Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 17

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 17
L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 403 María Soffía Gottfreðsdóttir1,2 læknir 1Augndeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands mariago@landspitali.is Hraustur 70 ára gamall karlmaður með sögu um illvíga gláku í vinstra auga með mikilli sjónsviðsskerðingu kvartaði um versn- andi sjón á betra auga, hægra auga. Hann hafði þremur árum áður undirgengist glákuaðgerð og augasteinsskipti á vinstra auga en var með milda gláku á hægra auga sem var haldið stöðugri á lyfja- meðferð með einu lyfi (tafluprost) en hann var með ofnæmi fyrir rotvarnarefnum. Sjúklingur var áhyggjufullur þar sem hann var verulega sjónskertur á verra auganu. Við augnskoðun var sjónskerpa á hægra auga 0,5 með glerjum og 0,6 á vinstra auga. Augnþrýstingur mældist 28 mmHg á hægra auga og 12 mmHg á vinstra auga. Sjónsviðsmæling sýndi byrjandi glákubreytingar á hægra auga, mean defect 3,2 dB en 18,6 dB á vinstra auga. Við raufarlampaskoðun sem sjá má á mynd 1, var töluverð ský- myndun á augasteini hægra auga, með mikilli flögnun (pseudoex- foliation), mynd 2. Vinstra auga var með gerviaugastein og Ahmed- gláku-túpu. Augnbotnaskoðun sýndi vægar glákubreytingar í sjóntaug hægra auga en verulegan glákuskaða í vinstri sjóntaug. Hver eru næstu skref í meðferð? Mynd 1. Skýmyndun á augasteini með flögnun. Mynd/María Soffía Gottfreðsdóttir Mynd 2. Flögnun á augasteini í flögnunargláku. Mynd/María Soffía Gottfreðsdóttir Snemmíhlutun í illvígri gláku með örígræði – minnsta ígræði sem grætt hefur verið í mannslíkamann ▪ Tilfelli mánaðarins ▪ Höfundur fékk samþykki sjúklings fyrir þessari umfjöllun og birtingu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.