Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 29
er mikil eftirspurn eftir stofn- framlögum til byggingar al- mennra íbúða. Heildarfjármagn til úthlutunar á árinu 2020 er um 3,7 ma.kr. en sótt var um stofn- framlög fyrir 5,6 ma.kr. Þar með þarf að hafna umsóknum sem nema um 2 ma.kr. Ef horft er til fjölda umsókna er ljóst að mikill vilji er fyrir því að koma að frek- ari uppbyggingu almennra íbúða en sótt var um stofnframlög til byggingar á 521 íbúð og til kaupa á 248 íbúðum. Mestur var áhug- inn meðal umsækjenda við upp- byggingu fyrir tekjulága á vinnumarkaði eða 279 íbúðir, 166 íbúðir fyrir námsmenn og 144 íbúðir á vegum sveitarfélaga. Bendir þetta til að markað. Í vortalningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu á höfuðborgarsvæðinu mældist 42% samdráttur á fyrstu bygging- arstigum. Leita þarf aftur til áranna 2011-12 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúða inn- an höfuðborgarinnar en í kjölfar þess sam- dráttar varð alvarlegur húsnæðisskortur sem bitnaði verst á þeim sem í dag gætu fengið öruggt húsaskjól í gegnum almenna íbúðakerf- ið. Það blasir því við að nú er rétti tíminn fyrir stjórnvöld að flýta úthlutunum þeirra stofn- framlaga sem þegar voru á fjármálaáætlun fyr- ir árin 2021 og 2022 svo að hægt verði að tryggja aukið húsnæðisöryggi til framtíðar. Nú er rétti tíminn til að byggja þar sem byggingariðnaðurinn er meðal þeirra greina þar sem vænst er mikils samdráttar í ár og ljóst að mikið verður um lausa framleiðslugetu í greininni. Hana ætti að nýta til aukinnar upp- byggingar þar sem þörfin er hvað mest á svokölluðum almennum íbúðum sem fjármagnaðar eru á grundvelli laga með það að mark- miði að auka húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að bæta aðgengi að íbúðarhúsnæði til leigu. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nú þegar séu tilbúin verkefni víða um land þar sem hefja má framkvæmdir um leið og fjármagn er tryggt. Mikilvægt er að tryggja áframhald- andi uppbyggingu þar sem þörfin er mest og í ljósi stöðunnar ætti að ráðast strax í endurmat á þörfinni á almennum íbúðum sem kann að aukast talsvert í kjölfar COVID-19-faraldursins. Þá er enn ríkari þörf vegna mikils samdráttar í byggingu íbúðarhúsnæðis fyrir almennan Flýta úthlutun til að auka húsnæðisöryggi Eftir Jóhönnu Klöru Stefánsdóttur Jóhanna Klara Stefánsdóttir » Í ljósi stöðunnar ætti að ráð- ast strax í endurmat á þörf- inni á almennum íbúðum sem kann að aukast talsvert í kjölfar COVID-19-faraldursins. Höfundur er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Í umræðum um árs- reikning Reykjavík- urborgar kom fram að skuldir hefðu aukist um 21 milljarð á síðasta ári. Um það er ekki deilt. Borgin hefur bætt á sig meira en milljarði á mánuði öll síðustu ár. Í góðærinu góða. Meirihlutinn í borg- inni segir þetta allt hafa farið í góð mál. Þetta eru sem sagt „góðar skuldir“. Borgarfulltrúi meiri- hlutans sagði það „gott“ að farið hefði verið í 500 milljóna króna braggaverk- efni. Hálfur viti fyrir 175 milljónir, sem gera þurfti vegna skipulags- mistaka borgarinnar, væri „frábær“. Endurbætur á Hlemmi sem slógu út allar áætlanir upp á hundruð milljóna sagði borgarfulltrúinn að hefðu „sleg- ið í gegn“. Er nokkur ástæða til að hætta upptalningunni? Hér mætti hrósa því að borginni tókst að farga 267 milljónum í að mála og standsetja timburhús í Grjótaþorp- inu. Þrjú hundruð milljónir hið minnsta eru að fara í Óðinstorg. Fimm hundruð milljónir fóru í múr við Miklubraut. Með sama hætti ætti að hrósa SORPU fyrir stórkostlega fram- úrkeyrslu og fjárfest- ingu upp á 6,1 milljarð í gasgerðarstöð. Og þá væri ekki úr vegi að þakka Viðreisn fyrir að ætla nú að setja um tvo milljarða svo flytja megi malbikunarstöð- ina Höfða hf. úr höfðan- um