Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fréttastofa„RÚV“sagði frá því nýverið að hálf Lækjargatan væri enn lokuð vegna hótelfram- kvæmda, þótt þær séu stopp af alkunnum ástæðum. Þar kom einnig fram að það kostaði verk- takann ekki nema 22 þúsund krónur að fá götunni lokað í ár, en Reykjavíkurborg hefði til skoðunar að breyta gjaldtökunni. Og svo segir: „Íslandshótel hófu fram- kvæmdir á Íslandsbanka- reitnum við Lækjargötu vorið 2018 en kórónuveiru- faraldurinn hefur sett strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Framkvæmdir við Hótel Reykjavík hafa verið á bið vegna efnahags- ástandsins síðan um miðjan apríl. Síðan hefur meira og minna allt verið stopp og al- veg óvíst um framhaldið. Lækjargatan er hins vegar enn lokuð til hálfs eins og hún hefur verið í tvö ár. Fyrir það hefur verktakinn greitt borginni tvisvar sinn- um 22 þúsund krónur. Þetta leyfisgjald er föst tala, og óháð því hversu stórt verkefnið er, hversu mikið borgarland það leggur undir sig eða hvað er gert við það á meðan – eina kraf- an er að landinu sé skilað í nákvæmlega sama horfi.“ Þá vitnar fréttastofan í skrifstofustjóra rekstrar og umhirðu hjá Reykjavík- urborg sem segir að þessar greiðslur fyrir lokun gatna um langa hríð séu vissulega ekki háar en borgaryfirvöld séu „að skoða það núna að hefja undirbúning að nýrri gjaldskrá sem gerir ráð fyr- ir því að við ætluðum að leigja landið undir þessar framkvæmdir eða viðburði“. Skrifstofustjórinn tekur fram að í flestum tilvikum mundi gjaldið þá hækka og virðist þar úr hófi varlega talað, enda harla augljóst miðað við þá viðmiðun sem hann nefnir að verið sé að skoða. Það var fullgilt fréttamat að vinna og birta þessa frétt enda hafa ýmsir velt fyrir sér hversu lengi þessi lokun hefur staðið með tilheyrandi óþægindum fyrir ökumenn bifreiða og aðra þá sem eiga leið um svæðið. En það hefði farið vel á því að setja fréttina einnig í annað samhengi. Núverandi yfirvöld höfuðborgarinnar eru fræg fyrir að hafa beinlínis gengist upp í því að hefta aðgengi að miðborginni og gera ekkert með það þótt mikill meirihluti rekstraraðila í miðborginni kvarti sáran undan afstöðu og athöfnum þeirra í þess- um efnum. Ljóst er að þeir sem hafa ríka hagsmuni af því að tryggja sem best að- gengi borgarbúa og nær- sveitamanna sem annarra að verslunum og margvíslegri annarri miðlægri þjónustu hafa reynt að nálgast yfir- völd af háttvísi og virðingu og vænst málaefnalegra svara og fyrirgreiðslu. Viðmótið sem þeim hefur mætt hefur þó ekki verið það sem vænta hefði mátt. Þetta eru þó þeir aðilar sem ekki hafa aðeins ríkulegra hagsmuna að gæta heldur eru um leið fyrirsvarsmenn starfsemi sem svo sannar- lega flokkast undir eftir- sóknarverða starfsemi mið- borgar og er til þess fallin að draga að fólk og ýta und- ir iðandi mannlíf og blómleg viðskipti. Þeir hafa verið með útrétta hönd til sam- starfs og samvinnu við borg- aryfirvöld um að tryggja heilbrigt aðgengi að mið- bæjarstarfsemi höfuðborgar landsins, þar sem tekið væri eðlilegt tillit til annarrar umferðar. Enda er þetta síðara atriði sameiginlegt hagsmunamál allra. Hingað til hefur í öllum tilvikum verið slegið á þá útréttu hönd, sem er næsta óskiljanlegt. Og er þá aftur vikið að einu megininntaki fréttar „RÚV“ um þetta mál, en það eru hugmyndir um aukna skattheimtu í tilefni af lok- un verktaka og handhafa byggingarrétta á hluta gatna á byggingartíma. Miðað við stefnu og fram- göngu borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar sem fylgt hefur verið eftir af töluverðu yfirlæti og óskiljanlegum þótta gagn- vart rekstraraðilum hefðu borgaryfirvöld nú fremur átt að verðlauna þá sem hafa lokað