Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Á sama tíma og embættismenn Evrópusambandsins (ESB) vinna að útfærslu tillagna kanslara Þýskalands og forseta Frakklands um hjálparsjóð til styrktar aðildarríkjum sem lent hafa í efnahagslegum hremmingum vegna kórónuveirunnar hafa leiðtogar fjögurra ríkja innan ESB hafið und- irbúning að eigin tillögum í málinu sem líklega verður rætt á fundi fjármála- ráðherra ESB á þriðjudaginn. Óvíst er þó hvenær það verður afgreitt. Vilja lán frekar en styrki Það eru Hollendingar, Austurríkis- menn, Danir og Svíar sem ekki eru sáttir við að hjálparsjóðurinn fyrirhug- aði úthluti eingöngu óafturkræfum styrkjum. Þeir vilja tryggja að ríki sem fá aðstoð ráðist í umbætur á kerf- um sínum og að hluti framlaganna verði í formi lána sem verði endur- greidd. Tillagan sem Emmanuel Macron og Angela Merkel urðu ásátt um á mánu- daginn gerir ráð fyrir að stofnaður verði sjóður með 500 milljarða evra framlagi. Frakkar og Þjóðverjar eru atkvæðamestir innan ESB en samtals eru 27 ríki í sambandinu. Mark Rutte, forsætisráðherra Hol- lands, sagði á blaðamannafundi í gær að frá sínum bæjardyrum séð yrðu þau ríki sem biðja um efnahagsaðstoð að taka til hjá sér; gera róttækar efna- hagsumbætur heima fyrir svo þau þyrftu ekki aftur á aðstoð að halda næst þegar vandi steðjaði að. Allt frá því í fjármálakreppunni fyr- ir rúmum áratug hafa ESB-ríkin í Norður-Evrópu fylgt mjög aðhalds- samri stefnu gagnvart efnahagsstoð við aðildarríkin í Suður-Evrópu. Þessi afstaða hefur leitt til þess að mjög stirt hefur verið á milli ríkjanna í norðri og suðri. Sebastian Kurz, kanslari Austurrík- is, hafði áður greint frá því á Twitter að hann hefði átt gagnleg samtöl um málið við forsætisráðherra Hollands, Danmerkur og Svíþjóðar. Afstaða Austurríkismanna væri óbreytt; þeir væru reiðubúnir að hjálpa þeim þjóð- um sem orðið hefðu fyrir mestum skakkaföllum vegna kórónuveirunnar með lánum en vildu ekki að útgjöld fjármálaáætlunar ESB til næstu ára yrðu aukin. Nær 170 þúsund látnir Tölur sem birtar voru í gær sýna að nær 170 þúsund Evrópubúar hafa lát- ist af völdum kórónuveirunnar sam- kvæmt opinberum tölum. Í Bandaríkj- unum og Kanada hafa um 98 þúsund látist, rúmlega 32 þúsund í Suður- og Mið-Ameríku, tæplega 13 þúsund í As- íulöndum, rúmlega átta þúsund í Mið- Austurlöndum, tæplega þrjú þúsund í Afríku og 128 í Ástralíu. Tölur um dauðsföll eru þó langt frá því að vera nákvæmar og geta í reynd verið að minnsta kosti helmingi hærri. Andrea Ammon, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar sjúkdómavarna (ECDC), sagði í gær að enginn vafi væri á því að önnur bylgja kórónu- veirufaraldurs myndi koma á eftir þeirri sem nú geisar. „Spurningin er bara hvenær og hve stór hún verður.“ ECDC er einn helsti ráðgjafi ESB- ríkjanna á sviði farsóttavarna. „Við verðum að vera raunsæ, nú er ekki tíminn til að slaka á árvekninni,“ sagði Ammon. Vilja frekar veita lán en styrki  Fjögur ríki ESB segja að umbætur þurfi að fylgja í kjölfar fjárhagsaðstoðar vegna kórónuveirunnar AFP London Ekki er víst að þessi kona hafi fundið mikla blómaangan í gegnum andlitsgrímu sína þar sem hún gekk um í veðurblíðunni í Rósagarði Maríu drottningar við Regent Park í gær. Æ fleiri vilja njóta veðursins á almannafæri. Amnesty International hvatti til þess í gær að Sameinuðu þjóðirnar gengj- ust fyrir rannsókn á drápum íranskra öryggissveita á fjölda mótmælenda víðs vegar um landið 15. nóvember í fyrra. Til mótmælanna var efnt þegar stjórnvöld hækkuðu óvænt verð á eldsneyti um 200 prósent. Til átaka kom víða á mill þátttakenda og örygg- issveita sem bundu enda á mótmælin af mikilli hörku. Segir Amnesty að samtals hafi 304 