Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Þessa dagana snúast flest- ar íþróttafréttir um hvenær keppni geti hafist á ný í hinni og þessari íþróttagreininni eftir að kórónuveiran er farin að lina tök sín á daglegu lífi fólks. Ástandið er mismunandi eft- ir löndum og aðferðafræðin er ólík eftir því. Englendingar eru t.d. í miklu basli með að koma fótboltanum aftur af stað hjá sér og horfa öfundaraugum til Þjóðverja sem eru komnir í gang. Eitt er það sem vekur athygli í öllu þessu og það er að alls staðar snýst þetta um að koma stærstu deildum karlafótboltans í gang. Kvennadeildirnar koma svo einhvers staðar í kjölfarið eða þá að keppni í þeim er af- lýst. Hvers vegna? Jú, þar eru miklu minni peningar í húfi. Mér sýnist Ísland vera eina landið þar sem konur og karlar fara af stað á sama tíma hvað fótboltann varðar. Hér verður fyrstu umferðinni í úrvalsdeild kvenna lokið áður en flautað verður til fyrsta karlaleiksins. Enda standa konur í fótbolta og flestum öðrum íþróttum bet- ur að vígi hérlendis en víðast hvar annars staðar, hvað varðar umgjörð, umfjöllun og almennt viðhorf. Ummæli „sérfræðings“ í hlað- varpsþætti í vikunni um að ís- lensk landsliðskona sem samdi við íslenskt félag á dögunum fengi meira borgað en leikmenn í kvennafótbolta ættu að fá voru í besta falli kjánaleg. Þau hljóma eins og aftan úr grárri forn- eskju, enda þótt ótrúlega margir virðist enn fastir í gömlum kreddum á þessu sviði. Ef íslenskt íþróttafélag er tilbúið til að greiða konu hærri laun fyrir að spila fótbolta en karlmanni þá er það einfaldlega enn eitt skrefið í rétta átt. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hann sendi nafnlausa könnun til for- ráðamanna liða í úrvalsdeildinni sem sneri að launakostnaði félaganna en fékk dræmar undirtektir. „Það kom mér á óvart hvað menn eru feimnir við peninga í körfubolt- anum. Ég sendi órekjanlega könnun á fimmtán forráðamenn liða í úrvals- deildunum og ég gat varla notað niðurstöðurnar sem ég fékk til baka því þær voru svo vitlausar. Þegar þú ert með einn erlendan leikmann, ut- an EES-svæðisins eins og öll liðin eru með, þarf sá leikmaður að fá at- vinnuleyfi á Íslandi. Til þess að það gangi upp þarf að borga viðkomandi lágmarkslaun. Þú færð ekki atvinnuleyfi fyrir fólk sem er að fara að skúra gólfið í Hagkaup, þú þarft sérstakt atvinnu- leyfi fyrir fólk sem kemur hingað til lands til þess að stunda íþróttir. Launin þurfa að vera yfir 300.000 krónur í samningi milli atvinnurek- anda og launþega og þessu þarf að skila inn til Vinnumálastofnunar. Þegar fólk segir að launakostnaður sé í kringum núll til eina milljón króna hjá sínu liði yfir tímabilið gengur það einfaldlega ekki upp. Meðalrekstur deildanna kvenna- megin er í kringum 13 milljónir og 35 milljónir karlamegin og tölurnar sem ég fékk frá til baka félögunum stóðust þess vegna engan veginn.“ Girðingar úti um allt Grímur leggur til að farið verði í ákveðið átak til þess að sporna við þessari þróun og bendir á að í lönd- unum í kringum okkur sé ýmislegt gert til þess að skikka liðin til að vera með uppalda leikmenn bæði í hópi og inni á vellinum. Þá er hann ósáttur við þá þróun að kvennalið hér á landi séu lögð niður í tíma og ótíma þegar í harðbakkann slær. „Tillögurnar eru á einhvern hátt skoðanir mínar út frá reynslu en þær eru líka byggðar á því sem er gert í löndunum í kringum okkur. Það eru ákveðnar girðingar úti um allt og sem dæmi þurfa víða í deild- unum í Evrópu að vera alltaf sex uppaldir leikmenn í hverju einasta liði. Uppaldir leikmenn teljast vera þeir sem hafa spilað körfubolta inn- an viðkomandi sambands frá 12 til 20 ára aldurs. Önnur lönd eru síðan með enn frekari girðingar. Í Pól- landi má þannig vera með þrjá er- lenda leikmenn inni á vellinum í einu og í Ísrael er leyfilegt að vera með tvo erlenda leikmenn inni á í einu. Ég tel að við verðum að gera þetta líka, en horfa síðan til svokallaðra kaldra svæða og gera þar sérreglur. Leyfa þessum svæðum að vera með t.d. þrjá erlenda leikmenn. Það er staðreynd að á Ísafirði, Stykkis- hólmi, Egilsstöðum og Höfn getur verið erfiðara að manna lið en hér á suðvesturhorninu.