Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 46
46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Hvíta-Rússland Dinamo Brest – BATE Borisov.............. 1:3  Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu hjá BATE.  Staðan: BATE Borisov 22, Torpedo Zhodino 18, Energetik-BGU 18, Slutsk 16, Shakhtyor Soligorsk 15, Isloch 15, Rukh Brest 13, Dinamo Brest 13, Dinamo Minsk 12, Vitebsk 12, Slavia Mozyr 11, Gorodeja 11, Minsk 10, Neman Grodno 8, Smolevichi 4, Belshina Bobruisk 3. KNATTSPYRNA 21. maí 1979 Jóhannes Eðvaldsson er skoskur meistari í knatt- spyrnu með Cel- tic eftir að liðið vinnur erki- fjendurna í Rangers, 4:2, í dramatískum leik í loka- umferð úrvals- deildarinnar. Rangers hefði með sigri getað tryggt sér tit- ilinn með því að vinna tvo frestaða leiki sem liðið átti síðan eftir. Þetta er annar meistaratitill Jóhannesar á fjórum árum með liðinu en hann lék 34 af 36 leikjum Cel- tic í deildinni þennan vetur. 21. maí 1986 Pétur Guðmundsson leikur sinn síðasta leik fyrir stórliðið LA Lakers í NBA- körfubolt- anum. Liðið tapar fyrir Houston Roc- kets 114:112 eftir mikla dramatík í Forum-höllinni í Los Angeles í úrslitum Vest- urdeildarinnar eða undan- úrslitum NBA. Houston vinn- ur samtals 4:1 og koma úrslitin verulega á óvart en Lakers varð meistari árið áð- ur. Pétur meiddist síðan á undirbúningstímabilinu hjá Lakers haustið 1986 og þegar leið á veturinn var honum skipt til San Antonio Spurs áð- ur en hann varð leikfær á ný. 21. maí 1988 Alfreð Gíslason og samherjar í vesturþýska liðinu Essen missa af Evr- ópumeist- aratitlinum í handknattleik á minnsta mögulegan hátt. Þeir sigra CSKA Moskva, 21:18, í seinni úrslitaleiknum í Essen, eftir að hafa komist í 12:4, en sovéska liðið er Evr- ópumeistari á jafnri marka- tölu og fleiri mörkum á úti- velli. Alfreð skorar sex mörk í leiknum en þrír leikmenn Ess- en gera öll mörk liðsins. 21. maí 1991 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Kýp- urbúa, 91:77, í fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í Andorra. Guðmundur Bragason skorar 22 stig og Guðni Guðnason 16 en Axel Nikulásson, sem skor- ar 15 stig, er sagður besti maður vallarins. 21. maí 2004 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Túnis- búa, 30:28, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti í Antwerpen í Belgíu, en það er liður í und- irbúningi liðsins fyrir Ólymp- íuleikana í Aþenu um sum- arið. Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar tíu mörk fyrir Ísland í leiknum og Arnór Atlason sex. Á ÞESSUM DEGI GRINDAVÍK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Kristinn Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði síðastliðinn laug- ardag undir tveggja ára samning við Grindavík. Kristinn er uppalinn Njarðvíkingur og mun hann í fyrsta skipta leika fyrir annað félag hér á landi næsta vetur. Kristinn, sem er 22 ára, hefur einnig leikið með Stella Azura á Ítalíu og í Marist-háskól- anum í Bandaríkjunum. „Mér fannst þetta vera rétti tím- inn til að prófa eitthvað nýtt og tak- ast á við nýjar áskoranir. Ég vil sýna hvað í mér býr hjá öðru félagi. Þótt maður sé kominn í Grindavík verður maður alltaf Njarðvíkingur,“ sagði Kristinn við Morgunblaðið er hann var í skólaferð með Njarðvíkurskóla þar sem hann starfar ásamt því að spila körfubolta. Bakvörðurinn við- urkennir að það sé erfitt að yfirgefa uppeldisfélagið. Erfitt en rétti tíminn „Þetta hefur tekið ágætlega lang- an tíma. Það er erfitt að kveðja