Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 50 ára Aðalsteinn ólst upp á Fáskrúðsfirði en býr í Reykjavík. Hann er matreiðslumeistari frá Hótel Sögu og er matreiðslumaður hjá Advania. Aðalsteinn situr í stjórn Þríþraut- arsambands Íslands. Maki: Linda Þorvaldsdóttir, f. 1972, myndmenntakennari í Flataskóla í Garðabæ. Börn: Þorvaldur, f. 2000, og Una, f. 2002. Foreldrar: Friðrik Stefánsson, f. 1924, d. 2008, skipstjóri, og Elín Aðalheiður Þor- steinsdóttir, f. 1931, d. 2018, húsmóðir. Þau voru búsett á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík. Aðalsteinn Friðriksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að leggja þitt af mörkum ef þú vilt hlutdeild í árangri og umbun. Þú ert ekkert á þeim skónum að fara að skipta um húsnæði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt full ástæða sé til að gera sér glaðan dag þarftu líka að muna að það er gott í hófi. Sinnuleysi fer í taugarnar á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú búa við eitthvert mótlæti þessa dagana. Minntu þig á að þú getur ekki gert öllum til geðs og að það skiptir máli að þú haldir sjálfsvirðingu þinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ætlar að skoða fjármál þín næstu daga. Varastu alla áhættu í þeim efnum. Makinn er í góðum tengslum við líð- an þeirra sem eru í kringum hann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n. Þú hefðir gott af því að skella þér á námskeið í heilun eða núvitund. Allt gengur upp hjá þér þessa dagana. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að þiggja hjálp samstarfs- manna þinna. Þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér þótt þig langi til þess. Mundu að þakka fyrir það sem þú átt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú eigir bágt með að skilja hug- myndir vinar þíns er engin ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Ekki líta of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það þýðir ekkert að berja höfð- inu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Með réttum við- brögðum getur þú komist hjá skaðabótum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur löngun til þess að kaupa eitthvað sem þú getur státað af. Lífið er ekki alltaf skemmtilegt en reyndu að líta á björtu hliðarnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir erfiðleikar, sem þér finnst þú vera að glíma við, eru meiri í huga þér en í raunveruleikanum. Haltu þínu striki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver vandræði koma upp í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram til þess að ná sáttum. Forðastu að vanrækja sjálfa/n þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú umgengst fólk sem veit virkilega hvað það er að gera. Valdabaráttan er alls- ráðandi og tilfinningarnar sem krauma eru ekki allar góðar. Fjölskylda Eiginmaður Vilhelmínu var Vern- harður Kristjánsson, f. 19.9. 1912, d. 29.7. 1985, rannsóknarlögreglumaður og síðan þingvörður á Alþingi. Þau gengu í hjónaband 10.2. 