Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  119. tölublað  108. árgangur  GOLFIÐ HENTAR ÖLLUM Í FJÖL- SKYLDUNNI SÆLUREITUR STEINSNAR FRÁ BORGINNI NÝTT KÖRFU- BOLTAÆÐI VEGNA JORDANS BORGARBYGGÐ 20-21 VINSÆLIR ÞÆTTIR 6SÉRBLAÐ UM GOLF 24 SÍÐUR Baldur Arnarson Stefán E. Stefánsson Seðlabankinn hefur leiðir til þess að ýta á viðskiptabankana um að draga úr vaxtamun sem aukist hefur að undanförnu. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið. Í nýjustu útgáfu Peningamála sem kom út í gær kemur fram að vaxtaálag útlána hjá bönkunum hefur vaxið mikið að undanförnu. Segir Ásgeir að nú ætli bankinn að beina sjónum sínum að þessu úrlausnarefni, ekki hafi verið heppilegt að standa í því á sama tíma og gengið var frá samningum um bankana um út- færslu svokall- aðra viðbótar- og brúarlána. Ekki allir axlað ábyrgð Ásgeir segir einnig að ríkissjóð- ur hafi í of ríkum mæli verið kall- aður til björgunarstarfa án þess að allir hlutaðeigendur hafi axlað sína ábyrgð. Það hafi m.a. gerst þegar hlutabótaleið og önnur úr- ræði á vinnumarkaði voru kynnt og það hafi gerst „án þess að verkalýðsfélögin tækju að öllu leyti ábyrgð á ástandinu og því mikla atvinnuleysi sem nú hefur skapast“. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er ekki gert ráð fyr- ir nema um 50 þúsund ferðamönn- um til landsins á síðari helmingi ársins. Sú staða leiði m.a. til þess að atvinnuleysi muni mælast 12%. Samkvæmt því má gera ráð fyrir því að um 26 þúsund manns verði á atvinnuleysisbótaskrá – fleiri en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þór- arinn G. Pétursson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, segir þó að mikil óvissa sé í spánni. Ferða- þjónustan geti mögulega náð sér meira á strik en spáin geri ráð fyrir og það muni leiða til minna atvinnuleysis. Hins vegar sé tekið tillit til áforma ríkisstjórnarinnar um að örva atvinnulífið í henni. Flest bendir til þess að atvinnu- leysi meðal erlendra ríkisborgara verði mikið á komandi misserum. Bankar dragi úr vaxtamun  Seðlabankastjóri segir bankann hafa verkfæri til að draga úr vaxtamun  Segir stéttarfélögin ekki hafa axlað fulla ábyrgð á ástandinu  Gerir ráð fyrir að 26 þúsund manns gætu lent á atvinnuleysisskrá Harkaleg niðursveifla » Seðlabankinn gerir ráð fyrir 8% samdrætti á þessu ári. » 26 þúsund manns án at- vinnu gangi spá um 12% at- vinnuleysi eftir. » Bankinn gerir ráð fyrir að 50 þúsund manns sæki landið heim á síðari hluta ársins. » Það jafngildir 274 ferða- mönnum á dag. MVaxtalækkun... »16 og 24-25 Ásgeir Jónsson Samkvæmt upplýsingum frá sex sviðslistastofnunum hérlendis gæti samanlagt fjárhagstjón þeirra vegna samkomubannsins farið yfir hálfan milljarð. Leitað var upplýsinga hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Borgarleikhúsinu og Menningarfélagi Akureyrar. Hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands nemur tapið þriðjungi af áætluðum miðasölutekjum árið 2020. Hjá Þjóð- leikhúsinu fengust þau svör að þriðj- ungur af sértekjum ársins hefði guf- að upp vegna samkomubannsins. Á sama tíma varð Borgarleikhúsið af 40% miðasölutekna á yfirstandandi leikári vegna samkomubannsins. Tap Íslensku óperunnar nemur um 10% af heildarveltu ársins. »48 Morgunblaðið/Eggert Tap Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan starfa í Hörpu. Hundruð milljóna gætu tapast „Þetta er dásamleg tilviljun. Fyrir lokaverkefni mitt í ljósmóðurfræðum var mér bent á konu sem væri barnshafandi að eineggja tvíburum og þegar ég ætlaði að hafa samband við hana og sá nafnið hennar áttaði ég mig á að þetta var hún Rakel, vinkonan frá því að ég var lítil stelpa, tvíburinn í leikskólanum. Við höfum ekki verið í samskiptum árum saman, því að fjölskylda mín flutti burt þeg- ar ég var sex ára,“ segir Klara, sem er tvíburi og tók á móti tvíburum Rakelar í mars. Tvíbura- þrennan kom saman, f.v. Sara, Klara, Rakel og Rebekka með nýju tvíburana. »12 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Flott þrenna: Tvíburi tók á móti tvíburum hjá tvíbura EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í NÆSTU VERSLUN NETTÓ! Hrossalund í blönduðum pipar 3.499KR/KG ÁÐUR: 4.999 KR/KG Hindber - 250 gr 559KR/PK ÁÐUR: 799 KR/PK Brómber - 125 gr 433KR/PK ÁÐUR: 619 KR/PK Grísagrillsneiðar Bógsneiðar 1.044KR/KG ÁÐUR: 1.899 KR/KG -30% -30% Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 21. - 24. maí -45%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.