Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Meiri áhrif með hreinsun á augnlokum Með því að sameina Thealoz Duo augndropa og Blephaclean blautþurrkur næst betri árangur Grandagarði 13 & Glæsibæ, 5. hæð Sími 510 0110 | www.eyesland.is Dagleg hreinsun á augnlokum eykur áhrif augndropa í baráttunni gegn þurrum augum Við sem erum svo lánsöm að vera fædd á Íslandi fengum í vöggugjöf okkar ást- kæra, ylhýra mál, ís- lenzkuna. Þetta eru einstök sérréttindi, því við erum bara um 350.000 hræður í heimi milljarða. Út- lendingum reynist oftast erfitt að læra okkar tungu, sem er allt í lagi, en við eigum léttara með að læra helztu tungumál heimsins. Því má náttúrulega ekki gleyma, að við erum upp til hópa gáfaðri, ha, ha! Þegar ég var að læra ensku var ekki einu sinni komið sjónvarp og hvað þá heldur tölvur. Unga fólk- ið nú á tímum heyrir stöðugt ensku í þessum tveim miðlum og er því fljótt að læra tungumálið. Orðabækurnar voru þá mikið not- aðar og allir kunnu brandarann um unga nemandann sem átti að þýða einfalda setningu yfir á ensku. Hún var: Hver á þessa bók? Hann greip orðabókina góðu og þýddi setninguna í snarhasti: Hot spring river this book? Í gegnum tíðina hefir málið tekið allmiklum breytingum, sem við er að búast. Málspekingar okkar hafa setið með sveittan skallann að finna upp nýyrði fyrir útlenzk orð á nýjum uppfinn- ingum og hlutum úti í heimi. Yf- irleitt hefir þetta tekist vel, en stundum hafa málfræðingarnir ekki haft undan og þá tekur land- inn útlenzku orðin beint inn í okkar mál, sem ekki er alltaf gott. Ég hefi stundum sjálfur lagt hönd á plóginn og reynt fyrir mér í smíði nýyrða. Aðeins eitt orðanna hefir fundið sess í tungu- málinu. Það er orðið skyndibiti, sem ég eigna mér, þótt möguleiki sé á því að einhverjir aðrir telji sig líka höfundana. Ég var afar ánægður þegar ég sá að orðið var oftsinnis notað á prenti. Sá ég fyrir mér að þegar ég yrði allur myndi vera skráð á legsteininn: Hér hvíl- ir Þórir S. Gröndal, höfundur orðsins SKYNDIBITI. Nokkur önnur ný- yrði smíðaði ég en þau fengu ekki náð fyrir augum sam- landa okkar. Eitt þeirra var morhád, þýðing á enska orð- inu brunch, sem er sambland af orð- unum breakfast og lunch, morgun- og hádegisverði. En það var önnur orðsmíði, sem mér fannst sérlega vel heppnuð. Það er þýðing á orðunum, sem Skotar nota yfir sitt bezta viskí, single malt. Mitt framlag er ein- möltungur, sem ég vona enn að geti átt framtíð fyrir sér á okkar ástkæru tungu. Fyrst við erum að tala um viskí ætla ég að kynna fyrir ykk- ur mína nýjustu orðsmíði, sem er fyrirsögnin á þessum pistli, glaumstund. Það splunkunýja orð leysir af hólmi hin tvö útjöskuðu ensku orð happy hour. Séð hefi ég nokkrum sinnum á prenti að landar hafa nefnt þetta fyrirbæri hamingjutíma. Það finnst mér ekki nógu góð þýðing. Margir telja sig náttúrulega upplifa hamingjuna þegar þeir finna á sér, en orðið er of hátíðlegt. Glaumur og gleði eiga betur við og glaumstund held ég að henti bezt. Það er ofboðslega gaman, jafn- vel fyrir leikmann, að spekúlera í hinum ýmsu tungumálum. Ein- hvern tíma fyrir mörgum öldum, þegar tungur hinna ýmsu þjóð- flokka voru að þróast, virðast þeirra tíma