Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Elsku Álfhildur mín. Við kynntust ’91, þegar ég og Óð- inn byrjuðum sam- an. Þú tókst mér strax opnum örmum og höfum við haldið sambandi síðan, þrátt fyrir sambandsslit okkar Óðins. Þú hefur verið mér góð tengda- mamma, vinkona og amma barnanna mína. Þú varst alltaf svo góð við börnin mín, bæði þau sem voru þér blóðtengd og þau sem voru það ekki. Ég á margar góðar minningar um þig og ætla ég að nefna nokkrar hér. Ég man hvað þú varst alltaf mikill dýravinur og þú þoldir ekki að vita til þess að illa væri farið með dýr. Þú áttir yndislegan hund, Tönju, og var hún alveg einstök. Daniel og Alice þótti svo vænt um hana og þau byrjuðu að kalla þig ömmu Tönju, til að greina á milli ammanna, og það nafn festist við þig eftir það. Þú varst alltaf kölluð „amma Tanja“ á okkar heimili. Ég man hvað þér fannst gam- an að segja sögur um líf þitt, börnin þín og barnabörnin. Þú varst svo stolt af þeim og þótt ég hef ekki hitt sum af barnabörnum þínum í mörg ár finnst mér eins ég þekki þau af því þú varst svo dugleg að segja frá þeim. Ég man hvað þú vildir alltaf öllum vel. Þú komst oft með heimabakað rúgbrauð til okkar, af því að þú vissir að Daniel þótti það svo gott. Ég man líka hvað þú varst Álfhildur Hjördís Jónsdóttir ✝ Álfhildur Hjör-dís Jónsdóttir var fædd 4. maí 1944. Hún lést 3. maí 2020. Útförin fór fram 13. maí 2020. fyndin. Einu sinni gafstu Alice ferðaklósett í sex ára afmælisgjöf. Alice var alveg dol- fallin yfir ferðakló- settinu ykkar og langaði hana í svona og það fékk hún auðvitað og svo hlóstu bara. Það var alltaf svo gaman að hitta þig í búðinni, þar var spjallað mikið og lengi, og ef strákarnir voru með mér spurðir þú alltaf: „Á ég ekki að kaupa eitthvað fyrir ykkur?“ Það fannst þeim alveg æðislegt. Ég man hvað þú varst oft hress. Þá var spilað á gítar og sungið. Ég man líka þegar Daniel átti að byrja hjá dagmömmu og að- lögunin gekk svo illa, hann bara grét og grét. Þá ákvaðst þú bara að gerast dagmamma og passaðir hann eftir það og þá grét minn ekki lengur. Ég man þegar Alice átti mjög erfitt tímabil og fór lengi ekki út úr húsi. Þá datt þér það ráð í hug að biðja hana að koma og hjálpa afa á Salthúsinu. Það var það sem kom henni út úr húsi og fékk hún síðan vinnu hjá ykkur á Salthús- inu og blómstraði eftir það. Ég man hvað þú varst hrædd þegar þú greindist með krabba- mein. Ég fann svo til með þér. Þú varst samt svo dugleg og jákvæð og þér fannst gott að hafa Mar- gréti þér við hlið. Ég man eftir síðasta símtalinu okkar. Ég ákvað að hringja í þig, þar sem það var ekki lengur hægt að heimsækja þig út af Covid- ástandinu. Við töluðum lengi um hitt og þetta og þegar við vorum að kveðja segir þú: „Rúna, mér þyk- ir vænt um þig.“ Þetta voru síð- ustu orðin okkar á milli og er ég rosalega þakklát fyrir það. Ég hefði ekki viljað hafa það öðru- vísi. Elsku Álfhildur mín. Takk fyr- ir allt. Elsku Láki, Helena, Björgvin, Einar, Linda, Margrét og barna- börn, ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Runa Szmiedówicz. Yndislega amma mín. Ég á eft- ir að sakna þess svo mikið að fara til þín í heimsókn og spjalla tím- unum saman, hlæja og hlusta á alla viskuna sem þú geymdir. Ég er mjög heppin að hafa fengið að hafa þig sem ömmu mína í öll þessi ár og að hafa feng- ið að kynnast þér vel sem vin- konu líka. Það sem ég hugsa um þegar ég hugsa um þig er hvað þú varst góð, hugrökk, fyndin, sterk og með mikla réttlætiskennd. Ég hef aldrei fundið fyrir neinu öðru en ást og kærleika frá þér og þú varst mikill stuðningsmaður minn og alltaf svo stolt af mér. Ég er líka svo stolt af þér og stolt að vera barnabarnið þitt. Þú elskaðir að segja sögur af þér og þínu lífi. Það gleður mig að hafa þessar sögur og að geta minnst á þig og hlegið að þeim eins og við gerðum alltaf. Þú elsk- aðir afa svo mikið, talaðir alltaf svo fallega um hann, elskaðir öll börnin þín svo mikið og elskaðir að segja mér sögur æur æsku þeirra. Það eru fáar ömmur jafngóðar ömmur og langömmur og þú. Þú helst alltaf miklu sambandi við barnabörnin þín og það gleður