Læknablaðið - sep. 2020, Síða 7
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 393
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
New Zealand’s COVID-19
Elimination Strategy – Is
it Working?
David R. Murdoch MD,
MSc, DTM&H, FRACP,
FRCPA, FFSc(RCPA)
Dean and Head of Campus
University of Otago,
Christchurch
New Zealand | Aotearoa
David R. Murdoch
Rektor Otago-háskólans í
Christchurch á Nýja-Sjálandi
Murdoch er sérfræðingur í
smitsjúkdómum og sýklafræði.
Hefur Nýja-Sjáland fundið
réttu leiðina gegn COVID-19?
Nýja-Sjáland er eitt fárra landa sem hefur opinberlega
lýst þeirri stefnumörkun að uppræta beri COVID-19
innan landamæranna (COVID-19 elimination stra-
tegy). Þessi harða stefna, sem meðal annars fólst í
lokun landamæranna, hefur bæði hlotið alþjóðlega
eftirtekt og gagnrýni, en hún leiddi til örrar fækk-
unar tilfella af COVID-19 og samfélagssmit hvarf í
lengri tíma.1 Hvernig varð þessi stefnumörkun til og
hverjar eru framtíðarhorfur þessa litla eyríkis með
5 milljónum íbúa, sem er jafnframt vinsæll áfanga-
staður ferðamanna?
Fyrsta COVID-19-tilfellið í Nýja-Sjálandi var
greint 26. febrúar 2020. Fram að því höfðu viðbrögð
yfirvalda falist í hertu landamæraeftirliti, eflingu
á greiningargetu og undirbúningi fyrir fjölgun
innlagna á sjúkrahús vegna COVID-19. Um miðjan
mars fór að örla á samfélagssmiti og 26. mars ákvað
ríkisstjórnin algera lokun (lockdown), en þá höfðu að-
eins 102 tilfelli verið greind og ekkert dauðsfall enn í
landinu. Auk þess voru settar hömlur á komur ferða-
manna (fyrir utan íbúa og nýsjálenska ríkisborgara),
og komið var á skyldubundinni 14 daga sóttkví fyr-
ir alla nýkomna til landsins. Nákvæm smitrakning
og einangrun hefur verið viðhöfð allan tímann sem
heimsfaraldurinn hefur geisað.
Hvers vegna ákváðu stjórnvöld Nýja-Sjálands að
taka svona hratt og ákveðið til varna í COVID-19?
Vísindasamfélaginu hér var mjög brugðið við lestur
á sameiginlegri skýrslu WHO og Kína sem kom út
í febrúar, en þar var sterklega gefið til kynna að
SARS-CoV-2 smitum væri hægt að halda í skefjum
með ákveðnum íhlutandi aðgerðum.2 Í ljósi þess að
í óefni stefndi ákvað ríkisstjórnin strax í kjölfarið,
byggt á þessari vísindalegu þekkingu, að stefna að
upprætingu veirunnar úr samfélaginu.
Þessi nálgun reyndist áhrifaríkari en flestir höfðu
búist við. Eftir veldisvöxt tilfella í upphafi fækkaði
tilfellum hratt (þau urðu 1500 alls) sem gerði stjórn-
völdum kleift að losa mjög um höft. Nýja-Sjáland fór
á lægsta stig viðbúnaðar 8. júní, 103 dögum eftir að
fyrsta tilfellið greindist og eftir 7 vikna algera lok-
un. Á þessu tímabili eftir að veiran hvarf úr sam-
félaginu varð lífið næstum eins og áður og 9. ágúst
staðfesti heilbrigðisráðuneytið að ekki hefðu greinst
ný samfélagssmit COVID-19 á Nýja-Sjálandi í 100
daga. Nýja-Sjáland er með lægstu dánartíðni vegna
COVID-19 í löndum OECD miðað við höfðatölu, alls
22 dauðsföll.
Af hverju náði Nýja-Sjáland þessum góða ár-
angri í baráttunni við COVID-19? Landið er fremur
einangrað, það tafði komu veirunnar til landsins
og gaf því tækifæri til að draga lærdóm af öðrum
þjóðum. Það er líka auðveldara að loka landamær-
um eyríkja. Viðbrögð stjórnvalda voru ákveðin og
byggðu á bestu þekkingu þess tíma, en einkennd-
ust jafnframt af manneskjulegum stjórnunarstíl og
skýrri upplýsingagjöf. Daglegir upplýsingafundir
með forsætisráðherra og landlækni urðu vinsælasta
sjónvarpsefnið.