götum og tor- veldað aðgengi í anda þeirra sjálfra, fremur en að ætla sér að nota tækifærið til að hlaða nýjum sköttum á þá. En minnsta tilefni til skatt- heimtu er algjörlega ómót- stæðilegt í augum meiri- hluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Það halda borgar- yfirvöldum engin bönd gefist tækifæri til að setja fót fyrir miðbæinn} Undarleg tvöfeldni T il að stuðla að hagvexti til fram- tíðar þarf að efla tæknina með vís- indum og nýsköpun. Mikilvægt er að skapa framúrskarandi að- stæður til rannsóknar- og nýsköp- unarstarfs til að fyrirtækin í landinu sjá hag sinn í að fjárfesta í þekkingarsamfélagi. Í gegnum tíðina hefur rannsóknarviljinn og sannleiksþráin knúið vísindin áfram. Reynsla síðustu vikna hefur sýnt okkur að almenn- ingur ber mikið traust til vísindanna. Því er það vilji ríkisstjórnarinnar að efla enn frekar menntun, rannsóknir og nýsköpun og styðja samkeppnishæfni þjóðarinnar til framtíðar. Sú fjárfesting hefur sjaldan verið mikilvæg- ari. Til að gera samfélagið okkar enn sam- keppnishæfara þarf að einblína á einkum þrennt. Við þurfum að halda áfram að efla menntakerfið okkar, sem hefur unnið þrekvirki á síðustu mánuðum. Hlúð hefur verið að velferð nemenda og reynt að tryggja eins vel og unnt er að þeir geti náð settum markmiðum. Ljóst er að menntakerfið okkar er sterkt. Við verðum að halda áfram í þeirri vegferð og tryggja að menntakerfið veiti einstaklingum tækifæri. Við erum að leggja sér- staka áherslu á verk, iðn- og tækninám til að styrkja færnina á íslenskum vinnumarkaði til framtíðar. Styrkja þarf rannsóknarinnviði og efla allt vísinda- starf til að tryggja enn frekar hágæða rannsóknar- umhverfi á Íslandi. Því hefur ríkisstjórnin aukið fjár- magn í samkeppnissjóði í rannsóknum. Með þessum fjárfestingum höfum við hækkað út- hlutunarhlutfall Rannsóknarsjóðs um rúm 40% og því er úthlutunarhlutfallið 20%. Þetta nær til mannauðs, með auknum styrkjum og atvinnutækifærum. Nýsköpunarsjóður náms- manna styrkir verkefni þar sem ungir vís- indamenn hafa fengið fyrstu kynni sín af þátttöku í vísindastarfi sem kveikt hefur áhuga til framtíðar. Nýsköpunarsjóður náms- manna hefur vaxið úr 55 milljónum í 455 milljónir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tækifæri og virkja þekkingarsköpun. Fyrirtækin í landinu hafa eflt nýsköpun og verið hreyfiafl framfara. Þess vegna var brýnt að hækka endurgreiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þakið hækkað í 1.100 milljónir króna. Fyrirtækjarannsóknir eru verkefna- miðaðri og framleiða oft söluhæfar uppfinningar. Áhersla á þróun og nýsköpun skilar sér margfalt til sam- félagsins. Starfsumhverfi fyrirtækja þarf að vera hvetj- andi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfluga ein- staklinga til liðs við sig. Ríkjum sem hafa markað sér skýra stefnu um að fjár- festa í hugviti, rannsóknum og nýsköpun vegnar vel. Við höfum alla burði til að auka verðmætasköpun sem grundvallast á hugviti. Með því tryggjum við farsælan grunn að sterkara samfélagi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Fjárfest í framtíðinni Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþingi hefur nú til með-ferðar frumvarp félags-málaráðherra um hálfanlífeyri. Markmið frum- varpsins er að tryggja að fleiri aldraðir eigi kost á að sækja um hálfan lífeyri frá almannatrygg- ingum á móti töku hálfs lífeyris frá lífeyrissjóðum. Þetta úrræði hefur staðið líf- eyrisþegum 65 ára og eldri til boða frá árinu 2018 en fáir hafa nýtt sér það, jafnvel þótt í boði séu tæpar 150 þúsund krónur fyrir skatt frá Tryggingastofnun. Ekki hefur verið gerð krafa um hálft starfshlutfall né sett ákvæði um hámark á