menn hafa gert ýmis mistök, eða alla vega hefir mis- skilningur náð að grasséra. Tök- um til dæmis íslenzka orðið ský. Það er þetta gráa, sem endalausa rigningin kemur úr. En á enskri tungu þýðir sama orðið, sky, himinn. Fyndin skýring gæti ver- ið að það var alltaf skýjað á Ís- landi og við héldum, að þetta gráa væri himinninn! Líka hefir orðið einhver misskilningur með nöfnin á andlitspörtunum. Haka virðist vera sama orðið og cheek á ensku. Gallinn er bara sá, að enska orðið er notað fyrir kinn- ina. En engilsaxnesku aularnir nota svo orðið chin, sem er auð- vitað sama orðið og okkar kinn, yfir höku! Algjört rugl. Margir hafa leikið sér að því að þýða úr einu tungumáli á annað eftir orðanna hljóðan, sér til gamans. Í Pennsylvaníu heitir að- al bílabrautin frá austri til vest- urs Pennsylvania Turnpike. Þeg- ar ég bjó í ríkinu í dentíð kölluðum við landar veginn aldrei annað en turnpíkuna. Um miðja síðustu öld var uppi þekktur stjórnmálamaður í Bretlandi að nafni Sir Heathcoat Amery. Sómamaðurinn Sigurður heitinn Markússon, sem gaman hafði af svona þýðingum, sagði mér að Halldór Kiljan Laxness hefði þýtt nafn þessa þekkta Englendings eftir orðanna hljóðan og útkoman var Séra Heiðakútur á Merinni! Þótt ég sé búinn að dvelja lengi í henni Ameríku hugsa ég oftast á mínu gamla tungumáli. Til dæmis ávarpa ég stundum fólk hér, mér til gamans, og þýði þá beint úr íslenzkunni: How do you have it? Hvernig hefir þú það? Eitt sinn var ég í viðræðum við mann nokkurn og sagði hann þá eitthvað sem kom mér mjög á óvart. Varð mér þá að orði: I am so over myself surprised. Ég er svo yfir mig hissa. Maðurinn leit á mig í undrun. Eftir Þóri S. Gröndal » Við sem erum svo lánsöm að vera fædd á Íslandi fengum í vöggugjöf okkar ást- kæra, ylhýra mál, ís- lenzkuna. Þórir S. Gröndal Höfundur er fyrrverandi fisksali og ræðismaður í Flórída. floice9@aol.com Glaumstund Nokkur ár í röð hef- ur vísitala þorsk- stofnsins farið lækk- andi undir vökulu verndarauga Hafrann- sóknastofnunar. Hér áður fyrr voru slíkar breytingar oftast skýrðar með ofveiði en í dag virðist það ekki við hæfi þar sem stofnunin sjálf ber alla ábyrgð á veiðimagninu. Ekki vil ég heldur kalla eftir slíkum skýringum enda tel ég aðalástæðuna vera langvarandi vanveiði á þorski eins og oft hefur komið fram. Eftir 30 ára uppbyggingartilraunir Hafró, sem kostað hafa þjóðina fjögurra til fimm milljóna tonna þorskafla og eitthvað svipað í öðrum tegundum, ætti þeim að vera orðið ljóst að öldrun þorskstofns kallar á aukna orkuþörf alls stofnsins. Þeim mætti einnig vera orðið ljóst að vaxandi orkuþörf stofns, sem náttúran fær ekki uppfyllt, eykur orkuþörfina bak við hvert kíló ekki hlutfallslega heldur margfaldar hana vegna vax- andi samkeppni um fæðuna. Það sem við sjáum eru afleiðingar van- rækslu við grisjun og viðbrögð stofnsins við henni. Hafrannsóknastofnun og Háskóli Íslands unnu það afrek nýlega að sýna þjóðinni að hægt væri að halda tveggja metra reglunni við myndatöku í gömlu höfninni í Reykjavík. Tilefnið var sam- komulag um svokallað nýtt nám í fiskifræði og veldur það mér nokkrum áhyggjum því þessar stofnanir hafa valdið hvað mestu um þá villutrú sem nú