Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. Samkvæmt rannsóknum eru að minnstakosti 4% þeirra sem dæmdir eru til dauðaí Bandaríkjunum saklausir menn. Hlutfallþeirra mála sem byggja á veikum grunni eða þar sem vafi liggur á sakhæfi vegna geðrask- ana og þroskaskerðinga er jafnvel hærra. Fjórir af hundrað eru kannski ekki margir en það eru samt viðbjóðslega margir þegar eins alvarlegt mál og að svipta menn lífi er annars vegar. Bandaríkin eru ein fárra þróaðra ríkja sem enn nota dauðarefs- ingu; hún hefur verið afnumin í gervallri Evrópu, Kanada og flestum löndum Suður-Ameríku. Einu löndin sem tilheyra hinum svokallaða fyrsta heimi og enn dæma fólk til dauða eru Bandaríkin, Japan, Suður-Kórea og Taívan. Manni er nánast ofviða að reyna að skilja eða viðurkenna þær röksemdir sem réttlæta það að taka fólk af lífi. Að þetta sé enn gert í Bandaríkjunum og að þar séu allt að 60% lands- manna fylgjandi dauðarefsingum virðist handan skilnings. Just Mercy er sannsöguleg kvikmynd sem bygg- ir á endurminningum lögmannsins Bryan Steven- son. Myndin hefst undir lok níunda áratugarins þegar Stevenson, nýútskrifaður úr lögfræði frá Harvard, ákveður að flytja til Alabama til að reka mál fyrir fanga á dauðadeild. Fjölskyldu hans líst ekki vel á þetta plan, annars vegar af því að verj- endur þeirra sem eru sakaðir um alvarlega glæpi eru sjaldnast vinsælir og hins vegar af því að Ala- bama-ríki er annálað fyrir kynþáttahyggju. Ekkert fær haggað áætlunum þessa unga hugsjónamanns, sem hefur einsett sér að vera rödd hinna radd- lausu. Í Alabama er og var hæsta hlutfall dauðadóma í Bandaríkjunum. Þetta er m.a. vegna þess að Ala- bama leyfði dómurum að breyta úrskurði kvið- dóms, þannig að ef kviðdómur fór fram á lífstíðar- fangelsi gat dómari breytt því í dauðadóm. Þetta ákvæði var fellt úr gildi fyrir þremur árum. Stevenson kynnist ýmsum föngum þegar hann kemur til Alabama, þ. á m. fyrrverandi hermann- inum Herbert, sem er alvarlega geðveikur og framdi morð af gáleysi þegar hann var í geðrofi. Það er augljóst að Herbert er maður sem þarf læknisaðstoð og Bryan þykir sýnt að málsmeðferð hans hafi verið ósanngjörn og verjendur Herberts aldrei staðið sig sem skyldi. Það er hins vegar mál eins manns, Johnny D, sem vekur sérstaka athygli Bryans. Það var ein- mitt eitt þeirra mála þar sem kviðdómur mælti með lífstíðardómi en dómarinn ákvað að dæma hann frekar til dauða. Johnny D var dæmdur fyrir að myrða unga hvíta konu. Glæpurinn, sem fór fram um hábjartan dag í fatahreinsun, þótti einstaklega hryllilegur og skók samfélagið. Bryan þarf ekki að liggja lengi yfir dómsskjölunum til að sjá að málið stendur á algjörum brauðfótum. Það eru engin sönnunargögn í málinu önnur en vitnisburður tveggja hvítra manna og vitnisburður þeirra er af- ar vafasamur. Johnny D hafði enga tengingu við konuna og enga ástæðu til að drepa hana og í ofan- álag var hann með fjarvistarsönnun sem meira en tuttugu einstaklingar gátu staðfest. Þessir ein- staklingar eru að vísu allir svartir og af einhverjum ástæðum þótti engin ástæða til að taka orð þeirra trúanleg. Ljóst er að Johnny D er fórnarlamb ras- isma og lögregluofbeldis í ríki þar sem svartir menn eru „sekir frá því augnabliki sem þeir koma í heiminn“, eins og Johnny kemst að orði. Myndin er virkilega vel gerð, með góðu handriti og klippingu tekst að halda uppi góðri spennu út í gegn án þess að myndin verði nokkurn tímann að spennumynd. Kvikmyndatakan er nokkuð hlutlaus en tekst á flug á köflum, eins og í atriði þar sem Bryan þarf að fara í gegnum neyðarlega líkamsleit. Þar er ekkert sagt en heilmiklu miðlað gegnum innrömmun og klippingu. Michael B. Jordan er góður í hlutverki Bryans en það er þó Jamie Foxx sem stelur