Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 44

Morgunblaðið - 21.05.2020, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 50 ára Aðalsteinn ólst upp á Fáskrúðsfirði en býr í Reykjavík. Hann er matreiðslumeistari frá Hótel Sögu og er matreiðslumaður hjá Advania. Aðalsteinn situr í stjórn Þríþraut- arsambands Íslands. Maki: Linda Þorvaldsdóttir, f. 1972, myndmenntakennari í Flataskóla í Garðabæ. Börn: Þorvaldur, f. 2000, og Una, f. 2002. Foreldrar: Friðrik Stefánsson, f. 1924, d. 2008, skipstjóri, og Elín Aðalheiður Þor- steinsdóttir, f. 1931, d. 2018, húsmóðir. Þau voru búsett á Fáskrúðsfirði og í Reykjavík. Aðalsteinn Friðriksson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að leggja þitt af mörkum ef þú vilt hlutdeild í árangri og umbun. Þú ert ekkert á þeim skónum að fara að skipta um húsnæði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt full ástæða sé til að gera sér glaðan dag þarftu líka að muna að það er gott í hófi. Sinnuleysi fer í taugarnar á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér finnst þú búa við eitthvert mótlæti þessa dagana. Minntu þig á að þú getur ekki gert öllum til geðs og að það skiptir máli að þú haldir sjálfsvirðingu þinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ætlar að skoða fjármál þín næstu daga. Varastu alla áhættu í þeim efnum. Makinn er í góðum tengslum við líð- an þeirra sem eru í kringum hann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n. Þú hefðir gott af því að skella þér á námskeið í heilun eða núvitund. Allt gengur upp hjá þér þessa dagana. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að þiggja hjálp samstarfs- manna þinna. Þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér þótt þig langi til þess. Mundu að þakka fyrir það sem þú átt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú eigir bágt með að skilja hug- myndir vinar þíns er engin ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Ekki líta of lengi um öxl því það er framtíðin sem skiptir máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það þýðir ekkert að berja höfð- inu við steininn og ætla að breyta hlutum sem eru löngu liðin tíð. Með réttum við- brögðum getur þú komist hjá skaðabótum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur löngun til þess að kaupa eitthvað sem þú getur státað af. Lífið er ekki alltaf skemmtilegt en reyndu að líta á björtu hliðarnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þeir erfiðleikar, sem þér finnst þú vera að glíma við, eru meiri í huga þér en í raunveruleikanum. Haltu þínu striki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver vandræði koma upp í vinnunni og þú þarft að leggja þig alla/n fram til þess að ná sáttum. Forðastu að vanrækja sjálfa/n þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú umgengst fólk sem veit virkilega hvað það er að gera. Valdabaráttan er alls- ráðandi og tilfinningarnar sem krauma eru ekki allar góðar. Fjölskylda Eiginmaður Vilhelmínu var Vern- harður Kristjánsson, f. 19.9. 1912, d. 29.7. 1985, rannsóknarlögreglumaður og síðan þingvörður á Alþingi. Þau gengu í hjónaband 10.2. 