Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Laserlyfting Lyftir kjálkalínunni, augnsvæðinu og kinnunum Er ástand húðarinnar verra en aldurinn gefur til kynna? Þéttir slappa húð á andliti og hálsi Eyku kollagenframleiðslu Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég kom einu sinni inn á sýninguna allar þessar vikur meðan hún var lokuð. Ég fékk leyfi til að taka rykið af verkunum þegar byrjað var að hreinsa. Það var áhugavert að vera aftur ein með henni, eins og þegar ég setti hana upp, en nú í þessu furðuástandi.“ Myndlistarkonan Guðný Rósa Ingimarsdóttir er að tala um viða- mikla sýningu sína, some things …, sem var opnuð í menningarmiðstöð- inni ISELP í Brussel í janúar en Guðný hefur verið búsett og starfað þar í borg um langt árabil. Á sýningunni er fjöldi nýrra verka, sem sýnd eru bæði á veggjum og í sýningarkössum. Samhliða kom út vegleg bók, samnefnd sýningunni, en í henni eru yfir sjötíu verk Guð- nýjar Rósu frá síðasta áratug. Vel var staðið að sýningunni á alla vegu, til að mynda með metnaðarfullu fræðslustarfi fyrir jafnt grunnskóla- börn sem háskólanemendur, en til stóð að sýningunni lyki seint í mars. Áður en að því kom var hins vegar skellt í lás vegna kórónuveirufarald- ursins. Sýningin var opnuð að nýju nú á þriðjudag og hefur verið fram- lengd, lýkur 14. júní. Þrátt fyrir að Guðný Rósa hafi verið búsett í Belgíu síðasta aldar- fjórðung, þar sem hún vinnur með galleríi og sýnir oft, á eiginmann sem er líka myndlistarmaður og þrjú börn, sýnir hún líka reglulega hér heima. Til að mynda í Listasafni Ís- lands 2008, Hafnarborg í fyrra, og þá hefur hún sýnt í Hverfisgalleríi þar sem hún er einn listamanna hússins. En þegar spurt er hvort þessi sýning í ISELP sé ekki hennar viðamesta segir hún svo vera. „Og ég hef verið djúpt snortin yfir því hversu vel var tekið á móti mér og vel að öllu staðið,“ segir hún. „Sýningin var til að mynda kvik- mynduð með vönduðum hætti og miðlað þannig nú meðan var lokað, og þá hefur verið búið til afar vandað efni fyrir nemendur að vinna með í tengslum við sýninguna og verkin.“ Einstakur heimur verka Verk Guðnýjar Rósu eru hljóðlát og fínleg, íhugul og marglaga. Hún vinnur mikið með ýmiskonar pappír, sem er skorinn út, klipptur og saum- aður, þá koma orð og setningar við sögu, á ensku, frönsku og líka ís- lensku, og er iðulega leikið með merkinguna eins og á flöskunni sem í eru fífur og með ritvél hefur verið skrifað á miða sem á henni er: (m)einsemd. Hugmyndir um ein- semd og meinsemd togast þar á. Þá vinnur hún líka með hljóðverk. Í grein í bókinni nýju lýsir sýn- ingarstjórinn Catherine Henkinet heimsókn í vinnustofuna til Guð- nýjar Rósu, og segir verk hennar gerð úr þögn, stillingu og markvissri notkun efna og hugmynda. Vinnu- stofuna segir hún bæði vera rann- sóknarstofu og safn furðuhluta þar sem listakonan nýti sér hvaðeina sem hendi er næst: pappírsarkir, af- klippur úr eldri verkum, gamlar teikningar, smáglös sem hún hefur hirt, búta úr veggfóðri, minnismiða, minjagripi – alls kyns efnivið sem hún umbreyti á sinn hátt til að skapa einstakan heim verka. „Ég fékk að vera ein í sýningar- rýminu í þrjár, fjórar vikur um jólin og það var mjög mikilvægt,“ segir Guðný Rósa um gerð sýningarinnar. „Ég fór í raun með vinnuborðin mín þar inn og þar sem má sjá í sýn- ingarkössunum varð jafnvel til þar á staðnum eða tók breytingum. Þar eru til að mynda brot úr verkum sem má sjá í bókinni, einhver eldri verk sem hafa breyst í ferlinu – það er mikil endurvinnsla í þessu ferli. Og það var gott að geta komið þar inn með alls kyns efnivið úr vinustofunni að moða úr. Það eina sem ég vissi í byrjun þegar ég kom í salinn var að ég vildi hafa á endavegg rautt verk sem er þar, eins konar „fláða“ ljós- mynd sem er saumuð undir pappír. Annað vissi ég ekki fyrir en smám saman tók sýningin á sig mynd.