Þrátt fyrir að árangri Nýja-Sjálands hafi víða
verið fagnað má ekki sofna á verðinum. Hagkerfi
landsins hefur fengið skell enda þótt stór hluti inn-
lenda hagkerfisins sé kominn í sama gang og fyrir
heimsfaraldur. Ferðamennska, sem er mikilvægur
hluti þjóðartekna, hefur orðið fyrir stærsta áfallinu
þar eð nánast engir erlendir ferðamenn geta komið
til landsins. Þrátt fyrir þrýsting frá ferðaþjónust-
unni er ólíklegt að landið verði opnað á næstunni
og þá sennilega aðeins fyrir gesti frá svæðum þar
sem COVID-19-smit fyrirfinnast ekki. Geta okkar til
að viðhalda sóttkví með fullnægjandi hætti hefur þó
ítrekað verið prófuð og leitt í ljós ýmsa vankanta sem
síðan hefur verið leitast við að bæta úr.
Nýja-Sjáland er áfram viðkvæmt gagnvart
brestum á landamærum. Fjögur tilfelli af samfé-
lagsmiti fundust í Auckland 11. ágúst og enn er ver-
ið að reyna að komast fyrir útbreiðslu
frá þeim. Uppruni smitanna er enn
óþekktur. Viðbrögð stjórnvalda voru
að herða aftur á reglum um sóttvarnir
og smitgát á Auckland-svæðinu, hækka
viðbragðsstig í landinu öllu og efla eft-
irlit á landamærunum, í sóttkvíum og
farsóttarhúsum.
Endurvakning samfélagsmita hefur
vakið áhyggjur meðal landsmanna um getuna til
að ráða við slíka aukningu í smitum, þar til bólu-
efni verður tiltækt. Erlendir gagnrýnendur á stefnu
stjórnvalda í Nýja-Sjálandi hafa sýnt nokkra drýldni
og jafnvel hroka gagnvart þessum háleitu markmið-
um. Samt sem áður nýtur stefnan mikils stuðnings
bæði meðal almennings hér og vísindasamfélags-
ins, og vilji er til að halda henni til streitu. Þing-
kosningar eru framundan í Nýja-Sjálandi og aðal-
umræðuefni allra stjórnmálaflokkanna er hvernig
stefnunni verði best haldið, en ekki hvort sveigja
beri af leið.
Reynsla Nýja-Sjálands hefur sýnt mikilvægi þess
að taka ákvarðanir sem byggja á vísindalegri þekk-
ingu, þess að hafa trausta forystu og miðla upplýs-
ingum með skýrum hætti. Tíminn mun leiða í ljós
hvort stefnumörkunin um útrýmingu veirunnar
var besta leiðin fyrir landið. Það hefur aldrei verið
brýnna en nú að alþjóðasamfélagið læri af reynslu
annarra, forðist kreddur og sýni aðlögunarhæfni
þegar kemur að viðbrögðum við COVID-19. 10.17992/lbl.2020.09.593
Það hefur aldrei verið brýnna
en nú að alþjóðasamfélagið
læri af reynslu annarra, forðist
kreddur og sýni aðlögunarhæfni
þegar kemur að viðbrögðum við
COVID-19.
david.murdoch@otago.ac.nz
Salmex
. Við astma og langvinnri lungnateppu
. Einfalt og þægilegt í notkun
. Hagstætt val fyrir þína sjúklinga
Salmex er samheitalyf við Seretide. Lyfjaform: Innöndunarduft. Virk efni: Salmeteról (sem salmeterólxínafóat) og
flútíkasónprópíónat. Styrkleikar: 50 míkrógrömm/100 míkrógrömm/skammt, 50 míkrógrömm/250 míkrógrömm/skammt
og 50 míkrógrömm/500 míkrógrömm/skammt. Ábendingar: Astmi og langvinn lungnateppa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Glenmark Pharmaceuticals Nordic AB. Umboðsaðili á Íslandi:
Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000, www.icepharma.is. Dags. nýjasta samþykkta SmPC: 2. júlí 2019.
Nálgast má upplýsingar um lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku sjúkratrygginga á vef
Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. GLE200401 - Apríl 2020.
ÚTSKIPTANL
EGT!
(Salmeteról og flútíkasónprópíónat)
Heimildir
1. Baker MG, Wilson N, Anglemeyer
A. Successful elimination of Covid-
19 transmission in New Zealand. N
Engl J Med 2020; 383: e56.
2. who.int/docs/default-source/
coronaviruse/who-china-joint-
mission-on-covid-19-final-report.
pdf - ágúst 2020.
Íslensk þýðing Magnús Gottfreðsson og Védís Skarphéðinsdóttir