“ Allt annar leikur Þá er Grímur ósáttur við þá þróun að kvennalið hér á landi séu lögð nið- ur í tíma og ótíma þegar í harðbakk- ann slær. „Það hefur verið hægt að leggja niður lið hér á landi of auðveldlega að mínu mati, eins og kvennalið Stjörnunnar og Þórs á Akureyri gerðu fyrir stuttu. KR fór þá leið að senda liðið í fyrstu deild árið 2015. Hjá Stjörnunni átti að fara í upp- byggingu eins og það er kallað og veðja á uppaldar stúlkur, sem var svo bara hætt við á miðri leið, og töluverð losung virðist vera á liðinu í dag. Nú heyrast sögur um að aftur eigi að fara í þessa uppbyggingu í Vesturbænum. Það er endalaust verið að fara í eitthvert uppbygging- arstarf kvennamegin en aldrei karlamegin því þar virðist vera allt annar leikur í gangi, sem er ekki gott. Ég er ekki að ásaka neinn en fólk þarf að setjast niður, reyna að bregðast við því sem er að gerast, og hvernig við getum haldið stelpum lengur í körfubolta sem dæmi. Við þurfum að hugsa áður en við fram- kvæmum. Kvennalið Stjörnunnar sem stóð sig gríðarlega vel í nokkur ár var skyndilega dregið úr úrvals- deild í júní á síðasta ári. Þá voru enn fjórir mánuðir í mót. Síðan var tekin ákvörðun í ágúst um að draga liðið alfarið úr keppni og leggja meist- araflokkinn niður. Var allt gert til að halda liðinu í úrvalsdeild? Það virðist því miður ekki hafa verið þannig. Mitt mat er að það halli verulega á konur í íþróttum og ekki sé unnið í anda jafnréttisstefnu ÍSÍ, KKÍ og félaganna sem eiga í hlut, auk sveit- arfélaganna sem styrkja mörg þess- ara liða. Ég tala hér ekki sem Vals- ari heldur fyrst og fremst sem áhugamaður um jafnrétti í íþróttum og að kvennakarfan sérstaklega verði öflugri,“ sagði Grímur Atlason í samtali við Morgunblaðið. Fækkunin kom á óvart  Grímur Atlason rannsakaði áhrif þess að 4+1 reglan í körfuboltanum var af- numin  Íslendingum fækkaði mikið  Kvennalið lögð niður eftir hentugleikum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Erlendir Nikolas Tomsick, Sinisa Bilic og Urald King eigast við í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í viðureign Stjörnunnar og Tindastóls síðasta vetur. Íslendingar í efstu deildum karla og kvenna eru mun færri en áður. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það er ekki boðlegt að félög geti lagt niður kvennalið sín þegar þeim hentar,“ segir Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiks- deildar Vals, en lokaritgerð Gríms í MBA-námi hans við Háskóla Íslands fjallaði um afnám „4+1 reglunnar“ í körfuboltanum hér á landi og áhrif hennar á íþróttina. Í nóvember 2017 sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, íslenska rík- inu ályktun þess efnis að „4+1 regl- an“, sem sneri að fjölda útlendinga í liðum hér á landi, bryti á EES- samningnum og að evrópskir leik- menn ættu að fá að starfa við sömu skilyrði hér á landi og íslenskir leik- menn. KKÍ, Körfuknattleikssamband Ís- lands, ákvað því að afnema regluna fyrir tímabilið 2018-19 og hefur það meðal annars haft þær afleiðingar í för með sér að bæði hefur íslenskum iðkendum fækkað og þá fá Íslend- ingar færri mínútur inni á vellinum en fyrir afnám reglunnar. Sankaði að