“ Hún segir þessa rauðu mynd, sem í er fláð setningin „The self being re- cyclable“, vera dæmigerða fyrir það hvernig hún vinnur; ljósmyndina tók hún 1997, framkallaði hana 2001, „fláði“ hana svo fyrir sýningu í París 2010 og nú endar hún hér og búið að sauma pappír yfir hana. Nýir upphafspunktar Guðný Rósa segir sýningarsal ISELP alls ekki auðveldan viðfangs og hvað þá fyrir svo fínleg verk. Þetta er fyrrverandi verksmiðju- húsnæði, að hluta á tveimur hæðum, og stórir svartir stálbitar vitna um fyrri starfsemi. En jafnvægið og áhrifamikla heildina á sýningunni, sem hefur verið lofuð, segir hún án efa afrakstur þess að geta eytt svo löngum tíma ein þar við uppsetn- inguna. „Satt best að segja var ég upp- haflega hálfhrædd við þetta rými og ákvað að halda veggjum sem voru settir upp fyrir sýningu sem var þar á undan; það hentaði mér ekki að fara að skapa einhverja leikmynd. Á neðri hæðinni eru dyr í enda salarins og þar fyrir innan minni sal- ur þar sem ég hugðist hafa hljóð- verkið „Then fold bottom up“. En í hvert sinn sem ég opnaði dyrnar hvarf einhvern veginn þögnin sem ég naut að hafa í salnum. Ég endaði því með að hafa dyrnar bara lokaðar, lét smíða bekk sem fór í anddyri sal- arins við kaffistofuna og setti hljóð- verkið þar í heyrnartól. Dyrnar urðu að vera lokaðar svo ég gæti unnið.“ Þegar talað er um fínlega sam- stillingu verkanna, sem er svo áhugavert að rýna í, segir Guðný Rósa að sér þyki mikilvægt að gestir geti sjálfir uppgötvað heima og hug- myndir sem í þeim búa. Því hafi hún beðist undan því að vera með leið- sögn á sýningunni; sér finnist hún frekar draga úr upplifun annarra á verkunum en bæta við sé hún á staðnum. En hvað með hlutverk textabrotanna sem má svo víða sjá í verkunum? „Á vinnustofunni verður textinn til samhliða teikningu og sauma- skap,“ segir hún. „Ég get verið að teikna og stend svo upp og fer að skrifa í annað verk. Á vinnustofunni eru ein átta borð og ég dett inn í verk á einu og fer svo yfir á annað og held þar áfram, í einhverju flæði. Ég hef alltaf litið á textana, orðin, sem hluta af heildinni, ekki sem útskýr- ingar eða lykla. Ég tek til dæmis gamla texta og rugla í þeim. Þeir eru oft eins og einhver augnablik. En ég vinn úr allra handa efniviði – ég er gríðarlegur safnari og alltaf að endurvinna eitthvað í verkunum sem mér finnst áhugavert.“ Nú hefur Guðný Rósa verið lengi búsett í Brussel; er hún ekki orðin belgískur listamaður? „Nei!“ svarar hún og hlær. „Ég verð alltaf að hafa íslensku allt í kringum mig. Og ég á „ísbelgi“, segi ég um börnin mín. Ég starfa vissulega hér en er líka alltaf með hugann og annan fótinn heima. Ég hef svosem verið virkari hér í listinni, en ég er ánægð með að hafa getað sýnt reglulega heima.“ Síðan í mars hefur Guðný Rósa verið að mestu heima við með fjöl- skyldunni en skóli níu ára sonar hen- ar er enn lokaður. „En ég hlakka til að geta farið að vera meira á vinnu- stofunni aftur. Ég hef sýnt mikið undanfarið og sýningin í ISELP er eins konar lokapunktur á þeirri törn, en nú bíður mín ógrynni nýrra upp- hafspunkta,“ segir hún. Hljóðlát, fínleg og marglaga  Viðamesta sýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur aftur opin í ISELP-menningarstofnuninni í Brussel  Hefur verið djúpt snortin yfir móttökunum  Vann alein í sölunum í nokkrar vikur Morgunblaðið/Einar Falur Íhugul Guðný Rósa Ingimarsdóttir á sýningu sinni í Hverfisgalleríi. Ljósmyndir/Jules Toulet Markvisst Frá sýningu Guðnýjar Rósu í ISELP í Brussel, þar sem fjöldi verka er á veggjum og í sýningarkössum. Alls kyns Horft í einn sýningarkassann, en í þeim mætast allrahanda brot og verk sem Guðný Rósa raðar saman og lagði lokahönd á í salnum. Endurvinnsla Verk án titils frá 2011, úr glösum og þráðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.