ríður þökum í íslensk- um sjávarútvegi. Hins vegar erum við öll hluti þeirrar tegundar sem í dag mætti kalla homo sakbitinn vegna þess að hún virðist efast um tilverurétt sinn en tegund þessi telur rúmlega sjö þús- und milljónir einstaklinga. Ef við fengjum alla meðbræður okkar á þessari jörð í heimsókn til okkar litla lands gæti hver fyrir sig haft tæpa 15 fermetra til umráða. Í þessu ljósi verður afrek stofn- ananna ekki svo mikið og eins gott að þær setji sér markmið um metn- aðarfyllri viðfangsefni í framtíðinni. Á næstu árum þurfum við Ís- lendingar mikla verðmætasköpun til að fylla upp í það tjón sem breyttar forsendur af völdum heimsfaraldurs hafa valdið okkur. Veröldin mun þurfa á matvælum að halda og fólk þarf á vinnu að halda og ekki geta allir sest upp á hið op- inbera við kjaftæði og úrtölur. Ég tel því við hæfi að gert verði hlé á 30 ára tilrauninni og tekin upp 30% aflaregla í þorski í þrjú til fimm ár. Stofnanirnar gætu svo sameinast um að rannsaka áhrif breyting- arinnar á nýliðun og annað ástand þorskstofnsins og annarra stofna eins og loðnu, rækju og humars. Á ársgrundvelli gæti þetta þýtt um 150 þúsund tonna aukna þorskveiði og fljótlega gæti orðið vöxtur í afla fæðutegundanna líka. Það munar um minna. Aflamarks-isminn á sér marga og valdamikla stuðningsmenn sem hafa verið duglegir að standa vörð um hagsmuni kerfisins. Þeir hafa í bland beitt kraftmiklum áróðri og þrúgandi þögn gegn öllum efa- semdaröddum. Þeir halda því fram að hornsteinn aflamarksins sé vís- indaleg ráðgjöf. Ég þekki marga aflamarks-ista og veit að þeir eru ágætis fólk eins og vísindamenn eru reyndar líka. Þess vegna skora ég á þá alla að sameinast um að gera ofangreinda tilraun um 30% aflareglu í þorski í þrjú til fimm ár og fá þannig vísindalegan grundvöll til að byggja á í framtíðinni. Þetta gæti mildað höggið á efnahag þjóð- arinnar og gert stjórnvöldum henn- ar auðveldara að takast á við verk- efni sitt næstu árin. Handþvottur og heilabrot Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og þögnin ein er viðeigandi svar þar eftir stendur kaldur tómur kassi sem keppnisvöllur hugmyndanna var fyrst sannleikurinn beint af himni sendur var sakfelldur og negldur upp á kross er viturlegt að vaska sínar hendur og vissara að þiggja engan koss. Nú skella kerfi mannanna úr skorðum sköpunin má verða fersk á ný en gamli tíminn bíður undir borðum og berst af öllum kröftum móti því þeir vilja halda öllu sínu valdi sem véluðu af frelsi náungans og gæðin skulu tryggð með slíku gjaldi að geti aldrei náð til almúgans Það deyr að lokum sérhver duftsins sonur og dauða fylgir sálarinnar nekt. Það gerist eins með karla, börn og konur og kann að greina sakleysi frá sekt en þau sem háðu þrautagöngu fegin og þraukuðu við skortsins fúla fen fá örugglega auðlegð hinum megin… ef eitthvað er að marka Einar Ben. Eftir Sveinbjörn Jónsson » Á ársgrundvelli gæti þetta þýtt um 150 þúsund tonna aukna þorskveiði og fljótlega gæti orðið vöxtur í afla fæðutegundanna líka. Það munar um minna. Sveinbjörn Jónsson Höfundur er sjómaður og ellilífeyrisþegi. svennij123@gmail.com Aukum þorskveiðar Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.