upp- eldisfélagið og fara í annað lið á Ís- landi en stundum þarf maður að gera það sem er rétt fyrir sig og mér fannst þetta rétti tíminn til að taka þessa ákvörðun. Ég þurfti tíma til að hugsa mig um og þetta var erfið ákvörðun,“ sagði Kristinn, en hvers vegna Grindavík? „Það er erfitt að segja. Ég og Ólaf- ur Ólafsson erum góðir vinir og erum mikið saman í kringum landsliðið. Hann hjálpaði mér rosalega við að taka þessa ákvörðun. Það er ekki mikill munur á þessum liðum en von- andi getur innkoma mín hjálpað Grindavík að berjast um titla,“ sagði Kristinn. Fleiri félög höfðu áhuga á leik- manninum, sem hefur spilað 15 landsleiki, en hann er sáttur við loka- ákvörðunina. „Það voru einhver fé- lög, en ég ákvað að velja Grindavík og er ánægður með þá ákvörðun.“ Daníel Guðni Guðmundsson þjálf- ar Grindavík og þekkjast þeir ágæt- lega, þar sem Kristinn spilaði undir stjórn Daníels hjá Njarðvík síðari hluta tímabilsins 2017/18. „Hann var hjá Njarðvík fyrsta hálfa árið eftir að ég kem heim frá Bandaríkjunum. Ég er sannfærður um að þetta verður skemmtilegt tímabil. Ég er spenntur og tilbúinn fyrir nýjar áskoranir.“ Markmið snúast um liðið Kristinn segist ekki endilega hafa einhver markmið inni á vellinum næsta vetur, heldur snúist mark- miðin um Grindavík sem lið. Segir hann félagið staðráðið í að berjast um þá titla sem eru í boði. Skoraði Kristinn sjálfur 9,8 stig, tók 5,4 frá- köst og gaf 1,6 stoðsendingar að meðaltali í deildinni með Njarðvík í vetur. „Ég vil bæta mig sem alhliða leik- maður og gera liðið í kringum mig betra. Það er helsta markmiðið. Ég vil vera liðsmaður og við viljum sam- an vera eins nálægt toppnum og við getum. Við viljum berjast um titla. Það eru helstu markmiðin. Ég mun æfa eins og brjálæðingur í sumar og koma enn sterkari til leiks en ég gerði í fyrra.“ Pabbi var ánægður í Grindavík Með félagsskiptunum fetar Krist- inn í fótspor föður síns, Páls Krist- inssonar. Páll lék í rúman áratug með Njarðvík, áður en hann fór í Grindavík og lék þar frá 2005 til 2011. „Hann setti þetta svolítið yfir á mig, en auðvitað ræddi ég við föður minn. Hann talaði vel um klúbbinn enda var hann þarna frekar lengi. Hann var ánægður með sína reynslu í Grindavík og auðvitað hugsaði maður um það líka.“ Kristinn segir Njarðvíkinga hafa tekið vel í óskir hans um að skipta um félag, þrátt fyrir að rígur sé á milli Suðurnesjafélaganna. „Ég verð að hrósa þeim. Þeir voru mjög opnir, sérstaklega eftir allt sem við höfum gengið í gegnum saman,“ sagði Kristinn. Njarðvík þurfti að greiða ítalska félaginu Stella Azura 1,2 milljónir í uppeldisbætur er hann kom heim úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hann væri uppalinn hjá Njarðvík. Félagið hefur því gert mikið fyrir Kristin. Ekkert neikvætt hingað til „Ég var mjög opinn með mitt og sagði þeim hvað væri í spilunum og hélt engu frá þeim. Þegar kom að því að taka ákvörðun skildu þeir hana al- veg. Hingað til hef ég ekki fengið neitt neikvætt út á þessi félagsskipti. Mér finnst ekki ólíklegt að ég klæðist grænu einhvern tímann aftur á ferl- inum,“ sagði Njarðvíkingurinn. Kristinn fór ungur að árum til Ítal- íu og varð hann m.a. Ítalíumeistari 18 ára og yngri með Stella Azura. Hann stefnir aftur út í atvinnumennskuna. „Það er alltaf draumurinn að komast aftur út að spila og það er mikið und- ir mér komið og liðinu sömuleiðis og hvernig tímabilið fer. Eitt af helstu markmiðunum er að láta drauma sína rætast og fara aftur út,“ sagði Kristinn Pálsson við