og upp á Esjumela. Það væri í takt við ann- að. Þessi meirihluti sem hrósar sér af öllum þessum fram- úrkeyrsluverkefnum vill síðan fara í borgarlínu sem á að kosta 70 millj- arða króna. Og engin rekstraráætlun er til fyrir hana frekar en gasgerð- arstöðina hjá Sorpu. Eins og spurt er í Völuspá: Vituð ér enn, eða hvað? Það þarf ekki frekari vitnanna við. Eftir Eyþór Arnalds » Borgin hefur bætt á sig meira en millj- arði á mánuði öll síðustu ár. Í góðærinu góða. Eyþór Arnalds Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Góðu skuldirnar Ársreikningur Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2019 var lagður fyrir borgarstjórn í vikunni til staðfestingar. Rekstrarniður- staðan sýnir fram á slaka fjár- málastjórn meirihlutans. Ekki hefur tekist að greiða niður skuldir og skuldasöfnun A-hluta og samstæðunnar halda áfram að aukast. Allir borgarfulltrúar þurfa að undirrita ársreikning- inn, en við, borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins, gerðum það með fyrirvara, enda hafa margir sér- fræðingar bent á ýmis álitamál á framsetningu ársreikningsins. Ársreikningurinn fegraður Þrátt fyrir mikla tekjuaukn- ingu hjá borginni síðustu ár og að útsvarið sé í hæstu hæðum hafa skuldir borgarinnar aukist gríð- arlega, um leið og skuldahlut- fallið hefur hækkað ár frá ári á einum mestu góðæristímum Ís- landssögunnar. Ársreikninginn er fegraður með bókhalds- brellum af ýmsum toga. Tekinn er út arður úr B-hlutafyrirtækjum eins og Faxaflóahöfnum og Orkuveitunni í stað þess að nýta svigrúmið til að lækka gjaldskrár til borgarbúa, raun- verulegra eigenda Orkuveitunnar. Félags- bústaðir eru teknir inn í samstæðuuppgjör Reykjavíkurborgar með matsbreytingum upp á 57 milljarða króna. Þessi fjárhæð hefur áhrif á efnahags- og samstæðureikning borgarinnar enda um gríðarlega fjármuni að ræða. Öll þessi félög eru óhagnaðardrifin og sjá um að veita almannaþjónustu til borgarbúa. Ekki tekist að lækka skuldir á hátindi hagsveiflunnar Í öllum rekstri spyrja menn sig grundvallarspurninga á borð við hvort skuldirnar séu að hækka eða lækka eða hvort reksturinn sé sjálfbær. Því miður er því ekki til að dreifa hjá borginni. Árs- reikningurinn sýnir að skuldir fara stöðugt hækkandi og útgjöld eru alltaf hærri en skatttekj- urnar. Skuldir og skuldbindingar samstæðu Reykjavíkurborgar jukust um 21 milljarð á síðasta ári, eða um u.þ.b. tvo milljarða á mánuði og það á góðæristímum. Síðustu ár hefur hagnaður borgarinnar verið talsverður enda öll gjöld og skattar í leyfi- legu hámarki og afkoma af sölu byggingarréttar góð flest árin þó svo hún hafi farið minnkandi síð- asta ár. Þrátt fyrir tekjugóðæri á undanförnum árum og að við höf- um verið á hátindi hagsveifl- unnar hefur ekki tekist að lækka skuldir. Það vekur jafnframt eftirtekt að á sama tíma og ríkinu hefur tekist að lækka sín- ar skuldir halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Það er áfellisdómur yfir fjármálastjórn borgarinnar og sýnir lausatök á fjármálunum. Gera þarf alltaf ráð fyrir því að efnahags- ástandið geti versnað og tekjur farið minnk- andi. Þetta má sjá á ársreikningnum en lítið var um einskiptishagnað af sölu byggingar- réttar síðasta ár. Það eru ekki bara skuldirnar sem hafa auk- ist heldur hafa útgjöldin aukist um 7-8% og rekstrarkostnaður hefur hækkað verulega eða um 8%. Borgarstjóri virðist ánægður með þessa skuldsetningu og biður borgarfulltrúa að rita undir ársreikninginn með bros á vör. Slík brosmildi breytir þó ekki þeirri stað- reynd að það eru borgarbúar sem á endanum borga brúsann fyrir þessa óhóflegu eyðslu og skuldasöfnun. Það gera þeir með hæsta leyfi- lega útsvari, auknum álögum og gjald- skrárhækkunum sem eru í mörgum tilfellum ekkert annað en skattheimta. Enginn skuldsetur sig