Læknablaðið - Apr 2020, Page 43
LÆKNAblaðið 2020/106 211
starfsfólki sem smitist í starfi sem og sjúk-
lingum sem smitist innan stofnana.
En álagið á þau Þórólf Guðnason sótt-
varnalækni? „Við finnum fyrir álaginu, en
Þórólfur er Vestmannaeyingur og ég Sigl-
firðingur. Við höfum vertíðargen í okkur
og höldum sjó. Við erum með gott þrek
og líður vel. Við vinnum vel saman og því
enginn bilbugur á okkur.“
En þurfa þau að stækka hópinn til að
mæta álaginu á embættið? „Það vinna allir
með okkur. Við tvö með Víði Reynissyni
höfum margt fólk með okkur.“ Skilgreint
hefur hver taki við störfum þeirra heltist
þau úr lestinni; lendi í sóttkví eða veikist.
„Það er ekki gefið upp hver það eru
og á borði heilbrigðisráðherra hver yrði
landlæknir, en við höfum velt þessu fyrir
okkur.“
Bakvarðasveitin þegar virkjuð
Alma segir mikið muna um bak-
varðasveitina. Langt sé síðan svæfinga- og
gjörgæslulæknar sem vinni utan Landspít-
ala hafi skráð sig á lista og boðið fram
krafta sína. „Það sama á við um svæfinga-
og gjörgæsluhjúkrunarfræðinga. Það er
gott að vita af því.“ Hún telur augljóst að
bakvarðasveit lækna verði kölluð til. Þegar
hafi hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
verið kallaðir til á Landspítala.
Á þriðja hundrað heilbrigðisstarfs-
manna eru í sóttkví og hlutfallið hærra en
almennt hjá landsmönnum. Hvað skýrir
það að mati landlækni? „Heilbrigðisstarfs-
menn eru virkur hópur,“ bendir hún á.
Mörg þeirra voru á skíðum erlendis. Þá
hafi komið sjúklingar inn á spítalann með
ekki verið með þekkt smit. Svo hafa starfs-
menn smitast af öðrum starfsmönnum og
því fljótt að fjölga í sóttkví starfsmanna.
Hún bendir þó að færri séu í sóttkví
þennan dag en dagana á undan. „Fólk
verður vonandi komið úr sóttkví fyrir
mesta kúfinn um miðjan apríl.“
Spurð um smithættu heilbrigðisstarfs-
fólks segir hún hana mesta í litlum nánum
hópum, innan fjölskyldna og vinahópa.
Viðeigandi hlífðarbúnaður sé lykilatriði.
„Ég hef því biðlað til fólks að klæða sig
frekar upp einu sinni of oft en einu sinni
of sjaldan,“ segir Alma. Mikilvægt sé að
fólk æfi sig í að fara í gallann og úr. Land-
læknir beitir sér hart fyrir því að viðeig-
andi hlífðarbúnaður sé til taks fyrir alla.
„Sóttvarnarlæknir er með neyðarbirgð-
ir.“ Þá hafi meira verið pantað. En verður
nóg? „Það er erfitt að fullyrða en mikið er
til.“
Landlæknir segir unnið út frá spálík-
ani Háskóla Íslands. „Við undirbúum
okkur undir vestu spá en auðvitað er það
þannig að við vonum það besta.“ Hún
bindi einnig vonir við að starfsaðferðirnar
hér á landi, Covid-deild Landspítala, skili
árangri. „Þar er unnið frábært starf. Ef ein-
hver á að geta glímt við þessa veiru erum
það við.“
„Ég er að vona að það sem komi gott
út úr þessum faraldri verði að menn
geri sér betur grein fyrir mikilvægi
heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Alma D.
Möller landlæknir.
„Okkur vantar nýja spítalann núna
því þar verður stór gjörgæsludeild. Þar
verður stór hátæknismitsjúkdómadeild
þannig að enn og aftur: Við erum alltof,
alltof sein að byggja nýjan spítala, en
það þýðir ekki að tala um það núna.
Við vinnum með það sem við höfum.“
Landlæknir segir íslenska heil-
brigðiskerfið hafa staðið sig „ótrúlega vel“ í veirufaraldrinum
COVID-19 sem komi ofan í afar bágborið ástand á bráðamót-
tökunni. „Það vann með okkur að 99 rúma hjúkrunarheimili
á Sléttuvegi opnaði sama dag og fyrsti greindist með kórónu-
vírusinn. Ekki hefur verið sjúklingur á gangi bráðamóttökunnar
síðan,“ bendir hún á. Viðbrögðin hafi verið snör.
„Við þekkjum veikleikana í heilbrigðiskerfinu svo vel að það
var hægt að bregðast hratt við. Hingað til er okkur að takast vel
til,“ segir hún. Samvinna milli heilsugæslu, Læknavaktarinnar
og Landspítala sé góð.
„Landspítalinn stendur sig frábærlega og mikið sem mæðir
þar á farsóttarnefndinni og starfsfólki. Ég fæ daglega fundar-
gerðir þaðan og dáist að því hvað þau spila vel úr hlutunum.“
Brátt reyni meira á heilbrigðisstofnanir úti á landi og vert sé
að nefna einkareknar heilbrigðisstofnanir „Allir eru boðnir og
búnir til að hjálpast að.“
„Okkur vantar
nýja spítalann
núna“
Mynd/gag