1957 og bjuggu í Kópavogi. Vilhelmína bjó síðan í Garðabæ eftir lát Vernharðs. hún hafði mikla réttlætiskennd og löngun til að hjálpa þeim sem minna mega sín. Vilhelmína var ættfræði- grúskari og gerði tvö hefti bæði um sína ætt og ætt eiginmanns síns. Hún er einnig náttúruunnandi og hafði gaman af því að ferðast. Vil- helmína dvelur nú á Hjúkrunar- heimilinu Eirarholti í Reykjavík. V ilhelmína Bergþóra Þor- valdsdóttir fæddist 21. maí 1930 á Akureyri og ólst þar upp. Hún var mikil sundkona og námsmanneskja og vann ritgerða- samkeppni sem Herald Tribune stóð fyrir 1949. Í verðlaun var ferð til Bandaríkjanna en hún fékk Akur- eyrarveikina og komst ekki. Vilhelmína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1950 og síðan BA-prófi í ensku, dönsku og uppeldisfræði við HÍ 1954. Hún stundaði enskunám við University of London 1952 og sótti enskukennara- námskeið í Hastings 1981. Þá kynnti Vilhelmína sér störf kvenlögregl- unnar í ýmsum borgum í Banda- ríkjunum veturinn 1953- 54. Vilhelmína stundaði ýmis störf með námi. Hún var þingskrifari á Alþingi veturna 1950-51 og 1951-52. Þá var hún fyrsta lögreglukonan í Reykjavík eftir að stofnuð var sér- stök kvenlögregludeild innan lög- reglunnar en hún starfaði þar 1954- 57. Vilhelmína stundaði skrifstofu- störf hjá rannsóknarstofu Fiski- félags Íslands og síðar Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins 1957-70 og var í hálfu starfi 1973-75 en hún var ritari rektors Tækniskóla Íslands 1970-72. Hún var um árabil gjald- keri og bókari Ferskfiskseftirlits ríkisins og Félags íslenskra fisk- framleiðenda. Vilhelmína starfaði sem kennari við Þingholtsskóla í Kópavogi frá 1972-93. Frá 1994-96 starfaði hún sem kennari við Steins- staðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Vilhelmína sat í stjórn Kvenfélags Kópavogs 1970-74 og í stjórn Kven- félagssambands Kópavogs 1973-75. Hún sat í tómstundaráði Kópavogs- kaupstaðar 1972-75 og í stjórn Kópavogsdeildar Rauða krossins í mörg ár, meðal annars sem gjald- keri. Vilhelmína er listræn og átti til að kasta fram vísum. Hún gerði mikið af því að vefa og mála og svo prjón- aði hún fyrir Rauða krossinn. Hún var lengi heimsóknarvinur hjá Kópavogsdeild Rauða krossins, en Foreldrar Vernharðs voru hjónin Kristján Þorkelsson, f. 27.10. 1861, d. 10.1. 1934, bóndi og hreppstjóri í Álfs- nesi á Kjalarnesi og síðar í Víðinesi, og Sigríður Þorláksdóttir, f. 12.10. 1871, d. 23.7. 1945, húsfreyja. Dætur Vilhelmínu og Vernharðs eru 1) Elísabet Vernharðsdóttir, f. 26.3. 1958, iðjuþjálfi og starfar nú Vilhelmína Þorvaldsdóttir kennari – 90 ára Fjölskyldan Vilhelmína með dætrum sínum og barnabörnum í Ísafjarðardjúpi 2009. Fyrsta lögreglukonan í Reykjavík Hjónin Venni og Villa á góðri stundu á 7. áratugnum. Í Reynisfjöru Vilhelmína 78 ára gömul. 30 ára Hrund er Reykvíkingur, ólst upp í Grafarvogi og býr í Bryggjuhverf- inu. Hún er með BS- gráðu í iðnaðarverk- fræði frá Háskóla Ís- lands og er verkefnastjóri hjá Kviku banka en er í fæðingarorlofi. Maki: Davíð Stefánsson, f. 1991, forrit- ari hjá Íslandsbanka. Dóttir: Ónefnd Davíðsdóttir, f. 2020. Foreldrar: Bergljót Þorsteinsdóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur hjá Skóla- heilsugæslu, búsett í Reykjavík, og Ólafur Oddsson, f. 1951, verkefnastjóri hjá Skógrækt ríkisins, búsettur á Stekkjarflöt í Kjós. Hrund Ólafsdóttir vfs.is Notaðu CAMO MARK skrúfustykkið þegar þú smíð ar pallinn og engir skrú fuhausar verð a sýnilegir. Fáanlegir fyr ir 83-127 eða 133-146 mmb orð. Verð aðeins 14 .900kr. VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Úrval af vinklu m og súluskóm í pallasmíðina SMAN SNILLD Í PALLASMÍÐI Pallaskrúfur 60mm, 350 stk: 14.900 kr. 60mm, 700 stk: 26.900 kr. Til hamingju með daginn Reykjavík Ónefnd Davíðsdóttir fædd- ist 5. apríl 2020. Hún vó 3.195 g og var 50 cm. Foreldrar hennar eru Hrund Ólafsdóttir og Davíð Stefánsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.