út úr fjárhagsvanda til lengdar Ársreikningurinn ber með sér að komið er að skuldadögum og dráttarvextirnir farnir að tikka víða í kerfinu. Það bitnar óhjákvæmi- lega á grunnþjónustu og lögbundnum verk- efnum. Enginn skuldsetur sig út úr fjárhagsvanda til lengdar, hvorki heimili, fyrirtæki né sveit- arfélög. Þessari óheillaþróun þarf að snúa við og taka á rekstrinum af ábyrgð og festu í stað þess að fara með betlistafinn til ríkisins og biðja um aðstoð eins og borgarstjóri og meiri- hlutinn í borginni hefur nú gert þegar gefið hefur á bátinn vegna neikvæðra fjárhagslegra afleiðinga Covid-19. Góðir búmenn sýna því fyrirhyggju og spara í góðæri til að mæta áföll- um og mögrum árum. Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Enginn skuldsetur sig út úr fjár- hagsvanda til lengdar, hvorki heimili, fyrir- tæki né sveitar- félög. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Bókhaldsbrellur leysa ekki vandann Morgunblaðið/Hari Skuldir „Það eru borgarbúar sem á endanum borga brúsann, “ segir Marta Guðjónsdóttir. Margt má læra af undanliðnum miss- erum. Samfélagið hef- ur óhjákvæmilega tek- ið breytingum. Áföllin krefjast viðbragða en tækifærin ekki síður. Á botni djúprar efna- hagslægðar verða framfarir að eiga öfl- uga viðspyrnu – og framfaramál að eiga örugga áheyrn. Árið 2019 má ætla að tæplega níu milljónum klukkustunda hafi verið sóað í umferðartafir innan höfuðborg- arinnar. Umferðartafir á annatíma höfðu aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður um- ferðarlíkans VSÓ og mælingar Vega- gerðarinnar. Tafirnar samsvöruðu um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Samtök iðnaðarins telja að 15% minni umferðartafir geti leitt til 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem fel- ast í greiðum samgöngum. Á tímum samkomubanns dró veru- lega úr umferðartöfum í Reykjavík. Vinnustaðir buðu sveigjanlegri vinnutíma, skólastofnanir hófu fjar- kennslu og möguleikum til fjarvinnu fjölgaði. Mörgum urðu ljós þau gífurlegu tækifæri sem felast í auknum sveigj- anleika fyrir fólk og fyrirtæki – ekki síst svo draga megi úr umferð- arálagi. Á sama tíma fylltust göngu- og hjólastígar borgarinnar af lífi. Taln- ingar sýndu glöggt hve mjög vegfarendum fjölgaði milli ára. Hjólabúðir borgarinnar stóðu tómar, biðraðir náðu langt út úr dyrum og eftirspurn hafði aldrei verið meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað nýverið að verja tveimur milljörðum sterlingspunda til uppbyggingar hjóla- og göngu- stíga í þéttbýliskjörnum. Eru áform- in þungamiðjan í samgöngu- aðgerðum ráðherrans vegna COVID-19. Þannig hyggst ráð- herrann draga úr umferðartöfum, stuðla að bættri lýðheilsu og tryggja viðeigandi fjarlægðarmörk milli fólks. Undanliðin misseri hafa fært okk- ur augljósar lausnir á fjölþættum samgönguvanda. Nú er lag að hefja viðræður við stærstu vinnustaði borgarinnar um sveigjanlegri vinnu- tíma. Síðustu mánuðir hafa sýnt hve sveigjanleikinn getur létt á umferð- arálagi. Aðgerðin er einföld og krefst einskis af skattgreiðendum í borg- inni. Jafnframt þarf að styðja áfram við aukinn vöxt gangandi og hjólandi í Reykjavík. Borgin þarf að efla stíga- kerfið og ráðast í stórsókn við upp- byggingu upphitaðra stíga. Það er hvoru tveggja hagkvæm og arðbær samgönguframkvæmd. Það er mikilvægt að tryggja greið- ar samgöngur fyrir alla. Við þurfum sveigjanlegri samgöngur - og frelsi og val um ólíka samgöngukosti. Ein- ungis þannig náum við árangri. Eftir Hildi Björnsdóttur Hildur Björnsdóttir »Nú er lag að hefja viðræður við stærstu vinnustaði borgarinnar um sveigj- anlegri vinnutíma svo létta megi á umferð- arálagi. Borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík Sveigjanlegri samgöngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.