látist, karlar, konur og börn. Slökkt var á netsambandi innanlands og við útlönd á meðan sveitirnar börðu mótmælin niður. Í fréttatilkynningu samtakanna segir að samkvæmt rannsókn þeirra hafi 220 þátttakenda látist innan tvegga daga frá mótmælunum. Flest- ir hafi látist eftir að hafa verið beittir harðræði af öryggissveitum sem beitt hafi ólögmætu valdi þar sem ekkert bendi til þess að fólkið hafi haft vopn um hönd eða ógnað öryggi annarra. Frá þessu hafi aðeins verið und- antekning í einni borg Írans, þar sem mótmælendur gripu til vopna og skiptust á skotum við öryggissveitir. Amnesty segir að fjölskyldur hinna látnu hafi búið við ofsóknir yfirvalda síðustu sex mánuði samtímis því sem þær hafi leitað sannleikans um örlög ástvina sinna. Öryggissveitirnar njóti friðhelgi og geti því komist upp með glæpsamlegt framferði gagnvart öll- um sem mótmæla. Samkvæmt gögnum sem Amnesty hefur aflað drápu öryggissveitirnar mótmælendur í 37 borgum víðs vegar um Íran. Flestir létust í mótmælum í fátækrahverfunum í útjaðri höf- uðborgarinnar Teheran, 163. Sam- tökin segjast hafa áreiðanlegar upp- lýsingar um 304 einstaklinga sem létust, þar af 10 konur og 23 börn. Líklegt sé að miklu fleiri hafi látist í mótmælunum. Flestir hafi fallið fyrir skotkúlum öryggissveitanna. Hafi þær greinilega miðað á höfuð mót- mælenda með þann ásetning að drepa. Vilja rannsókn á dauða mótmælenda í Íran AFP Íran Klerkastjórn Ayatollah Ali Khamenei ríkir með harðri hendi. Frá og með deginum í dag er öllum skylt að bera andlitsgrímu í sótt- varnaskyni á Spáni vegna kórónu- veirunnar ef ekki er hægt að koma við tveggja metra fjarlægðarregl- unni. Áður var þess aðeins krafist þegar notast var við almennings- samgöngur. Krafan gildir ekki um börn yngri en sex ára, en þó er mælt með að þau sem eru á aldrinum þriggja til fimm ára hylji vit sín. Ekki eru sérstök sektarákvæði ef út af er brugðið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld segja að þessar ráðstafanir séu hugsaðar til þess að verja jafnt þá sem bera grímu og alla í kringum þá. Hann segir að gerður sé mikill greinar- munur á því að fara um fjölmenn stræti borga þar sem smithætta er mikil og að ganga einn úti í nátt- úrunni eða á fáförnum stöðum, en þar þurfi ekki að nota andlitsgrímur. „Þessar reglur eru ekki flóknar,“ sagði Fernando Simón, fulltrúi heil- brigðisstjórnarinnar, við blaðamenn. „Sérhver maður verður að gæta þess að tveir metrar séu á milli sín og ann- arra á almannafæri. Sjái menn að það sé ekki hægt verða þeir að setja upp andlitsgrímu. Svo einfalt er það.“ Andlitsgrímur er hægt að fá ókeypis við lestarstöðvar og víðar á Spáni. Pedro Sánchez forsætisráðherra ávarpaði spænska þingið í gærmorg- un og lagði til að áfram yrði næstu tvær vikurnar viðhaldið því neyðar- stigi sem við lýði er í landinu. Ef samþykkt, verður það í fimmta sinn frá 14. mars sem neyðarstigið er framlengt. Forsætisráðherrann sá ástæðu til að biðjast afsökunar á þeim mistök- um sem stjórnvöldum hefðu orðið á síðan kórónuveirufaraldurinn hófst, en tryggja yrði þann árangur sem náðst hefði með því að framlengja neyðarstigið. Pablo Casado, leiðtogi Þjóðarflokksins, gagnrýndi tillöguna og sagði að ringulreið ríkti í landinu vegna þess hvernig ríkisstjórnin stæði að málum. Um 28 þúsund manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni, en faraldurinn er sagður á niðurleið. Grímur skylda á Spáni AFP Spánn Pedro Sanchez forsætisráð- herra flytur ræðu í þinginu í gær.  Nema hægt sé að hafa tveggja metra bil  Er dreift ókeypis til almennings Bíldshöfða 16 - 110 Reykjavík - 414-8400 - www.batik.is - www.martex.is VINNUFATNAÐUR MERKINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.