Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 36
Við leitum að öflugum einstaklingi og traustum liðsfélaga í starf fjármálastjóra Daga. Fjármálastjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri fjármálasviðs, þjónustu þess og virkni. Fjármálastjóri heyrir undir forstjóra, situr í framkvæmdastjórn og tekur virkan þátt í að þróa þjónustuna að þörfum viðskiptavina og félagið að nýjum viðskiptatækifærum. Fjármálasvið heldur utan um fjármál og fjármálagerninga félagsins. Greinir og miðlar upplýsingum til stjórnenda sem gefa glögga mynd af rekstri, fjárhag og horfum félagsins á hverjum tíma og framvindu lykil áhersluþátta og verkefna. Fjármálastjóri (CFO) Meginverkefni fjármálasviðs • Reikningshald – Stýring og eftirlit með færslu bókhalds, skattaskilum, mánaðarlegum uppgjörum, árshluta uppgjörum og gerð ársreikninga. • Fjárstýring – Reikningagerð, innheimtur, greiðslur, dagleg lausafjárstýring og samskipti við lánastofnanir vegna fjármögnunar. Umsjón með rekstrar- og fjármögnunarleigusamningum, samningum við birgja og samræmdum innkaupum. • Launavinnsla – Launavinnsla, útgreiðsla launa, skil á sköttum, gjöldum og lífeyrissjóðsgreiðslum. Greining og yfirlit á launum, veikindum, frítöku ásamt vöktun, greiningu og eftirliti vegna jafnlaunastefnu. • Leiðsögn og miðlun – Greining og miðlun rekstrar- tengdra upplýsinga, áætlanagerð, eftirlit og vöktun á mælikvörðum og skýrslugjöf til stjórnar og stjórnenda. Greining, umbætur og eftirlit með helstu ferlum er varða rekstur og fjármál. Rekstur, viðhald og framþróun grunn upplýsingakerfa til samræmi við þarfir starfseminnar. Menntunar- og hæfniskröfur • Viðskipta- eða rekstrarmenntun á háskólastigi • Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar • Yfirsýn, greiningarhæfni og nákvæmni • Stjórnunar- og rekstrarreynsla • Framsýni, skipulagshæfileikar, drifkraftur og seigla • Haldgóð þekking og reynsla af reikningshaldi og fjárstýringu • Brennandi áhugi og metnaður fyrir umbótum og starfrænni umbreytingu í starfseminni Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Sótt er um starfið á vef Capacent, capacent.com/s/25353 Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veitir Hilmar Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) VIRÐING - FRUMKVÆÐI - ÁBYRGÐ - GÆÐI Starfsfólk Daga telur um 800 einstaklinga og nemur ársvelta félagsins um 5 milljörðum kr. Dagar eru leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu, fasteignaumsjón og tengdri þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Starfsemin teygir anga sína víða um land. Dagar eru með starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ. Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið. Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði. 250 NÝ SUMARSTÖRF                   !!   "        585 5500        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.