senunni í hlutverki Johnny D. Foxx er frámunalega góður í þessari mynd og enginn vafi á að þetta er ein besta frammistaða hans á ferlinum. Vissulega er þetta ekki í fysta sinn sem maður sér sögu af þessu tagi á hvíta tjaldinu. Raunar er mikil áhersla lögð á textatengsl við To Kill a Mock- ingbird eftir Harper Lee, en það vill svo til að myndin gerist í sama bæ og skáldsagan fræga. Skáldsagan fjallar um lögmanninn Atticus Finch sem gerist verjandi fyrir svartan mann sem bornar eru á rangar sakir. Hvítir heimamenn þreytast ekki á að minna Bryan á að hann sé staddur í heimabæ Harper Lee og spyrja hvort hann sé ekki örugglega búinn að fara á To Kill a Mockingbird- safnið til að minnast hins merka mannréttinda- frömuðar Atticus Finch. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu hræsni hvítu heimamannanna, sem geta ekki viðurkennt að kynþáttahyggja á borð við þá sem fjallað er um í skáldsögunni er algjörlega enn við lýði. Því verður seint sagt að Just Mercy sé frumleg mynd, hér er ekkert mikið verið að bregða út af frásagnarhefðinni um ranglega dæmdan mann. Það breytir því ekki að sagan er sönn og það er allt- af áríðandi og mikilvægt segja sögur eins og þær sem birtast í myndinni. Kjörorð Equal Justice Initiative, góðgerðar- samtaka sem Bryan Stevenson stofnaði, eru að hver manneskja sé meira en það versta sem hún hefur gert og því sé alltaf óverjandi að taka fólk af lífi. Þessu má vera sammála og mæla með Just Mercy sem er áhrifamikil og haganlega gerð bíó- mynd. Þessi rýnir játar að hafa fellt nokkur tár. Fæddur sekur Senuþjófur Jordan er góður í hlutverki Bryans en Foxx stelur senunni í hlutverki Johnny D. Sambíóin Álfabakka Just Mercy bbbbn Leikstjórn: Destin Daniel Cretton. Handrit: Destin Daniel Cretton og Andrew Lanham. Kvikmyndataka: Brett Pawlak. Klipping: Nat Sanders. Aðalhlutverk: Michael B. Jordan, Jaime Foxx, Brie Lar- son, Rob Morgan, Tim Blake Nelson, Rafe Spall. 136 mín. Bandaríkin, 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Þjóðleikhúsið auglýsti eftir leikritum fyrir börn í lok febr- úar og bárust hvorki meira né minna en 150 umsóknir. Leik- húsið festi sér tvö verk, annars vegar leikrit eft- ir nýjan höfund, Gunnar Eiríks- son, sem sýnt verður strax á næsta leikári, og hins vegar verk eftir Kristínu Rögnu Gunn- arsdóttur sem verður þróað áfram innan leikhússins, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Nokkur fleiri leikverk voru valin til nánari skoðunar og þróunar innan leik- hússins, segir þar. „Okkur þykir einstaklega vænt um þessi góðu viðbrögð við auglýsingu leikhúss- ins eftir barnaleikritum,“ er haft eftir Magnúsi Geir Þórðarsyni þjóðleikhússtjóra en fjögurra manna nefnd, skipuð dramatúrg- um og forstöðumanni barna- og fræðslustarfs leikhússins, las verk- in og leikhússtjóri tók einnig þátt í valinu. Þjóðleikhúsið mun sviðsetja strax á næsta leikári leikritið Kaf- bát eftir Gunnar og er það hans fyrsta leikrit en hann hefur starf- að sem leikari í leikhúsi, kvik- myndum og sjónvarpi í Noregi á liðnum árum, auk þess að hafa samið tónlist fyrir leikhús. Sögu- svið verksins er kafbátur og það mjög óvenjulegur en um borð eru stúlka og faðir hennar. Hugmynd Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur að fjölskyldusöngleik byggðum á sagnaheimi hennar um Úlf og Eddu þótti hrífandi og verður hann þróaður fyrir stóra sviðið. Í bókum sínum um stjúpsystkinin Úlf og Eddu nálgast Kristín menn- ingararfinn á nýstárlegan og skemmtilegan hátt, segir í tilkynn- ingunni og segir Magnús verkið sem hún vilji þróa upp úr þeim ævintýraheimi sérlega spennandi. Tvö verk valin úr 150 umsóknum Kristín Ragna Gunnarsdóttir Gunnar Eiríksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.