Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Þegar við deilum lífi okkarmeð öðrum er mikilvægtað velta fyrir sér hvað viðviljum fá út úr samband- inu og hvernig við viljum sjá það þróast. Við þurfum að vita hvernig við viljum að komið sé fram við okk- ur og láta vita af því. Heilbrigð sambönd Hafir þú áhyggjur af því að sam- band þitt við einhvern sé að þróast út í eitthvað sem þú vilt ekki er gott að skoða hvað heilbrigð sambönd fela í sér. Sambönd fólks eru mismunandi en það eru nokkur atriði sem ein- kenna heilbrigt samband. Í heil- brigðu sambandi ríkir jafnrétti, heiðarleiki, virðing og samskiptin eru góð. Í góðum samböndum eru góðu tímarnir fleiri en þeir slæmu þó að ekkert samband sé fullkomið. Engin manneskja er nákvæmlega eins og við viljum hafa hana. Allir hafa sína kosti og galla. Hver og einn ber ábyrgð á framkomu sinni við annað fólk. Ofbeldi í samböndum Ofbeldi í samböndum byrjar hægt og bítandi og því getur verið erfitt að átta sig á hvað er í raun að ger- ast. Það byrjar gjarnan með and- legu ofbeldi og kúgun en getur svo undið upp á sig. Þá er þegar búið að brjóta þolanda niður svo honum reynist erfitt að leita sér aðstoðar. Andlegt ofbeldi er notað til að brjóta manneskju markvisst niður og höggva í sjálfsmynd og sjálfs- virðingu. Það er meðal annars gert með því að hóta, niðurlægja, barn- gera, einangra og ráðast að við- komandi með orðum. Andlegt of- beldi getur verið af ýmsum toga en varast ber að nota hugtakið yfir skoðanaskipti, rifrildi eða ósam- komulag sem hendir alla einhvern- tímann. Þegar ofbeldi er endurtekin hegðun eru litlar líkur á að það muni einn daginn hætta af sjálfu sér án þess að gerandi fái sér- fræðiaðstoð. Það er því til lítils að bíða þess að viðkomandi hætti allt í einu uppteknum hætti eða að þol- andi geti með hegðun sinni séð til þess að aldrei verði ástæða til árekstra. Heimilisofbeldi Heimilisofbeldi er því miður allt of algengt. Það er oft falið og erfitt að átta sig á því. Heimilið nýtur friðhelgi og innan veggja þess geta gerst hlutir sem fara algerlega fram hjá öðrum. Að átta sig á því að maður sjálfur eða einhver sem manni er annt um búi við ofbeldi af hálfu maka síns, eða annarra nákominna, er mikið áfall. Verið getur að þolandi hafi markvisst verið brotinn niður árum saman. Það er hluti andlegs og fé- lagslegs ofbeldis að gera þolandann bjargarlausan. Þolandi veit ef til vill ekkert um fjárhagslega stöðu sína, hefur lítið tengslanet og óttast ef til vill afleiðingar sambandsslita bæði fyrir sig og börn sín ef þau eru til staðar. Einkenni heimilisofbeldis Heimilisofbeldi birtist í ýmsum myndum en í öllum tilvikum er um að ræða að gerandi hefur vald og stjórn á þolandanum. Birtingarmyndir geta til dæmis verið:  Tilfinningalegt ofbeldi  Ógnanir og hótanir  Líkamlegt ofbeldi  Kynferðisofbeldi Hefur þú óttast um öryggi þitt í samskiptum við þína nánustu, fjöl- skyldu eða vini? Fáðu hjálp Ef þú heldur að þú sért í ofbeld- issambandi er mikilvægt að vita að það er fólk tilbúið að hjálpa þér. Þú þarft ekki að bíða eftir því að neyðarástand skapist til að leita þér hjálpar. Þú getur leitað til: Vinar eða fjölskyldumeðlims sem þú treystir. Læknis, hjúkrunarfræðings eða ljósmóður hjá heilsugæslunni. Á heilsuvera.is er listi yfir opin- bera aðila og félagasamtök sem geta aðstoðað þig. Í neyðartilvikum hringdu í 112. Á heilsuvera.is er mikið af upp- lýsingum um samskipti, heilbrigð sambönd, leiðir til að leysa ágrein- ing og fleira sem okkur öllum er hollt að rifja upp reglulega. Ofbeldi í samböndum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ofbeldi Ýmis aðstoð í boði fyrir þá sem verða fyrir ofbeldi í samböndum. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur Háskólinn í Reykjavík býður lands- mönnum að læra nýsköpun á netinu. Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköp- un og stofnun fyrirtækja er komið út á vef skólans, www.hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar. Námsefnið fjallar um hvernig þróa á hugmynd að nýrri vöru eða þjón- ustu, gera fjárhagsáætlun, fara í gegnum hönnunarsprett, prófa vör- una og fjármagna hana. Á síðunni er hægt að horfa á kennslustundir og viðtöl við fremstu frumkvöðla lands- ins. Þar er einnig bent á fjölbreytt fræðsluefni á netinu sem nýtist frumkvöðlum. Nýverið lauk þriggja vikna nám- skeiðinu Nýsköpun og stofnun fyr- irtækja, sem flestir nemendur HR í lok vorannar á fyrsta ári tóku. 112 hópar nemenda, úr öllum deildum, þróuðu jafnmargar nýsköpunar- hugmyndir. Verðlaun voru veitt fyrir fjórar hugmyndir. Þau fyrstu hlaut hópur nemenda sem þróaði hugbún- aðinn Healie, smáforrit fyrir læknis- meðferð. Háskólinn í Reykjavík Nám á netinu í nýsköpun Nýsköpun Healie-hópurinn vann. hjolhysi.com Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449 og 778 2294, hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi Bæjarhraun 24, Hafnarfirði • Opið virka daga kl. 11-18 og laugard. kl. 12-16 Uppblásin fortjöld og hjólhýsahreyfar Hjólhýsa mover Verð frá 169.000 kr. TRIGANO Lima 410 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 169.000 TRIGANO Lima 300 Eftirfarandi aukahlutir fylgja með: • Dúkur í fortjald • Þak klæðning-Roof lining • Pumpa, svunta, stangir o.fl. 149.000 TRIGANO Bali XL Getur staðið eitt og sér. L 300 d 310 h 250-280 139.000 STÓR- KOSTLEGT VERÐ Opið í dag, uppstigningardag kl. 12-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.