Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2020, Síða 20

Læknablaðið - sep. 2020, Síða 20
406 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 Þegar orkuna skortir – áhrif hlutfallslegs orkuskorts í íþróttum (RED-s) á heilsu og árangur Á G R I P Mikilvægt er að íþróttafólk á öllum aldri tileinki sér mataræði sem styður sem best við heilsu og vellíðan, þjálffræðilega aðlögun, endurheimt og meiðslaforvarnir. Tiltæk orka vísar til þeirrar orku sem stendur eftir fyrir grunnstarf- semi líkamans þegar búið er að draga þá orku sem varið er við líkam- lega þjálfun frá orkunni sem fæst úr fæðunni sem neytt er dag hvern. Hlutfallslegur orkuskortur í íþróttum (Relative Energy Deficiency in Sport, RED-s) stafar af viðvarandi skorti á tiltækri orku og hefur víðtæk áhrif á íþróttafólk, óháð kyni og getustigi. Áhrif RED-s geta meðal annars falið í sér skerðingu á efnaskiptahraða, hormónastarfsemi og tíðahring kvenna, beinheilsu, ónæmisvörnum, nýmyndun próteina og starfsemi hjarta- og æðakerfis. Slíkar truflanir á líkamsstarfsemi geta haft nei- kvæð áhrif á heilsu og íþróttaárangur til lengri og skemmri tíma. Þekkt er að RED-s getur átt sér mismunandi orsakir og birtingar- myndir. Samkvæmt erlendum rannsóknum er algengi breytilegt eftir íþróttagreinum og sérhæfingum innan þeirra en áhættan er talin hvað mest í úthaldsíþróttum, fagurfræðilegum íþróttum og þyngdarflokka- íþróttum. Greinin tekur saman þekkingu á áhrifum RED-s á heilsu og árangur, mikilvægi skimunar og snemmbærs inngrips. Þörf er á rannsóknum á RED-s meðal íslensks íþróttafólks sem gætu lagt grunninn að íslenskum ráðleggingum auk þess að efla forvarnir og meðferð. Birna Varðardóttir1 doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði Sigríður Lára Guðmundsdóttir1 íþrótta- og heilsufræðingur Anna Sigríður Ólafsdóttir1 næringarfræðingur 1Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Birna Varðardóttir, biv8@hi.is Inngangur Reglubundin hreyfing og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur margvísleg jákvæð áhrif á heilsu, líðan og árangur í leik og starfi. Að mörgu er þó að huga og miklu máli skiptir að þjálfunarmagn, orku- og næringarefnainntaka, sem og önnur heilsuhegðun, styðji sem best við heilsu- og árangurstengda þætti.1,2 Sé það ekki raun- in er hætt við að jákvæð áhrif íþróttaiðkunar geti með tímanum snúist upp í andhverfu sína.1,3 Tiltæk orka (energy availability) er lykilhugtak í íþróttanæringarfræði og tengdum vísindum, og vís- ar til þeirrar orku sem stendur eftir fyrir grunnstarfsemi líkamans þegar búið er að draga þá orku sem varið er við líkamlega þjálfun, frá orkunni sem fæst úr fæðunni sem neytt er dag hvern. Tiltæk orka er sett fram sem hitaeiningar (kkal) á hvert kg af fitufríum vöðamassa (FFM): Tiltæk orka = orkuinntaka (kkal) – orkunotkun við þjálfun (kkal) / FFM (kg).4 Næg tiltæk orka styður við heilsu og árangur í víðasta skilningi en viðvarandi orkuskortur veldur takmörkunum á almennri líkams- starfsemi, vexti og þroska.4,5 Hugtakið ,Þrenna íþróttakonunnar -́ (Female Athlete Triad) hefur löngum verið notað til að lýsa sam- bandi tiltækrar orku, beinþéttni og tíðahrings hjá íþróttakonum.6 Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í ljós að lífeðlisfræðileg áhrif skertrar tiltækrar orku eru talsvert umfangsmeiri en þrennan ger- ir grein fyrir og geta komið fram hjá öllu íþróttafólki, óháð kyni. Sú vitneskja leiddi til þess að Alþjóða Ólympíunefndin (IOC) setti fram víðara hugtak um hlutfallslegan orkuskort í íþróttum (Relati- ve Energy Deficiency in Sport, RED-s) árið 2014, sem lýsir áhrifum of lítillar tiltækrar orku á heilsu og íþróttaárangur til skemmri og lengri tíma.7 Til einföldunar verður vísað til hlutfallslegs orku- skorts sem RED-s hér eftir. Orsakir RED-s geta verið margvíslegar, allt frá erfiðleikum með að uppfylla orkuþarfir vegna mikils æfingaálags til öfgakenndra þyngdartapsaðferða, óheilbrigðs sambands við mat og þjálfun auk klínískra átraskana.4,7 Algengi RED-s hefur verið metið allt að 60% hjá íþróttafólki en virðist mjög breytilegt milli ólíkra íþróttagreina og jafnvel sérhæfingar innan þeirra.4,8,9 Áhættan er talin hvað mest í úthaldsíþróttum, fagurfræðilegum íþróttum (til dæmis fimleikum og listdansi) og þyngdarflokkaíþróttum (til dæmis júdó og glímu) þar sem mögulegir áhættuþættir geta ver- ið kröfur tengdar líkamsþyngd, útliti og líkamslögun samhliða miklu þjálfunarálagi.7,10,11 Vandamál sem þessi geta þó komið fram hjá einstaklingum í öllum íþróttagreinum og á mismunandi get- ustigum.7,8,12 Markmið þessarar greinar er að gera grein fyrir stöðu þekk-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.