1957 og bjuggu í Kópavogi. Vilhelmína bjó síðan í Garðabæ eftir lát Vernharðs. hún hafði mikla réttlætiskennd og löngun til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Vilhelmína var ættfræði- grúskari og gerði tvö hefti bæði um sína ætt og ætt eiginmanns síns. Hún er einnig náttúruunnandi og hafði gaman af því að ferðast. Vil- helmína dvelur nú á Hjúkrunar- heimilinu Eirarholti í Reykjavík. V ilhelmína Bergþóra Þor- valdsdóttir fæddist 21. maí 1930 á Akureyri og ólst þar upp. Hún var mikil sundkona og námsmanneskja og vann ritgerða- samkeppni sem Herald Tribune stóð fyrir 1949. Í verðlaun var ferð til Bandaríkjanna en hún fékk Akur- eyrarveikina og komst ekki. Vilhelmína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og síðan BA-prófi í ensku, dönsku og uppeldisfræði við HÍ 1954. Hún stundaði enskunám við University of London 1952 og sótti enskukennara- námskeið í Hastings 1981. Þá kynnti Vilhelmína sér störf kvenlögregl- unnar í ýmsum borgum í Banda- ríkjunum veturinn 1953- 54. Vilhelmína stundaði ýmis störf með námi. Hún var þingskrifari á Alþingi veturna 1950-51 og 1951-52. Þá var hún fyrsta lögreglukonan í Reykjavík eftir að stofnuð var sér- stök kvenlögregludeild innan lög- reglunnar en hún starfaði þar 1954- 57. Vilhelmína stundaði skrifstofu- störf hjá rannsóknarstofu Fiski- félags Íslands og síðar Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins 1957-70 og var í hálfu starfi 1973-75 en hún var ritari rektors Tækniskóla Íslands 1970-72. Hún var um árabil gjald- keri og bókari Ferskfiskseftirlits ríkisins og Félags íslenskra fisk- framleiðenda. Vilhelmína starfaði sem kennari við Þingholtsskóla í Kópavogi frá 1972-93. Frá 1994-96 starfaði hún sem kennari við Steins- staðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Vilhelmína sat í stjórn Kvenfélags Kópavogs 1970-74 og í stjórn Kven- félagssambands Kópavogs 1973-75. Hún sat í tómstundaráði Kópavogs- kaupstaðar 1972-75 og í stjórn Kópavogsdeildar Rauða krossins í mörg ár, meðal annars sem gjald- keri. Vilhelmína er listræn og átti til að kasta fram vísum. Hún gerði mikið af því að vefa og mála og svo prjón- aði hún fyrir Rauða krossinn. Hún var lengi heimsóknarvinur hjá Kópavogsdeild Rauða krossins, en Foreldrar Vernharðs voru hjónin Kristján Þorkelsson, f. 27.10. 1861, d. 10.1. 1934, bóndi og hreppstjóri í Álfs- nesi á Kjalarnesi og síðar í Víðinesi, og Sigríður Þorláksdóttir, f. 12.10. 1871, d. 23.7. 1945, húsfreyja. Dætur Vilhelmínu og Vernharðs eru 1) Elísabet Vernharðsdóttir, f. 26.3. 1958, iðjuþjálfi og starfar nú Vilhelmína Þorvaldsdóttir kennari – 90 ára Fjölskyldan Vilhelmína með dætrum sínum og barnabörnum í Ísafjarðardjúpi 2009. Fyrsta lögreglukonan í Reykjavík Hjónin Venni og Villa á góðri stundu á 7. áratugnum. Í Reynisfjöru Vilhelmína 78 ára gömul. 30 ára Hrund er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr í Bryggjuhverf- inu. Hún er með BS- gráðu í iðnaðarverk- fræði frá Háskóla Ís- lands og er verkefnastjóri hjá Kviku banka en er í fæðingarorlofi. Maki: Davíð Stefánsson, f. 1991, forrit- ari hjá Íslandsbanka. Dóttir: Ónefnd Davíðsdóttir, f. 2020. Foreldrar: Bergljót Þorsteinsdóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur hjá Skóla- heilsugæslu, búsett í Reykjavík, og Ólafur Oddsson, f. 1951, verkefnastjóri hjá Skógrækt ríkisins, búsettur á Stekkjarflöt í Kjós. Hrund Ólafsdóttir vfs.is Notaðu CAMO MARK skrúfustykkið þegar þú smíð ar pallinn og engir skrú fuhausar verð a sýnilegir. Fáanlegir fyr ir 83-127 eða 133-146 mmb orð. Verð aðeins 14 .900kr. VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Úrval af vinklu m og súluskóm í pallasmíðina SMAN SNILLD Í PALLASMÍÐI Pallaskrúfur 60mm, 350 stk: 14.900 kr. 60mm, 700 stk: 26.900 kr. Til hamingju með daginn Reykjavík Ónefnd Davíðsdóttir fædd- ist 5. apríl 2020. Hún vó 3.195 g og var 50 cm. Foreldrar hennar eru Hrund Ólafsdóttir og Davíð Stefánsson. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.