mig að Eva hafi líka fengið að kynnast þér og ég mun alltaf halda minningu þinni á lífi. Þú tókst mömmu minni alltaf sem fjölskyldu þrátt fyrir að þau pabbi hefðu hætt saman áður en ég fæddist. Ég tók ekki eftir því fyrr en á fullorðinsárum hversu einstakt samband ykkar var og að þú tókst bræðrum mínum eins og þínum eigin börnum og gerðir aldrei upp á milli, það var alltaf nóg pláss fyrir alla í hjarta þínu og elskaðir alla. Þú varst svo einstök mann- eskja og ég elska þig svo mikið. Í hvert skipti sem ég talaði við þig leið mér betur en áður. Ég er þakklát fyrir öll samtölin okkar og öll knúsin og kossana. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona snemma og fljótt en ég veit í hjarta mínu að þú ert hjá mér enn þá og passar vel upp á mig. Takk fyrir að hafa verið stór hluti af lífi mínu, fyrir að taka mér alltaf opnum örmum, fyrir að hjálpa mér á marga vegu og fyrir að sýna mér með þínu fordæmi hvernig manneskja ég vil vera. Ég elska þig alltaf, elsku amma Tanja mín, og mun sakna þín að eilífu. Alice Marý Hólm. Til ömmu Tönju. Nótt og dag ég hugsa til þín. Þú barst mig undir verndarvænginn, mögnuð kona, mamma og amma mín, komin loks í draumaheiminn. Ég ætla aldrei að gleyma þér. Þú ert mér allt og gafst mér allt og þegar minningin fer þá er ég komin til þín þúsundfalt. Þú ert fyrirmyndin í lífi mínu, ólst mig upp, kenndir mér að lifa, sýndir mér umhyggju og ást, ég vildi að ég gæti knúsað þig einu sinni enn, þú hjálpaðir mér að kynnast fjölskyldu minni og sagðir mér sögur um ættingja mína, það var svo gott að hlusta á þig. Þú varst góð við alla í kringum þig og varst svo sannarlega búin að finna tilgang lífsins áður en þú fórst. Gefa af sér skilyrðislaust, brosa og hafa gaman af sjálfum sér. Ég mun halda í minninguna um þig og mun aldrei gleyma þér. Dreymi þig vel, ég mun gera þig stolta á meðan. Mín síðasta kveðja til þín. Barnabarnið þitt, Daníel Víðar Hólm. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt (Ingibjörg Haraldsdóttir) Á sorgarstundu minnumst við okkar góða vinar, Magnúsar Sig- urðssonar. Við fengum á páskadagsmorg- un fregnir af andláti hans, ótíma- bæru en ekki alveg óvæntu, eftir erfiðar vikur í aðdraganda þessa sára missis. Leiðir okkar hafa legið saman um langa hríð. Maggi og Brynja voru boðuð í lítið þorrablót sem stóð fyrir dyrum hjá Guðmundi og Stínu í janúar 1988. Auk þeirra var boðið Hvítsíðingnum Sigurði, Jóhönnu konu hans og Grími, fyrrum vinnumanni á Kolsstöðum. Seinna bættist Valgerður hans í hópinn. Sumir þekktust betur en aðrir í þessum hópi en eftir þetta kvöld varð ekki aftur snúið, Þorra- blótsfélagið varð til. Án þess að til þess væri sér- staklega stofnað urðu Maggi og hans sterku skoðanir ómeðvitað Magnús Sigurðsson ✝ Magnús Sig-urðsson fædd- ist 15. júlí 1959. Hann lést 12. apríl 2020. Útför Magnúsar hefur farið fram. gott mótvægi við fremur fornan al- þýðusmekk hvíts- íðska karlpeningsins í hópnum. Maggi var víðles- inn, kynnti okkur það sem á náttborði hans hafði legið, gjarnan verk yngri skálda. Hafði hann þann- ig drjúg áhrif á það hvað heillaði okkur hin í nálægum bókahillum. Margt höfum við brallað saman í áranna rás. Auk árlegra þorra- blóta voru sumarferðir farnar. Áföngum í lífi barna okkar var iðu- lega fagnað saman og jafnvel kosninganætur urðu tilefni vina- funda. Í pólítík var ekki komið að tóm- um kofunum hjá Magga; hjartað sló alla tíð vinstra megin, af mikilli sannfæringu. Í tilefni sextugsaf- mælis Magga í fyrra fögnuðum við lífinu á einstökum sólardegi í Suð- urenginu. Meinið, sem uppgötvast hafði nokkrum mánuðum fyrr, gaf grið svo að veisla var haldin. Í hugann koma ótal myndir: Maggi, sem fangaði andartakið með listrænu auga myndavélar- innar. Maggi, viðmótsþýði og hlát- urmildi náttúruunnandinn, sem kleif urð og grjót íslenskrar nátt- úru af ástríðu og drakk í sig ís- lenskt sumar, hvernig sem viðraði. Maggi, sem hafði lesið allar nýj- ustu bækurnar. Maggi, sem hafði meiningar um hlutina svo allar samræður urðu innihaldsríkar. Fasið hlýtt, blik í auga. Fagnaði hverjum endurfundi. Tryggur vin- um