Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum nýtt tímann meðan það var lokað til að hressa aðeins upp á staðinn og klára þessa hugmynd,“ segir Þórður Pálmason veitinga- maður. Þórður og eiginkona hans Auður Kristmannsdóttir hafa ákveðið að endurvekja hinn vinsæla tónleika- stað Café Rosenberg sem þau ráku um árabil en seldu árið 2017. Rosenberg var á árum áður við Lækjargötu en húsið eyðilagðist í bruna árið 2007. Rúmu ári síðar opn- uðu þau staðinn á ný við Klapparstíg og ráku við góðan orðstír. Eftir að þau seldu reksturinn fyrir þremur árum entist staðurinn aðeins í um fimm mánuði áður en honum var lokað. Hið endurreista Rosenberg verð- ur við Vesturgötu 3. Þar var antík- búðin Fríða frænka lengi til húsa en Þórður og Auður hafa rekið kaffi- húsið Stofuna þar undanfarin ár. „Við breytum bara nafninu í Ro- senberg og hugmyndin er að fara meira í áttina að því sem gamli stað- urinn var. Það er komið lítið svið í kjallarann og þar ættum við að geta tekið á móti 60-70 manns á tónleika þegar það verður leyft á ný,“ segir Þórður. Margir fastagestir stunduðu Rosenberg á sínum tíma og stemn- ingin á tónleikum þar var rómuð. Þórður játar því að kallað hafi verið eftir endurreisninni. „Já, bæði tón- listarmenn og fleiri. Það virðist vanta aðstöðu í bæinn fyrir minni tónleika og við ætlum að hafa „ak- ústík“ fíling á tónlistinni.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Endurreisn Tónleikahald hefst á Café Rosenberg á næstunni. Skortur hefur verið á minni tónleikastöðum í bænum. Endurvekja fornfrægan tónleikastað í miðbænum  Café Rosenberg nú við Vesturgötu  Rómuð stemning Morgunblaðið/G.Rúnar Vertar Þórður Pálmason og Auður Kristmannsdóttir á Rosenberg. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 21.220 Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560Verð kr. 16.890 Helgi Bjarnason Erla María Markúsdóttir Lífeyrissjóður verslunarmanna met- ur hugsanlega þátttöku í hlutafjár- útboði Icelandair þegar útboðslýsing liggur fyrir. Stjórnarformaður líf- eyrissjóðsins segir harðar kjaradeil- ur félagsins og flugfreyja óheppileg- ar við þessar aðstæður en telur að Icelandair eigi enga leið framhjá samningum við Flugfreyjufélag Ís- lands. Flugfreyjufélag Íslands hafnaði í gær á fundi hjá ríkissáttasemjara samningstilboði Icelandair sem fé- lagið sagði lokatilboð sitt. Telur Ice- landair að ekki verði lengra komist í viðræðunum. Markmið Icelandair var að gera breytingar á ákvæðum samninga til að skapa grundvöll til hagræðingar, á svipuðum nótum og samið hefur verið um við flugmenn og flugvirkja. Sama dagskrá hluthafafundar Fram hefur komið að slíkir samn- ingar eru forsenda þess að félagið geti farið í hlutafjárútboð á næst- unni. Boðað hefur verið til hluthafa- fundar á morgun þar sem á dagskrá er tillaga um hækkun hlutafjár. Fram hefur komið að ætlunin er að safna allt að 200 milljónum Banda- ríkjadala sem svarar til nærri 29 milljarða króna. Samkvæmt upplýs- ingum frá félaginu er dagskrá fund- arins óbreytt, þrátt fyrir að viðræð- um við flugfreyjur hafi verið slitið. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í Icelandair og er Lífeyr- issjóður verslunarmanna þeirra stærstur. Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að þátttaka lífeyrissjóðsins í hlutafjár- útboðinu verði metin þegar útboðs- lýsing liggur fyrir. Nánar spurður um líkurnar á þátttöku segir hann ómögulegt um þær að segja. Þær upplýsingar sem liggi fyrir um hvernig reksturinn verður séu óljós- ar. Bíða verði eftir útboðslýsingu þar sem áætlanir félagsins verði skýrð- ar. Spurður um aðkomu lífeyris- sjóðsins í aðdraganda útboðslýsing- arinnar segir Stefán að hún hafi engin verið og sjóðurinn ekki sett nein skilyrði fyrir þátttöku. Skiptar skoðanir um leikreglur Stefán er framkvæmdastjóri VR og fulltrúi félagsins í stjórn lífeyr- issjóðsins. Spurður um áhrif harðra kjaradeilna Icelandair og Flug- freyjufélags Íslands í aðdraganda hlutafjárútboðsins segir hann þær óheppilegar. Spurður um afstöðu til útboðsins ef Icelandair ræður flug- freyjur á öðrum samningum segir hann það ekki raunhæft. Félagar í Flugfreyjufélaginu hafi forgang til starfa þar samkvæmt gildandi kjara- samningum. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ), segir að lokatilboð Icelandair feli í sér afarkosti. Það tíðkist ekki almennt í kjaraviðræðum á Íslandi. ASÍ telur að lífeyrissjóðum sé ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem ganga gegn leikreglum á ís- lenskum vinnumarkaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, segir að félagið hafi farið eft- ir settum leikreglum á íslenskum vinnumarkaði með því að gera samn- inganefnd flugfreyja lokatilboð. Segir hann að hluthafafundurinn verði haldinn á morgun og þar verði farið yfir stöðu samningaviðræðna. Bendir hann á að gengið hafi verið frá samningum við tvær af þessum mikilvægu flugstéttum en einn samningur sé ókláraður. Bíða eftir útboðslýsingu Icelandair  Lífeyrissjóður verslunarmanna tekur afstöðu til fjárfestingar þegar áætlanir Icelandair liggja fyrir  Deilur við Flugfreyjufélagið taldar óheppilegar  Farið yfir stöðuna á hluthafafundinum á morgun Morgunblaðið/Eggert Erfitt Lítil verkefni eru nú hjá Icelandair og starfsmönnum félagsins og standa þotur félagsins á Keflavíkurflugvelli. Leit að skipverjanum sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipinu Erling KE-140 í Vopnafirði á mánu- daginn bar engan árangur gær. Hætta þurfti leitinni um kvöldmat- arleytið, en veður fór þá versnandi í Vopnafirði og var talsverður sjó- gangur vegna vinds. Samkvæmt tilkynningu lögregl- unnar voru fimm leitarhópar að störfum í gær, bæði á sjó og á landi. Voru gengnar fjörur frá Tanga- sporði að Sandvík auk þess sem leit- að var í sandfjörum í Sandvík. Jón Sigurðsson, formaður björg- unarsveitarinnar Vopna, sagði við mbl.is í gær að leitin hefði verið nokkuð umfangsminni en síðustu daga, en björgunarsveitin hyggst halda áfram leit í dag. „Það er bara farið yfir svæðin aft- ur og aftur. Við leituðum í þaula á svæðinu í [fyrradag], með gríðarleg- um mannskap, til að útiloka að hann væri kominn upp í fjöru einhvers staðar. Við leitum í minni hópum núna og bætum síðan í að nýju um helgina, sama svæði aftur og aftur,“ sagði Jón, en hann telur að veður- skilyrði til leitar verði aftur orðin góð í dag. Leitin bar engan árangur í gær  Leitinni verður haldið áfram í dag Ljósmynd/Jón R. Helgason Leitin Björgunarsveitin Vopni sér um leitina að skipverjanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.