Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 56
af öllum sumarvörum lýkur á mánudag Opið í dag 12-18 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is Mánudaga - Sunnudaga 12-18 Frí heimsending Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU FYRIR ÞÁ SEM VERSLA FYRIR 5.000 EÐA MEIRA WWW.ILVA.IS GILDIR Í VEFVERSLUN Í MAÍ 25%Sparadu- BALANCE gólflampi. Reyklitaður kúpull. 21.995 kr. Nú 14.995 kr. YPE stóll. Grátt PU urlíki, svartir fætur. 900 kr. Nú 21.900 kr. H leð 29. 27% 32% Cunio & Lioni CUNIO garðborð með 2 plönkum. Svart polywood, álfætur. 210x100 cm. 74.900 kr. Nú 56.175 kr. LIONI garðstóll. Staflanlegur. 16.900 kr. Nú 12.675 kr. MaíTILBOÐ WWW.ILVA.IS/TILBOD LOPEZ sólbekkur. 3 stillingar. 12.900 kr. Nú 9.675 kr. Nýjar kannanir sem gerðar hafa verið meðal gallerista víða um lönd draga upp dökka mynd af viðskiptum með myndlist og afkomu listamanna. Um þriðjungur þeirra býst við því að þurfa að loka galleríum sínum og þá einkum þeim sem hafa fáa starfsmenn, níu eða færri. Samtök listsala í Bandaríkjunum spá 73% samdrætti í sölu milli ára og hefur álíka háu hlutfalli lausamanna og verktaka verið sagt upp. Um helmingur sölu gallería á sér stað á listkaupstefnum, sem liggja alfarið niðri, og býst stór hluti gallerista ekki við að taka þátt í nein- um slíkum á árinu. Mikill samdráttur í sölu myndlistar- verka og galleríum verður lokað FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 142. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að prófa eitthvað nýtt og takast á við nýjar áskoranir. Ég vil sýna hvað í mér býr hjá öðru félagi. Þótt maður sé kominn í Grinda- vík verður maður alltaf Njarðvíkingur,“ segir Kristinn Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sem á dög- unum flutti sig um set á Suðurnesjunum og yfirgaf uppeldisfélagið. »46 Ég vil sýna hvað í mér býr hjá öðru félagi ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Undanfarið um eitt og hálft ár hafa Tom Grove, doktorsnemi við Edin- borgarháskóla í Skotlandi og Háskóla Íslands, og Edda Elísabet Magnús- dóttir, líffræðingur og nýdoktor við HÍ, unnið við hvalarannsóknir á Norðurlandi, bæði í Eyjafirði og Skjálfanda, í sam- starfi við Rann- sóknasetur HÍ á Húsavík og fyrir- tæki hvalaskoð- unarbáta. Rann- sóknirnar eru ótengdar en eiga það sameiginlegt að kannað er hvaða áhrif breyttar umhverfis- aðstæður hafa á hvalina. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki innan tveggja ára. „Tilgátan er að hvalir séu hér í auknum mæli allt árið vegna breyt- inga í umhverfinu,“ segir Edda. „Ég er að reyna að kanna hvaða vist- fræðilegir þættir stýra því hvort þessir farhvalir fari í far eða ekki, hvort þeir haldi sig æ meira á norður- slóðum vegna breyttra aðstæðna.“ Doktorsverkefni Toms Groves snýr að því að kanna hvort hvala- skoðun valdi streitu hjá hvölum og beitir hann ýmsum aðferðum í rann- sókn sinni. Hann reynir m.a. að greina streituhormón úr útblæstri hvala með því að láta dróna fljúga í gegnum útblásturinn og safna sýnum og kannar atferli þeirra frá bátum og landi. „Tilgangurinn er ekki að grafa undan hvalaskoðun heldur efla þekk- ingu og hjálpa hvalaskoðunarfyrir- tækjum að bæta sjálfbærnina í starf- seminni, bæta reglur um siglingar í nágrenni hvala, hvað margir bátar í einu og svo framvegis, og verkefnið er unnið náið með hvalaskoðunarfyr- irtækjum,“ leggur Edda áherslu á. Nýir möguleikar með banni Fyrir um þremur árum varði Edda doktorsritgerð um söng hnúfubaka. Hún bendir á að karldýrin syngi á veturna, þegar þeir eru orðnir frjóir og tilbúnir að makast. Hegðunin sé þekkt á suðrænum æxlunarsvæðum en óvenjulegt sé að heyra söngvana á norðurslóðum. Vegna þessa hafi hún farið að kanna betur hvali við landið, hvers vegna þeir væru hér allt árið og sýndu sig fyrir kvendýrum með fyrr- greindum hætti. „Ætla má að aukið aðgengi að fæðu vari lengur fram á vetur en áður, sem er vísir að breyt- ingum í hafinu, og það sé ástæða þess að þeir eru hér lengur,“ segir hún. Ætla má að kórónuveirufarald- urinn dragi verulega úr hvalaskoð- unum í sumar. Edda segir að þess vegna fáist ekki jafn ýtarlegt yfirlit um hvaða hvalir eru út af Norður- landi allt sumarið. Starfsmenn Rann- sóknasetursins á Húsavík fari viku- lega í dagsleiðangra, ef veður leyfir. Þá sé svæðið kannað og hvalir mynd- aðir, atferli þeirra skráð, fjöldi, lífsýni tekin þegar tækifæri gefst og svo framvegis. Hins vegar verði líklega lítið um söfnun öndunarsýna. Breyttar aðstæður bjóði samt upp á nýja möguleika. Hún verði með hóp nemenda fyrir norðan sem fylgist með atferli hvalanna frá landi, geri mælingar á köfunartíðni og þar með öndunartíðni. Þessar upplýsingar segi til um orkunýtingu í misjöfnum athöfnum. „Við fáum líka yfirsýn yfir hvernig þeir haga sér að þessu leyti þegar bátaumferð er mjög lítil og síð- an þegar hún eykst aftur. Þetta er einstakt tækifæri til að hjálpa öllum að átta sig á mögulegum áhrifum skipaumferðar.“ Edda hefur tekið upp hljóð í Skjálf- anda í mörg ár og ætlar að gera það í samstarfi við Tom Grove í sumar. „Áhugavert verður að sjá hvort við sjáum mun á hljóðvistinni þegar allt liggur í dvala og svo þegar allt verður komið á fullt á ný. Við ætlum að nýta þessar sérstöku aðstæður til saman- burðarrannsókna til þess að efla skilning okkar á hvölunum og hvern- ig við getum nýtt þessa þekkingu til að haga okkur á skynsaman hátt gagnvart auðlindinni sem hvalirnir eru.“ Hvalaskoðun og streita Rannsóknir Edda Elísabet Magnúsdóttir er vel kunnug hvölum.  Áhrif breytinga í umhverfinu á hvali rannsökuð fyrir norðan Vísindi Tom Grove vinnur að doktorsverkefni um hegðun hvala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.