Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 28

Læknablaðið - sept 2020, Qupperneq 28
414 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 F R É T T I R Heilbrigðisþjónustan þarf að ganga þrátt fyrir COVID-19 Þróun veikinda af völdum COVID-19 og afleiðingar veirunnar hafa komið á óvart, segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á COVID-göngudeildinni. Deildin hefur þróast og breyst með umfangi sýkinga, aðgerðum stjórnvalda og þekkingunni sem hefur myndast ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og endur- hæfingarþjónustu Landspítala. Mynd/gag „Við eigum að láta heilbrigðisþjónustuna ganga þrátt fyrir COVID-19,“ segir Run- ólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítala og einn stjórnenda COVID-göngudeildar- innar sem hefur breyst í takti við þróun heimsfaraldursins. „Ég sé göngudeildina þróast í miðstöð innan spítalans fyrir þjónustu vegna COVID-19, bæði vegna virkra smita eða langdreginna afleiðinga og sem stuðn- ingur við landsbyggðina,“ segir hann. „COVID-19 er erfitt viðfangsefni fyrir litla staði úti á landi þar sem þarf að sinna annarri heilbrigðisþjónustu líka.“ Hann segir að tvennt hafi komið sér- staklega á óvart í þessum heimsfaraldri COVID-19. „Annars vegar hvað sjúkling- um getur versnar skyndilega viku eftir greiningu,“ segir hann. Fólk með væg einkenni fyrstu vikuna komi þá jafnvel á spítala og innan klukkustunda á gjör- gæslu. „Hins vegar eru þessar langdregnu Nemendur á 5. ári í læknisfræði sóttu áfanga hjá Reyni Arngrímssyni, formanni Læknafélagsins, í erfðalæknisfræði á óhefðbundnum stað nú í ágúst, eða í húsa- kynnum félagsins. „Kennslan verður ekki alveg með hefð- bundnum hætti,“ segir Engilbert Sigurðs- son, forseti læknadeildar. „Allir eru betur undirbúnir og skilja vel að það þurfi að viðhafa ákveðnar sóttvarnarráðstafanir. Bæði nemendur og kennarar bregðast vel við og munu fylgja þeim viðmiðum sem gilda á hverjum tíma og stað. Við förum ákveðna millileið þar sem innan háskólans er miðað við einn metra í sóttvarnarmörkum en tvo innan Landspítala.“ Grímur og eftir atvikum hanskar eru einnig hluti af sóttvörnunum þar sem ekki er hægt að ná tveggja metra viðmiðinu innan Landspítala og í verklegum æfing- um innan læknadeildar. Ekki er sem stendur alltaf hægt að kenna öllum bekknum í einu. Hluti mætir en aðrir eru í fjarkennslu. „Það er í hönd- um umsjónarkennara og nemenda að leysa það verkefni og finna bestu leiðina í hverju tilviki.“ Læknanemum kennt hjá Læknafélaginu Hertar aðgerðir voru nauðsynlegar Hertar aðgerðir stjórnvalda þann 19. ágúst eru að mati Runólfs nauðsynlegur liður í baráttunni við SARS-CoV-2 veiruna. Eina leiðin til þess að losna við veiruna eru harðar aðgerðir til langs tíma og að loka landinu. „En við vitum að það getum við ekki,“ segir Runólfur. „Það er enginn vafi að skim- un er gagnleg,“ segir hann. „Þetta er eina leiðin til að halda veirunni í skefjum. Svo er spurning hversu lengi aðgerðirnar verða við lýði. Það er útlit fyrir að skimað verði fyrir þessari veiru á næstu misserum, jafnvel árum. En mestu máli skiptir að fólk ástundi einstaklingsbundnar smitvarnir eins og það best getur til að forðast smit.“ afleiðingar. Ekki síst þeirra sem fengu væg einkenni og fást mánuðum síðar við margvísleg einkenni, einkum orkuleysi, einbeitingarskort og verki. Einnig er áhugavert að sjá hvernig bragð- og lykt- arskyn hvarf og kom í sumum tilvikum til baka mörgum vikum eftir að bata var náð.“ Hann segir veiruna mjög áhugaverða. „Við þurfum að skilja hana betur. Rann- saka hana betur, því hún getur lagst á mörg líffærakerfi með margvíslegum af- leiðingum,“ segir hann. „Fólk er óttaslegið þegar það fær greininguna og hún getur haft sálræn eftirköst.“ Tugir hjúkrunarfræðinga unnu ásamt sérnámslæknum í símaþjónustu COVID- göngudeildarinnar á Landspítala í upp- hafi faraldurs og við móttöku sjúklinga. Nú er þar einn sérnámslæknir í lyflækn- ingum auk fáeinna hjúkrunarfræðinga í símavörslu. 5. árs læknanemar sátu í rúmgóðum sal Læknafélagsins og lærðu erfðalæknisfræði. Þannig var hægt að tryggja tveggja metra regluna og að allir gætu mætt í tímann. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.