Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2020, Page 40

Læknablaðið - Sep 2020, Page 40
426 L ÆK N A BL AÐIÐ 2020/106 „Það eru forréttindi að fá að búa á Íslandi. Það sést á því hvað okkar fólk hefur staðið vel að baráttunni við heimsfaraldurinn. Ástandið er allt annað erlendis en hér. Ég er fegin að vera heima,“ segir Svanheiður Lóa sem flutti heim haustið 2018. Hún bjó áður í áratug í Svíþjóð. Hún stundaði sérnám við Sahlgrenska-sjúkra- húsið í Gautaborg í almennum skurðlækningum með undirsér- grein í uppbyggingu brjósta eftir krabbameinsaðgerð. „Kaffi?“ spyr hún þar sem við setjumst niður á heimili hennar í Kópavogi. Hún er nú í fæðingarorlofi, hellir kaffi í bollann með annarri og ruggar litlu 6 vikna dótturinni í svefn í vagninum með hinni. Við ræðum brjóstaskurðlækningar í tengslum við COVID-19 og lífið en hún er nú teymisstjóri brjóstaskurðlækn- ingadeildar Landspítala. Lærði í Þýskalandi Svanheiður lærði til læknis í Hamborg Þýskalandi og útskrifaðist 2007. „Ég fór á menntaskólaþýskunni til Hamborgar í nám. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og hafði fjölskyldutengsl út. Það var frábær reynsla að búa í stórborg á við Hamborg. Ekta heimavist- arlíf fyrir stúdenta,“ segir hún og mælir hiklaust með námi þar ytra, en þar var hún í 6 ár. Hún segir að þótt það sé krefjandi að hefja nám á þýsku sé góð þýskukunnátta ekki endilega lykilatriði að árangri, þar sem stuðst sé við alþjóðleg heiti í fagmálinu. „Það er ekki eins og hér þar sem fundin eru íslensk heiti yfir flestallt. Ég er enn að læra að tala fagmálið mitt á íslensku,” segir hún og hlær. Auðveldara hafi verið að fara frá Þýskalandi til Svíþjóðar en að koma heim. „Maður er eiginlega mállaus fyrst í eigin landi, en sem betur fer hafa sjúklingarnir mínir mjög góðan skilning á þessu,“ segir hún og hlær. Kann að meta tengslin Þegar Svanheiður er beðin um að bera saman starfsemina hér heima og í Svíþjóð bendir hún á að á Sahlgrenska sé ein stærsta eining um brjóstakrabbamein í Evrópu. „Þar eru rúmlega 1000 brjóstakrabbameinsaðgerðir gerðar árlega. Það er því aðallega munur á stærðinni úti og hér heima. Aðbúnaðurinn og starfsað- staðan er þar einnig betri,“ segir hún. Ekki sé hægt að líkja hús- næði spítalanna saman. Hér sé það löngu sprungið. „Mér þykja persónulegu tengslin hér heima skipta máli. Úti er færibandavinnan mikil. Hér er þjónustan persónulegri og við fáum tækifæri til að fylgja sjúklingum eftir frá upphafi til enda og í endurkomu,“ segir hún. „Það gefur vinnunni meira gildi.“ Svanheiður segist ekki endilega hafa séð fyrir sér að koma heim eftir námið úti. „Nei, í rauninni ekki. Ég hef búið svo lengi erlendis og er Evrópubúi í mér. En svo gerðist það sem kemur fyr- ir flesta. Ég fékk allt í einu heimþrá.“ Fjölskyldan og foreldrarnir toguðu í hana. Hún tók þátt í uppbyggingu á þverfaglegri brjóstamiðstöð á Sahlgrenska. Með kynslóðaskiptum á deildinni var starfsemin endurskipulögð, ferlar einfaldaðir og deildin nútímavædd. „Hlutverk mitt þar sem skurðlæknir var meðal annars að koma inn með onkoplastíska hugsun, þróa uppbyggingar- brjóstaaðgerðir og styrkja tengsl milli Gautaborgarháskólans og Sahlgrenska akademíunnar,“ segir hún. Hvetur konur í skoðun „Þar er ég enn í rannsóknarhóp og stefni á náið samstarf við okk- ar deild hér heima,“ segir hún, en uppbygging brjósta gengur út á að sameina lýtaaðgerðir og krabbameinsskurðaðgerðir brjósta. „Það er gaman að koma með þessa þekkingu og reynslu heim,“ segir hún. Svanheiður lýsir yfir áhyggjum sínum yfir því að konur hér á landi skili sér illa í krabbameinsskimanir. Brjóstakrabbamein í Svíþjóð greinist almennt fyrr. „Hlutfallið af snemmkomnum krabbameinum er hærra í Svíþjóð en hér,“ segir hún. „Þátttaka í brjóstaskimunum hefur verið dræm síðustu ár hér á landi. Það sést þegar konurnar koma til okkar. Æxlin eru stærri,“ segir hún. Lífslíkurnar séu þó ekki minni enda meðferðin góð. „En skurðmeðferðin sem slík er önnur. Umfangsmeiri skurð- V I Ð T A L Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum, segir að það hafi verið auðveldara að flytja frá Þýskalandi til Svíþjóðar en frá Svíþjóð og heim. Hún sé enn að bæta í orðaforðann enda fagmál íslensku læknastéttarinnar allt annað en það sem þekkist í nágrannalöndunum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Íslenskan flækti málið Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.