Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Vaka hefur verið að nota þetta land til að geyma bílflök og ýmislegt ann- að lauslegt. Það er ekkert leyfi fyrir slíku,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar í gær var fjallað um nýtingu Vöku hf. á landi fyrirtækisins á Leirvogs- tungumelum. Í bókun sem sam- þykkt var á fundinum kemur fram að brotið hafi verið gegn reglum um umgengni og nýtingu á landinu og þrátt fyrir loforð um hreinsun hafi fyrirtækið ekki brugðist við athuga- semdum bæjaryfirvalda. Er úrbóta krafist tafarlaust. Bæjarstjórinn afar ósáttur „Bæjarráð Mosfellsbæjar fer fram á að heilbrigðiseftirlit Kjós- arsvæðis bregðist hart við í málinu og beiti tiltækum heimildum sem eftirlitið hefur til þess að sjá til þess að fyrirtækið bregðist við at- hugasemdum og hætti brotum sín- um um umgengi og óleyfilega nýt- ingu landsins tafarlaust. Bæjarráð skorar einnig á heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis að fylgja málinu eftir af fullum þunga,“ segir í bókuninni. Í minnisblaði frá Tómasi Guðberg Gíslasyni, umhverfisstjóra Mosfells- bæjar, kemur fram að Vaka keypti umrætt land árið 2018. Þar hyggist fyrirtækið vera með starfsstöð í framtíðinni og athafnasvæði. Þá er rakið að kvartanir hafi borist í árs- byrjun vegna slæmrar umgengni og við eftirlit hafi komið í ljós að mikil uppsöfnun hafi orðið á bílhræjum og gámum á geymslusvæði sem áður var í eigu Ístaks hf. Óskað var úr- bóta. Í svarbréfi Vöku frá 18. febr- úar var upplýst að fyrirtækið myndi þegar hefjast handa við að hreinsa svæðið og myndi það taka að minnsta kosti fjórar vikur. Bæjar- yfirvöld ákváðu að stöðva frekari viðræður við Vöku þar til brugðist hefði verið við með fullnægjandi hætti. „Við eftirlit umhverfissviðs hefur komið í ljós að ekki hefur enn verið brugðist við athugasemdum Mos- fellsbæjar um hreinsun á svæðinu, heldur virðast fleira rusl, þ.m.t. opn- ir gámar með rusli, hafa bæst við á svæðinu. Umgengni er því ennþá mjög ábótavant og úrbóta þörf tafar- laust,“ segir í minnisblaðinu. Haraldur bæjarstjóri ítrekar þessa skoðun í samtali við Morgun- blaðið: „Okkur finnst þetta alls ekki eiga heima á þessum stað og við er- um ekki sátt við það hvernig þarna er gengið um.“ Áföll dynja á fyrirtækinu Valur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Vöku, segir að forsvarsmenn fyrirtækisins viti upp á sig skömm- ina og reynt verði að bæta úr þessu hið fyrsta. „Metnaður okkar stendur til að laga þarna til en undanfarið hefur hvert atvikið rekið annað og tafið fyrir,“ segir hann og nefnir að markaður með stál hafi lokast vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið hafi þurft að setja starfsmenn á hlutabætur segja fólki upp. „Svo hjálpar ekki til að almenningur hef- ur verið að henda þarna rusli. Þarna eru meðal annars brotin klósett og rusl í pokum. En að sjálfsögðu ætl- um við að hafa þetta snyrtilegt,“ segir framkvæmdastjórinn. Hann bætir við að búið sé að teikna höf- uðstöðvar Vöku á svæðinu og metn- aður verði lagður í frágang. Trjám verði plantað við lóðarmörk til að girða starfsemina af. Lýsa óánægju með bílhræ og rusl  Bæjarráð Mosfellsbæjar kvartar yfir starfsemi Vöku á Tungumelum  Vaka lofar bót og