurft að sýna
útsjónarsemi. „Við tókum til að mynda
upp á að nota tvenn pör af hönskum til að
lágmarka smithættu. Smitvarnir eru upp-
haflega þróaðar inni á spítalanum þar sem
við erum með ruslafötur sem hægt er að
opna með fótstigi, vaskinn við hliðina á og
aðra slíka hluti,“ segir hún.
„En það er öðruvísi að hafa sig til aftur
í bíl í miðbænum með jafnvel ferðamenn
í kringum sig. Með tveimur settum af
hönskum getum við tekið af okkur mask-
ann og gallann án þess að eiga á hættu að
fá smit á hendur,“ lýsir hún.
Vitja sjúkra á sérútbúinni COVID-bifreið
Heimilislækningar draumastarfið
Margrét lauk sérfræðinámi í heimilislækningum fyrir 6 árum og hefur starfað í
13 ár sem læknir. Hún tók doktorspróf í Þrándheimi í Noregi. „Það er frábært að
vera heimilislæknir. Draumastarfið,“ segir hún. „Ég ætlaði ekki að verða læknir til
að byrja með. Ákvað það á fjórða ári í læknanámi. En smám saman heillaðist ég af
heimilislækningum og er klárlega á réttri hillu,“ segir hún þar sem við ökum áleiðis
frá Hafnarfirði þar sem sjúklingur smitaður af COVID-19 fékk aðhlynningu.
Margrét Ólafía Tómasdóttir, sérfræðingur
í heimilislækningum, og Guðmundur Ingi
Sveinsson, atvinnubílstjóri Læknavaktarinn-
ar, aðstoðuðu hvort annað fagmannlega við
þjónustu COVID-19-sýktra skjólstæðinga.
Myndir/gag
Læknavaktin sinnir COVID-19-
sjúkum og þeim sem komast ekki
sjálfir á heilsugæslustöðvar vegna
kórónaveirunnar sem nú geisar um
heiminn. Læknablaðið slóst með í
för gegn krúnuvírusnum