Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 41

Læknablaðið - apr. 2020, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2020/106 209 Rangt er að Landspítali hafi talið sig fórn- arlamb vegna fráflæðisvandans sem ríkti á spítalanum fyrir kórónuveirufaraldurinn COVID-19. „Það er alrangt þegar horft er til þess mikla innra starfs sem spítalinn hefur lagt í til að slípa ferla sína,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans. Í áliti tveggja sænskra sérfræðinga, Markus Castegren og Johan Permert, sem voru í sérstökum átakshópi stjórnvalda sem kynnti tillögur til lausnar bráðamót- tökunnar 25. febrúar, segir að spítalinn líti á sig sem fórnarlamb. „Hugtakið á hins vegar sannarlega við þá sem hafa þurft að bíða fullnægjandi úrræða og beðið þeirra við misgóðar aðstæður á Landspítala,“ segir Páll í skriflegu svari til Læknablaðsins. Vandinn vegna langlegunnar Eins og þekkt er voru aldraðir sjúklingar sendir á nýtt hjúkrunarheimili til að rýma spítalann og leysa fráflæðisvandann í að- draganda kórónufaraldursins COVID-19. Páll segir spítalann hafa kallað eftir lausn- um lengi. Löng lega sjúklinga væri ástæða þess að meðalbiðtími á bráðamóttöku eftir innlögn nærri tvöfaldaðist á þremur árum. „Meðallegutími þeirra sem dvelja styttra en mánuð á spítalanum hefur lækkað ár frá ári síðustu árin og er nú 4,5 dagar. Vandinn er annar staðar. Hann felst í því að 1% sjúklinga tekur upp 22% legudaga,“ bendir hann á. Tryggja þurfi að ástandið endurtaki sig ekki þegar frá líður. Það sé stóra verkefnið. „Það gerum við með því að byggja upp endurhæfingarfarvegi á spítalanum og í samstarfi við þá sem veita heimaþjón- ustu, en á sama tíma þarf að hraða hjúkr- unarheimilisuppbyggingu,“ segir hann. „Landspítali er ekki í hjúkrunarheimilis- bransanum.“ Mannanna verk ófullkomin Spurður um orð stjórnmálamanna sem hafa sagt vanda Landspítala stjórnunar- legs eðlis, svarar hann: „Öll stjórnun er mannanna verk og þar með ófullkomin. Því ætla ég seint að halda því fram að við á Landspítala getum ekki gert betur,“ seg- ir hann. „Við erum sannarlega sífellt að vinna að skilvirkari rekstri, á sama tíma og við viljum veita góða og örugga þjónustu og skapa vinnuumhverfi sem starfsfólki líður vel í. Þetta er snúið á bestu stundum. Hvað þá þegar ein krísan rekur aðra, þannig að verkefni sem eru mikilvæg í lengd, víkja fyrir áríðandi málum.“ Hann segir hins vegar mikilvægt að horfa á stóru myndina. „Í samanburði við nágrannalönd erum við að verja tugmillj- örðum minna á ári í heilbrigðismál heldur en þau.“ Aldursdreifingin skýri ekki allan þann mun, ekki þegar komi að Landspít- ala, sem sinni þeim veikustu. „Hvort við skipuleggjum starfsemi spít- alans í deild A og B eða 6 og 7, hvort yfir spítalanum er stjórn eða ekki, hvort fram- kvæmdastjórar eru 2 eða 10. Allt þetta eru smámál í samanburði við stóra vandann – heilbrigðiskerfið er undirfjármagnað mið- að við þann árangur sem við viljum sjá.“ Hann segir verkefni næstu ára og ára- tuga að setja stærri hluta af þjóðarkökunni í heilbrigðismál. Það kalli á erfiða for- gangsröðun í ríkisfjármálum. „Það er for- gangsröðun sem stjórnmálamenn þurfa að sinna, því þetta er stærra verkefni en svo að ein stofnun, ein stétt eða jafnvel einn flokkur geti leyst það upp á eigin spýtur,“ segir hann. „Og þetta verkefni verður leyst, því það er engin önnur leið.“ Páll segir brýnt að koma í veg fyrir annan fráflæðisvanda Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir brýnt að spítalinn hrökkvi ekki í sama farið og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Hann vísar stjórn- endamistökum á bug – kerfið sé í vanda og þar skorti fjármagn. Páll Matthíasson forstjóri Landspítala hafnar orðum um stjórnunarmistök. Mikilvægt sé að útskrifa fólk í viðeigandi úrræði þegar þjónustu spítalans sleppi. COVID-19 hefur umbylt starfsemi Landspítala „Landspítali hefur eins og gjörvallt heilbrigðiskerfið umbylt allri sinni þjónustu á nokkrum dögum og vik- um vegna COVID-19 faraldursins,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Það tel ég til marks um að- lögunarhæfni, hraða og sveigjanleika sem er algjörlega á heimsmæli- kvarða.“ Hann hælir einnig stjórn- málamönnum sem hafi sýnt mikla fagmennsku og framsýni. „Þeir hafa ólíkt mörgum erlendum kollegum sínum, lagt mest traust á sérfræðinga heilbrigðiskerfisins, allt frá Almannavörnum, landlækni og sóttvarnalækni til Landspítala og okkar teymis í farsóttum og smitsjúk- dómum.“ ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.