Morgunblaðið. Njarðvíkingar skildu mína ákvörðun  Kristinn Pálsson fetar í fótspor föður síns og leikur með Grindavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Skiptir Kristinn Pálsson og Jón Arnór Stefánsson eigast við í leik Njarðvík- ur og KR. Kristinn klæðist búningi Grindvíkinga á næsta tímabili. Þýski knattspyrnumarkvörðurinn Manuel Neuer hefur framlengt samning sinn við þýska stórveldið Bayern München til ársins 2023. Neuer er 34 ára gamall og hefur leikið með Bayern í níu ár en hann kom til félagsins árið 2011 frá Schalke. Hann hefur orðið sjö sinn- um Þýskalandsmeistari með liðinu og einu sinni unnið Meistaradeild Evrópu, auk fjölda einstaklings- verðlauna. Þá hefur Neuer leikið 92 landsleiki fyrir Þýskaland, þar sem hann varði mark heimsmeistara- liðsins árið 2014. Neuer áfram næstu árin AFP Reyndur Manuel Neuer hefur leikið 398 leiki í Bundesligunni. Adrian Mariappa, varnarmaður Watford, hefur staðfest að hann sé sá leikmaður liðsins sem greindist með kórónuveiruna í vikunni. Sex smit greindust meðal þriggja liða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar allir leikmenn og starfsfólk liðanna 20 voru sett í próf. Fram hef- ur komið að þrír þeirra séu frá Wat- ford, þar af tveir úr starfsliði, og að- stoðarstjórinn Ian Woan hjá Burnley. Mariappa er 33 ára gamall Jamaíkumaður, fæddur í London, og hefur leikið tæplega 300 deildaleiki með uppeldisfélaginu Watford. Staðfesti að hann væri smitaður AFP Smitaður Adrian Mariappa er varn- armaður hjá Watford. Aðra helgina í röð mætast atvinnukylfingarnir Valdís Þóra Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á golfmóti hér á landi. Fyrir mótið í Mosfellsbæ höfðu þær ekki leikið saman á móti frá árinu 2016 en um síðustu helgi hafði Guðrún betur í sexföldum bráðabana gegn Ólafíu og Valdís hafnaði í fjórða sæti. Á morgun hefst fyrsta mótið í mótaröð Golfsambands Íslands á þessu tímabili en það er B59 Hotel-mótið sem fram fer á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra verður því á heimavelli að þessu sinni. Leiknar verða 54 holur eins og í Mosfellsbæ en að þessu sinni er keppt á þremur dög- um í stað tveggja, frá föstudegi til sunnudags. Í karlaflokki eru einnig margir af bestu kylfingum landsins meðal kepp- enda, eins og Andri Þór Björnsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Har- aldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson, Axel Bóasson, Ólafur Björn Loftsson og Rúnar Arnórsson. vs@mbl.is Þrjár bestu mætast aftur Valdís Þóra Jónsdóttir Serge Aurier, bakvörður enska knattspyrnuliðsins Tottenham Hotspur, sætir nú rannsókn hjá félaginu, en hann virðist hafa brotið reglur um fjarlægðartakmark- anir í þriðja skipti. Aurier hefur í tvígang neyðst til að biðjast afsökunar á því að brjóta reglur um útgöngu- bann á Bretlandseyjum sem var í gildi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Í fyrrakvöld birti hann mynd af sér á Instagram þar sem hann skartaði nýrri klippingu og merkti færsluna jafnframt hárskeranum Justin Carr. Sky Sports segir að Tottenham hafi tekið málið til rannsóknar, en svo virðist sem um einbeittan brotavilja sé að ræða og hann má því búast við því að eiga yfir höfði sér refsingu frá félaginu. Aurier er 27 ára gamall Fílabeinsstrendingur sem hefur leikið með Tottenham frá 2017, en þá kom hann til félagsins frá París SG. Hann á að baki 62 landsleiki fyrir Fílabeinsströndina. vs@mbl.is Braut reglur í þriðja skipti Serge Aurier
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.