tekjur en nú stendur til að breyta því. Tekjuháir einstaklingar geta því ekki nýtt sér þessa leið eins og þeir hafa getað gert til þessa. Trygg- ingastofnun metur það svo að hún þurfi aukinn mannafla til að fylgja eftir breyttum reglum. Fram kemur í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar að um sé að ræða mikilvægt úrræði til þess að skapa raunverulegt svig- rúm til sveigjanlegrar atvinnu- þátttöku eldri borgara. Samkvæmt gildandi lögum getur fólk hafið töku hálfs ellilífeyris hvenær sem er eftir að 65 ára aldri er náð. Engu að síðu höfðu aðeins 58 ein- staklingar nýtt sér úrræðið til þessa, 45 karlar og 13 konur, að því er fram kemur í greinargerð. Hálfur lífeyrir tekjutengdur Með frumvarpinu er lagt til að hálfur lífeyrir verði tekjutengdur þannig að allar tekjur umfram 325.000 kr. frítekjumark á mánuði skerði greiðslur lífeyrisins um 45% þar til þær falla niður þegar tekjur lífeyrisþega verða 600.672 kr. á mánuði. Þá er lagt til að sett sé sem skilyrði fyrir greiðslu hálfs líf- eyris að viðkomandi sé enn á vinnumarkaði í að hámarki 50% starfshlutfalli. Engin slík skilyrði eru í núgildandi lögum. Hefur það verið talið í andstöðu við megin- markmið laganna að einstaklingar, sem eiga ekki rétt á lífeyri frá al- mannatryggingum vegna tekju- tengingar bótanna, geti engu að síður fengið greiddan hálfan lífeyri þar sem taka hans sé með öllu óháð öðrum tekjum lífeyrisþega. Þeim sjónarmiðum var komið á framfæri við velferðarnefndina að heimildir Tryggingastofnunar til eftirfylgni væru óskýrar og því gæti orðið erfitt að fylgjast með starfshlutfalli einstaklinga. Þá væri óskýrt hvernig eftirliti yrði háttað. Meirihluti nefndarinnar áréttar að í lögum um almannatryggingar séu ákvæði sem tryggja heimildir stofnunarinnar til eftirfylgni og til að fá nauðsynlegar upplýsingar til að leggja mat á starfshlutfall. Í umsögn Tryggingastofnunar við frumvarpið kemur fram að gera megi ráð fyrir fjölgun fyrirspurna varðandi hálfan ellilífeyri og að fleiri muni nýta sér úrræðið eftir lagabreytinguna. Það mun hafa þau áhrif hjá Tryggingastofnun að meiri mannafla þarf í svörun fyr- irspurna, afgreiðslu umsókna og tekjueftirlit. Auk þess þurfi að breyta tölvukerfum. Nauðsynlegt sé að hafa sérstakt tekjueftirlit inn- an ársins þar sem sannreynt er hvort viðkomandi sé í hálfu starfi. Það kalli á aukna vinnu hjá sér- fræðingum og keyrslur í tölvukerf- um stofnunarinnar. Árlegur viðbót- arkostnaður er talinn vera 18 milljónir króna auk þess sem kostnaður við að uppfæra tölvu- kerfi stofnunarinnar er áætlaður fimm milljónir. Reglum um töku á hálfum lífeyri breytt Morgunblaðið/Ómar Réttindi Þrátt fyrir að lögin um greiðslu á hálfum lífeyri hafi tekið gildi árið 2018 hafa fáir einstaklingar nýtt úrræðið. Til stendur að fjölga þeim. Með töku hálfs lífeyris sam- hliða hlutastarfi er fólki sem er 65 ára og eldra gefinn kostur á að draga úr því tekjufalli sem getur orðið við það að fara úr 100% starfi og hefja töku fulls ellilífeyris við starfslok. Með minnkuðu starfshlutfalli sam- hliða töku hálfs lífeyris úr líf- eyrissjóði og almannatrygg- ingum gefst einstaklingum kostur á að viðhalda tengslum sínum við vinnumarkaðinn og auka þannig réttindi sín í at- vinnutengda lífeyrissjóðakerf- inu ásamt því að safna frekari lífeyrisréttindum með frestun á töku þess hluta lífeyris sem ekki er nýttur. Aðstæður fólks geti verið mjög mismunandi að þessu leyti en í úrræðinu felist valkostur sem ætla megi að geti fallið vel að aðstæðum fólks sem vill draga úr vinnu á efri árum en nýta áfram starfs- getu sína. Áfram tengd vinnumarkaði VALKOSTUR LÍFEYRISÞEGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.