Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali 45cm boltar Flo tra arBolt Kútar Vatnsbyssur oo oo ttir á Y H Fötur Kynntu þér málið og pantaðu á vefverslun okkar www.danco.is Sápukúlur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is samlegt ka nýmalað, engin h lki. á y – Svo virðist sem á Al- þingi ríki misskiln- ingur um hver staðan er á umsókn Íslands um aðild að Evrópu- sambandinu. Sam- kvæmt skýrslu utan- ríkisráðuneytisins um EES-samninginn kunngerði ríkisstjórn ESB að gert hefði ver- ið hlé á aðildar- viðræðum Íslands við Evrópusam- bandið árið 2015 og þeim hefði því ekki verið hætt. Það leikur því enginn vafi á um að um- sóknin hefur ekki verið dregin til baka heldur liggur hún nú í dvala og getur ríkisstjórnin því tekið upp þráðinn hve- nær sem henni sýnist svo án aðkomu Alþingis. Hvað veldur mis- skilningnum? Í rauninni liggur hundurinn grafinn í því hvernig hug- takið „umsóknarríki“ þýðist yfir á ensku. Það hefur nefnilega tvær merkingar á því máli og innan Evr- ópusambandsins hafa þær merkingar hvor sína stöðu í umsóknarferlinu en ekki er gerður greinarmunur á þessu tvennu upp á íslensku. Fyrri merk- ingin, „applicant country“, er sú staða sem öll lönd fá þegar þau sækja fyrst um aðild. Komist landið hins vegar á það stig að aðildarumsóknin sé sam- þykkt og aðlögunarferlið byrjar, þ.e. þriðja stig, breytist staðan í „candi- date country“. Vandinn er hins vegar sá að fyrir báðar þessar stöður notum við Íslendingar hugtakið „umsókn- arríki“. Sökum þessa þarf að leita í enska textann í bréfi fyrrverandi ut- anríkisráðherra til að átta sig á því hvað það var sem í raun var dregið til baka. Í bréfinu sem hann sendi til Evr- ópusambandsins kemur fram eftirfar- andi texti: „In lightof the above it remains the firm position of the Go- vernment that Iceland shouldnot be regarded asa candidate countryfor EU membership and considers it app- ropriate that the EU adjust its work- ing procedures accordingly.“ Í stuttu máli óskar þáverandi ríkisstjórn hér eftir því að ekki sé lengur litið á Ísland sem umsóknarríki í þriðja þrepi en gleymst hefur að biðja einnig um að landið sé fjarlægt sem umsóknarríki í fyrsta þrepi. Í stað þess að umsóknin hafi því verið dregin til baka hefur um- sóknarferlið eingöngu færst aftur um tvö þrep og situr Ísland nú enn þann dag í dag í fyrsta þrepi með opna um- sókn. Getum við treyst á þjóðaratkvæði? Það er ekki undarlegt að þessi mis- skilningur geti átt sér stað þegar tungumálið hefur ekki þann orðaforða sem þarf til að skilgreina mismunandi hugtök innan regluverks Evrópusam- bandsins. Það er þó ekki hægt að líta framhjá því að hættan á sam- bandsaðild er enn fyrir hendi og er hún nær en flestir Íslendingar myndu vilja óska sér. Þetta þýðir í raun að vilji einhver ríkisstjórn framtíðarinnar halda áfram með viðræðurnar þarf hún ekki að leggja þá ósk fyrir Alþingi heldur getur hún einfaldlega tekið upp þráðinn við Evrópusambandið á ný. Þetta er þó ekki það eina sem veld- ur mér áhyggjum hvað Evrópusam- bandið varðar en lengi hefur verið á reiki hvort sambandið geri þá kröfu að þær þjóðir sem sæki um aðild þurfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu áður en aðildin er samþykkt. Því miður er ekkert innan regluverks ESB sem gerir þessa kröfu og er það því rík- isstjórn hvers lands í sjálfsvald sett hvort hún spyr þjóðina sína eða ekki. Við sitjum því í dag uppi með opna umsókn og ekkert öryggisnet í formi þjóðaratkvæðagreiðslu ef rík- isstjórnin ákveður að setja umsókn- arferlið af stað á ný. Kjósum rétt Í ljósi þessa verður forsetinn al- gjört lykilatriði því hann er sá eini sem getur varið þjóðina ef svo illa vill til að ríkisstjórnin ætli sér ekki að ráðfæra sig við hana heldur keyra á fullri ferð inn í Evrópusambandið. Hann getur nefnilega enn nýtt mál- skotsréttinn og vísað lagasetningum um inngöngu í ESB til þjóðarinnar. Það er því nauðsynlegt að hafa for- seta sem við getum verið fullviss um að muni verja okkar hag ef upp kem- ur sú ögurstund. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, er að mínu mati ekki sá ör- yggisventill sem ég tel okkur þurfa á Bessastöðum. Ástæðan fyrir þessu er að hann hvatti hvorki ríkisstjórnina til að spyrja þjóðina álits í orku- pakkamálinu né hafði hann áhuga á að setja orkupakkann í þjóðar- atkvæðagreiðslu og á ég hér við lögin sem honum fylgdu en ekki þings- ályktunina sem tíðrætt er um. Þetta veldur því að ég treysti sitjandi for- seta ekki til að standa með hags- munum þjóðarinnar og því tel ég nauðsynlegt að skipta um í brúnni. Það er ekki nóg fyrir mig að forset- inn sé skemmtilegur og duglegur að fletta upp í gömlum vísum. Það dugar mér heldur ekki að hann hafi fjöl- miðlana með sér í liði og þeir veki at- hygli á hverri einustu smávægilegu aðgerð sem hann framkvæmir, hvort sem hann fær sér pylsu eða mætir í barnaafmæli. Ég þarf forseta sem þorir að segja stopp ef ríkisstjórnin fer fram úr sér og virðir ekki vilja kjósenda. Ég þarf mann sem ég get treyst. Ég þarf forseta sem mun nýta málskotsréttinn og þess vegna ætla ég að kjósa Guðmund Franklín. Ég er sannfærð um að hann muni berja í borðið ef til þess kemur og verja mína hagsmuni með kjafti og klóm. Eftir Hildi Sif Thorarensen Hildur Sif Thorarensen »Umsókn Íslands um aðild að Evrópusam- bandinu er enn opin og óski ríkisstjórnin þess að hefja viðræður á ný þarf hún ekki að leggja það fyrir Alþingi. Höfundur er verkfræðingur. hildursifgreinar@gmail.com Hættulegur misskilningur Þau sem hafa setið á dánarbeði náins vinar eða aðstandanda kunna að hafa upplifað að sá deyjandi flakki fram og til baka í tíma og rúmi. Vakni og seg- ist hafa verið í sveit- inni. Tali um sveitina sína þar sem hann lék sér við hundinn, eins og hann væri nýkom- inn þaðan. Þó bærinn sé löngu kom- inn í eyði. Það er ekki óalgengt að aðstandendum finnist þetta óþægi- legt og túlki þetta sem rugl. Að það sé „aðeins farið að slá út í fyrir“ mömmu, eða jafnvel að hún sé orðin „snarrugluð“. En þetta á sér eðlileg- ar skýringar. Fólk á lokametrum lífsins sefur mikið og mókir. Draum- arnir verða samtvinnaðir raunveru- leikanum. Draumar eru jafn veru- legir og raunveruleikinn þegar okkur dreymir. Þegar þessir tveir veruleikar renna saman verður til nýr veruleiki, draumveruleikinn. Það hefur ekkert upp á sig að vera sífellt að reyna að leiðrétta fólk við slíkar aðstæður. Betra að slá á létt- ari strengi og spyrja frétta úr sveit- inni. Það getur þó gerst að draum- arnir verði óþægilegir, jafnvel slæmir. Þá er gott að strjúka viðkomandi hlý- lega og segja: „Þetta var bara draumur, þú ert hér á spítalanum og ég er hér hjá þér.“ Oft áttar sá deyjandi sig og draumurinn hverfur. Flest okkar muna ekki drauma, við mun- um að okkur dreymdi, en það er oft býsna erf- itt að muna hvað það var. Þeir sem liggja fyr- ir dauðanum sofa og móka stóran hluta sólarhringsins. Þegar þú situr við dánarbeð verður þú hluti af draumveruleika þess sem er að deyja. Það getur verið erfitt, en einnig gefandi. Þetta er full- komlega eðlilegt ástand. Draumveruleiki á dánarbeði Eftir Ásgeir R. Helgason Ásgeir R Helgason »Draumar eru jafn verulegir og raun- veruleikinn og þegar þessir tveir veruleikar renna saman verður til nýr veruleiki, draum- veruleikinn. Höfundur er dósent í sálfræði og sér- fræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.