betrun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Tungumelum Eins og sjá má er mikið af bílhræjum og rusli á lóð Vöku. Hof 1 Austurhús, Öræfum Húsakostur er mjög glæsilegt einbýlishús og sumarhús. Einbýlishúsið er um 120,1 m2 auk þess sambyggt sérstakt gestaherbergi 28 m2 og geymsla 10,2 m2. Einbýlishúsið skiptist í alrými með eldhúsi, 2 svefnherbergi, bað- herbergi og þvottahús. Sumarhúsið er 32,2m2 stakstætt fullbúið hús með 1 svefnherbergi, alrými með eldhúskróki og baðherbergi. Helgadalur, Mosfellsbæ Hér er um að ræða frábæra náttúruperlu rétt við bæjarmörkin. Ágætur húsakostur. Landstærð um 500 hektarar. Jörðinni tilheyrir 20 mínútulítrar af heitu vatni. Kalt vatn úr vatnsbóli úr hlíðinni fyrir ofan bæinn. Töluverð skógrækt. Mjög áhugaverð eign sem gefur ýmsa möguleika. Lækargata 4, skrifstofuhúsnæði Áhugavert skrifstofuhúsnæði á annari hæð við Lækjargötu 4 í Reykjavík auk þess tvö bílastæði í lokaðri bílageymslu. Um er að ræða sex skrifstofuherbergi, elhúskrók og snyrtingu. Lyfta og vel um gengin sameign. Tvö stæði í lokuðu bílastæðishúsi. Gæti verið laust við kaupsamning. Tilboð óskast. Krakkarnir í leikskólanum Geislabaugi fengu loksins í gær að halda öskudagsgleði, en henni hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldurs- Eins og sést þarf að vanda vel til verka og ein- beitingin leynir sér ekki í andliti þessa unga herramanns sem þarna fær að spreyta sig. ins. Brugðið var á leik af því tilefni og fengu krakkarnir meðal annars að mála andlit sín og slá apann úr tunnunni. Langþráð öskudagsgleði í leikskólanum Morgunblaðið/Eggert Guðmundur Franklín Jóns- son, viðskipta- og hagfræðingur, og Guðni Th. Jó- hannesson, for- seti Íslands, hafa skilað meðmæl- endalistum vegna framboðs til emb- ættis forseta Ís- lands í öllum kjördæmum landsins. Yfirkjörstjórnir yfirfara listana. Frambjóðendur þurfa að skila framboðum til dómsmálaráðuneyt- isins eigi síðar en á morgun, föstu- dag. Framboði skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi með- mælenda og vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosninga- bærir. Ráðuneytið auglýsir eigi síð- ar en föstudaginn 29. maí hverjir verða í kjöri. Forsetakosningar verða laugar- daginn 27. júní, ef fleiri en eitt gilt framboð berast. Tveir skila meðmæl- endalistum  Auglýst fljótlega hverjir verða í kjöri Atkvæði Kosið verður 27. júní. Tilkynnt var í gær að eitt nýtt smit af kórónuveirunni hefði greinst á undangengnum sólarhring. Er það fimmta smitið sem greinst hefur til þessa í maímánuði, en tekin hafa verið um það bil 7.500 sýni í mán- uðinum. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði í gær á upplýsinga- fundi almannavarna að verkefna- hópur ríkisstjórnarinnar ynni að því að finna leiðir til að opna landið fyrir ferðamönnum og skilar hann niður- stöðum 25. maí. Í framhaldinu mun hann skila heilbrigðisráðherra til- lögu um tilslakanir á landamærum. Þórólfur sagði ekki tímabært að segja til um hvenær þær tækju gildi. Eitt nýtt smit og fimm í maímánuði 1.803 staðfest smit 1 nýtt smit 828 í sóttkví 20.132 lokið sóttkví 4 virk smit 1.789 náð bata 0 á sjúrahúsi 10 andlát 57.628 sýni tekin  Tillögur um opnun landsins 25. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.