sér gögnum „Þegar ég fór að leiða hugann að lokaverkefninu fór ég aðeins að taka saman heildarmínútur íslenskra leikmanna eftir að reglunum um er- lenda leikmenn í deildinni var breytt,“ sagði Grímur í samtali við Morgunblaðið, en hann hefur setið í stjórn hjá Val frá árinu 2010 og fylgst afar náið með körfuboltanum undanfarin ár. „Ég ákvað að skoða nokkra þætti innan liðanna, spilaðar mínútur, hvernig hóparnir voru samsettir, fjárhag liðanna og svo auðvitað kvennakörfuna og hvort þessar reglubreytingar hefðu meiri áhrif á konurnar en karlana. Ég sökkti mér svo bara í þetta og allur veturinn fór í að sanka að mér gögnum og skoða hlutina í samhengi við fyrri tíð og tíma. Ég gaf mér fyrir fram að mínútum íslenskra leikmanna í deildunum hefði fækkað en það kom mér á óvart hversu mikið þeim hefur fækk- að, sérstaklega í 1. deild karla sem dæmi. Það var búið að tala um það eftir reglubreytingarnar að kannski myndi þetta koma niður á leik- mönnum í efstu deild og þeir gætu þá bara farið í 1. deildina til þess að spila meira. Þar var hins vegar um 22% fækkun mínútna að ræða og svo hafa æfingahóparnir sjálfir einnig minnkað í öllum deildum en mest í 1. deild karla, þar sem fækkaði um 51 í deildinni.“ Ónothæfar niðurstöður Grímur fjallar um fjárhag ís- lensku liðanna í lokaverkefni sínu og telur hann að nær ómögulegt sé að nálgast upplýsingar um rekstur ein- staka deildar hvers íþróttafélags. Frederik Schram, einn af landsliðs- markvörðum Íslands í knattspyrnu undanfarin ár, hefur framlengt samning sinn við danska úrvals- deildarfélagið Lyngby til loka yfir- standandi tímabils. Þar sem keppni í dönsku úrvalsdeildinni, sem hefst á ný 29. maí, á að standa fram eftir júlímánuði var öllum leikmönnum deildarinnar sem voru að ljúka sín- um samningum boðin eins mánaðar framlenging. Lyngby mætir FCK í fyrsta leik eftir kórónuveiruhlé 1. júní. Lyngby er í áttunda sæti af fjórtán liðum. Landsliðsmark- vörður framlengir Morgunblaðið/Eggert Markvörður Frederik Schram verð- ur hjá Lyngby út leiktíðina. Franski knattspyrnumaðurinn N’Golo Kanté hefur bæst í hóp þeirra leikmanna sem treysta sér ekki til að mæta aftur til æfinga með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni af ótta við kórónuveiruna. Leik- menn Chelsea æfðu í gær, en Kanté var hvergi sjáanlegur. Kanté er af mörgum talinn einn besti miðjumað- ur heims og varð heimsmeistari með Frökkum á HM í Rússlandi 2018. Troy Deeney, fyrirliði Watford, neit- aði einnig að æfa með liði sínu í gær. Gert er ráð fyrir því að deildin fari af stað á nýjan leik í júní. Kanté hélt sig frá æfingasvæðinu AFP Chelsea Miðjumaðurinn N’Golo Kanté æfði ekki með Chelsea í gær. Forráðamenn ítalska knatt- spyrnu- sambandsins funduðu í gær með yfirmönnum ítölsku A- deildarinnar. Komust þeir að niðurstöðu um að klára yfirstand- andi tímabil í ítalska boltanum 20. ágúst næst- komandi og byrja næsta tímabil að- eins tólf dögum síðar. Var samþykkt að tímabilið í A-, B- og C-deild Ítalíu yrði leikið til loka og sömuleiðis ítalski bikarinn. Takist ekki að klára tímabilið munu úrslit deildanna ráð- ast með einhvers konar umspili. Deildarkeppnirnar á Ítalíu hafa enn ekki fengið grænt ljós frá yfirvöld- um, en endanlegt svar fæst væntan- lega á fundi 28. maí næstkomandi. Eru lið byrjuð að æfa saman og vilja þau byrja 13. júní. Emil Hall- freðsson leikur með Padova í C- deildinni, en hann hefur verið orð- aður við FH síðustu vikur. Þá leikur Sveinn Aron Guðjohnsen með Spezia í B-deildinni. Eru bæði lið í baráttu um að fara upp um deild. Vilja klára þrjár efstu deildirnar Emil Hallfreðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.