Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - apr. 2020, Side 34

Læknablaðið - apr. 2020, Side 34
202 LÆKNAblaðið 2020/106 9. Fylgdu gleðinni, gefðu þér tíma fyr- ir það sem þér finnst skemmtilegt, mundu að leika þér og hlæja. 10. Ekki eyða löngum tíma í að velta þér uppúr sjálfum/sjálfri þér hvernig þú stendur þig eða lítur út í augum annarra, athugaðu frekar hvort þú get- ur orðið einhverjum öðrum að liði, það er mikið skemmtilegra. 11. Allt breytist, og erfiðir tímar ganga líka yfir. Hjálpumst að og munum eftir öllu því mikla sem við höfum til að þakka fyrir. 🌸 11. mars Karl G. Kristinsson Nú er búið að greina 14 einstaklinga með COVID-19 sýkingu á Íslandi. Íslenskt heil- brigðiskerfi er viðkvæmt og afdrifaríkt gæti verið ef upp koma smit og veikindi hjá læknum. Læknafélag Íslands hefur því farið þess á leit við lækna að þeir fresti fundum og þátttöku í samkomum sem ekki telst nauðsynleg eða getur beðið á meðan það er að skýrast hvert umfang faraldursins verður. Vegna stöðu minnar mun ég verða við þessum tilmælum. Við Guðrún höfum því ákveðið að fara ekki á tónleikana á laugardaginn, "Gunnar Þórðarson 75 ára". Við eigum tvo miða á besta stað 1. svalir 1. bekkur, klukkan 16:00 á laugardaginn. Hver miði kostaði 12.990 krónur og það er nánast uppselt á tónleikana. Er ekki einhver sem hefði áhuga á að fá þessa miða á 10.000 krónur hvorn miða? 26. mars Síðustu dagar hafa verið sérstakir. Höfum unnið hörðum höndum að því að afla nothæfra sýnatökusetta. Eftirspurnin er margfalt meiri en framboðið og í sumum tilvikum er selt hæstbjóðanda sem býður reiðufé. Við höfum fundið fyrir ótrúleg- um stuðningi fjölmargra velunnara sem hafa sambönd um allan heim. Fyrir þeirra Heilög þrenning sem þjóðin hefur algerlega reitt sig á að undanförnu á daglegum upplýsingafundum í beinni kl 14 á RÚV: Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir og Alma Möller landlæknir. Fundirnir eru táknmálstúlkaðir, - á þessum fundi, 9. mars, sá Árný Guðmunds- dóttir um þá hlið. - Mynd/Védís Ólafur Már Björnsson tók þessa mynd af toppi Snæfellsjökuls.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.