sínum. Elsku Brynja og aðrir ástvinir: Maggi var bjartur yfirlitum og það er minning hans líka. Við þökkum fyrir líf hans og vináttu. Magga góðu minningar megi sorgir lina. Sterkur hann til staðar var í stórum hópi vina. Eftir langan vetur – vor vekur aftur trúna. Fyrir lífs hans fögru spor færum þakkir núna. (Guðmundur Guðlaugsson) Guðmundur, Kristín, Sigurður, Jóhanna, Grímur og Valgerður. Það er erfitt að sætta sig við það að mamma sé farin frá okkur. Góðu minningarnar um þessa fallegu konu hrannast upp í huganum. Hún mamma hafði risastórt hjarta og var ávallt tilbúin að gefa af sér til annarra. Það leið öllum vel í kringum hana og betri gestgjafa var ekki hægt að finna. Hún hafði einstakan hæfileika í eldhúsinu og það skipti ekki máli hvort það var bakstur eða eldamennska, það lék allt í hönd- unum á henni. Hún eyddi miklum tíma í að skoða uppskriftir og handskrifaði allar sem henni leist vel á inn í uppskriftabókina sína, sem var eins og biblía heimilisins. Enginn sem kom í mat eða kaffi til mömmu fór svangur út. Hún lifði fyrir það að fá börnin sín og barnabörnin í heimsókn og stjana við þau og leggja kræsingar á borð fyrir þá sem komu. Eldamennska og bakstur var mikið áhugamál og tengjast því margar sögur af henni mömmu, bæði mat og bakstri. Við systk- inin rifjum upp útilegur og sum- arbústaðaferðir þar sem allt var upp á tíu þegar kom að nesti í þessar ferðir. Hún elskaði að fá fólk í heimsókn og fengu allir matarást á henni mömmu, líka dýrin sem komu inn í hennar líf. Hundarnir og kettirnir í fjöl- skyldunni elskuðu mömmu líkt og mannfólkið. Mamma var mikið fyrir útivist og eigum við ótalmargar minn- ingar úr útilegum og veiðitúrum. Við erum margoft búin að keyra Erna Vilbergsdóttir ✝ Erna Vilbergs-dóttir fæddist 17. febrúar 1948. Hún lést 1. maí 2020. Útför hennar fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík 11. maí 2020. hringinn í kringum landið og gista í öll- um landshornum í tjaldi. Hún var mikil fjölskyldumann- eskja og vissi fátt betra en að hafa alla í kringum sig. Mamma var mjög lagin með barna- börnin sín og elskaði þau afar heitt og voru þau pabbi gríð- arlega mikilvæg okkur öllum þegar nóg var að gera á stórum heimilum. Þegar krakkarnir vissu af því að þau væru á leið í næturgistingu hjá ömmu og afa var alltaf mikil tilhlökkun því þau vissu að það yrði stjanað við þau frá morgni til kvölds. Þau voru líka mjög dugleg að fylgja barna- börnunum eftir í þeirra íþrótta- starfi og komu nánast í hvert sinn að styðja við bakið á þeim og taka af þeim myndir í leik og starfi. Svona minningar um ömmu og afa eru ómetanlegar og erum við öll þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þessari yndis- legu konu sem við erum svo heppin að fá að kalla mömmu. Þótt síðustu mánuðir í lífi mömmu hafi verið erfiðir kvart- aði hún aldrei. Hún tók veikindum sínum með jákvæðni og von í brjósti og var ekki að íþyngja neinum í kringum sig. Elsku mamma, þú verður allt- af hetja í okkar augum og þótt það sé ofboðslega sárt að þurfa að horfa á eftir þér inn í drauma- landið vitum við að þú ert hætt að þjást af erfiðum veikindum og komin á góðan stað þar sem þér líður vel með fólki sem þú hefur ekki fengið að hitta lengi. Við vit- um að þú munt passa upp á okkur öll áfram og við látum minn- inguna um bestu mömmu í heimi lifa að eilífu. Þórunn, Vilberg (Villi), Benedikt (Benni) og Bjarki. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Sendum ættingjum og vinum innilegar þakkir fyrir vináttu og samúð við andlát móður okkar, VALBORGAR SIGURÐARDÓTTUR, Hringbraut 50, Reykjavík, áður Grandavegi 47. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Grundar á deild A-3 og handavinnustofu. Magnús, Valgeir, Anna Soffía og Valgerður Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR LINDU ZEBITZ. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu, Mánateig, fyrir góða umönnun. Ólafur Kristinsson Ásta Ólafsdóttir Kristinn Guðni Ólafsson Ingunn Ingimarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Erlingur Bótólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.