Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 16
BASKVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Seðlabankinn spáir því í nýjum Pen- ingamálum að atvinnuleysi geti farið í 12% á þriðja ársfjórðungi. Það sé mesta atvinnuleysi sem um getur síðan skipulegar mælingar hófust. Eins og sýnt er á grafinu hér til hliðar gæti það samsvarað því að um 26 þúsund manns verði án vinnu. Það yrði fjölgun um 9-10 þúsund manns frá aprílmánuði. Að auki voru um 32.800 manns á hlutabótaleiðinni í apríl en sú leið var í boði fyrir fólk sem bjó við skert starfshlutfall út af faraldrinum. Vinnumálastofnun umreiknar þennan fjölda í atvinnuleysis- prósentur með því að leggja saman skerðingu á starfshlutfalli. Ef til dæmis tveir fara í 50% vinnu jafn- gildir það því að einn sé án vinnu. Margir í byggingariðnaði Vinnumálastofnun hefur tekið saman tölfræði yfir atvinnuleysi er- lendra ríkisborgara og skiptingu eftir starfsgreinum. Leiðir sú grein- ing í ljós að hlutfallið er um 7% í fiskveiðum, fiskeldi og vinnslu, um 8% í iðnaði og um 14% í bygging- ariðnaði. Eins og sýnt er á grafinu hér hægra megin er hlutfallið líka yfir 10% í verslun, gistiþjónustu og veitingaþjónustu. Af því leiðir að samdráttur í ferðaþjónustu á mikinn þátt í atvinnuleysi erlendra ríkis- borgara. Skal tekið fram að hlutföllin vísa til skiptingar atvinnuleysis innan hópsins en ekki hlutfalls hans af heildarfjölda atvinnulausra. Verði um 30% atvinnulausra Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir mega áætla út frá þróun síðustu vikna að um 30% þeirra sem verða án vinnu í sumar verði erlendir ríkisborgarar. Ef spá Seðlabankans gengur eftir gætu því um 8 þúsund erlendir ríkis- borgarar verið án vinnu í sumar. Fram kom í máli Þórarins G. Pét- urssonar, aðalhagfræðings Seðla- bankans, á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar að óvissa væri um hagspár við þessar aðstæður. „Það er mjög mikil óvissa um allt, ekki síst um þessar tölur,“ segir Þór- arinn í samtali við Morgunblaðið. Óvissa um aðlögunina „Það er vegna þess að við vitum ekki hvernig aðlögunin mun eiga sér stað. Hún getur orðið með fjölmörg- um hætti á vinnumarkaði. Það getur verið að fleiri muni fari í hlutastörf eða hverfi af vinnumarkaði. Þá verð- ur atvinnuleysið ekki jafn mikið, heldur verða viðbrögðin með öðrum hætti. Við sáum það til dæmis eftir fjármálakreppuna [2008-9] að margt fólk hvarf af vinnumarkaði. Það flutti ekki aðeins til útlanda heldur fór til dæmis í nám. Þá má benda á að þegar svona farsótt geisar sér margt fólk kannski ekki tilganginn með því að vera virkt í atvinnuleit. En fólk er ekki skráð atvinnulaust nema það sé í virkri atvinnuleit,“ segir Þórarinn. Birta ekki sundurliðunina Seðlabankinn styðjist í þessu efni við skilgreininguna í vinnumark- aðskönnun Hagstofunnar en ekki við skilgreiningu Vinnumálastofnunar. Þórarinn segir aðspurður að 26 þúsund gætu verið án vinnu  Svört spá Seðlabankans fyrir sumarið  Aðalhagfræðingur bankans segir þó mikla óvissu í spánni  Ef ferðaþjónustan nái sér á strik geti talan orðið lægri  Margir erlendir ríkisborgarar án vinnu 17,8% 14,8% 12,0% Spár um atvinnuleysi næstu mánuði Áætlun VMST fyrir maí* og spá Seðlabankans fyrir þriðja ársfjórðung** Íslendingar (35.343) Erlendir ríkisborgarar (13.900) Apríl 2020* Maí (spá)* 3. ársfj. (spá)** Almennt atvinnuleysi Hlutabótaleið Samtals Atvinnuleysi í apríl 7,5% 10,3% 17,8% Fjöldi einstaklinga 16.443 32.800*** 49.243 - þar af erlendir ríkisborgarar 5.700 8.200 13.900 Spá VMST um atvinnuleysi í maí 7,2% 7,6% 14,8% Fjöldi einstaklinga***** 15.785 24.202*** 39.987 Spá Seðlabankans fyrir 3. ársfj. 2020 12,0% Fjöldi einstaklinga**** 26.309 - þar af erlendir ríkisborgarar***** 7.893 *Mánaðarskýrsla Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í apríl. **Peningamál Seðlabankans, birt í gær, 20. maí. ***Fjöldatalan vísar til einstaklinga en prósentutalan er fjöldinn margfaldaður með starfshlutfalli. Þ.e.a.s. ef til dæmis tveir einstaklingar fara í 50% starfshlutfall jafngildir það því að einn sé atvinnulaus. ****Útreikningar Morgunblaðsins. *****Áætlun Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, fyrir blaðið. Alls 49.243 einstak- lingar Atvinnuleysi í apríl eftir ríkisfangi Fjöldi einstaklinga 72% 7,5% 10,3% 7,2% 7,6% Vegna skerts starfshlutfalls Alm. atvinnuleysi bankinn birti ekki sundurliðaðar spár um atvinnuleysi eftir hlutfalli erlendra og íslenskra ríkisborgara né heldur skiptingu atvinnuleysis milli atvinnugreina. Þá segir hann aðspurður að ef ferðaþjónustan fer í gang í sumar kunni atvinnuleysið að reynast minna en bankinn spái nú. Fjallað er um það í Peninga- málum að stjórnvöld hafi ákveðið að flýta umsvifamiklum fjárfestingar- verkefnum og auka heildarfjárfest- ingu hins opinbera um 20 milljarða króna frá því sem var ákveðið. Taka tillit til fjárfestingar Spurður um áhrifin á atvinnuleys- ið segir Þórarinn að tekið sé tillit til þessa í spá Seðlabankans fyrir þriðja fjórðung. „Ef það hefði ekki komið til þessara aðgerða hefði at- vinnuleysið væntanlega orðið meira,“ segir Þórarinn. Seðlabankinn geri ráð fyrir ein- hverjum brottflutningi erlends vinnuafls vegna samdráttar. Þó megi reikna með að meirihluti er- lendra ríkisborgara muni kjósa að búa áfram á Íslandi. En sú var einmitt raunin eftir fjármálakreppuna 2008. Þá má benda á að víða í Evrópu er staða efnahagsmála mun verri en hér. Aukið náttúrulegt atvinnuleysi Loks segir Þórarinn útlit fyrir að náttúrulegt atvinnuleysi muni aukast á næstunni. En hvað skyldi það hagfræðihugtak þýða? „Það sem við erum að vísa í er að við eðlilega nýtingu framleiðsluþátta í hagkerfinu, þar sem verðbólga er við markmið og framleiðsluþættir fullnýttir, er alltaf eitthvert atvinnu- leysi. Fólk er að segja upp starfi, leita að annarri vinnu og flæða milli greina,“ segir Þórarinn. Skipting atvinnuleysis erlendra ríkisborgara Hlutfallsleg skipting þeirra eftir atvinnugreinum í apríl 1,0% 0,7% 6,6% 4,2% 8,5% 10,3% 0,4% 0,4% 14,4% 4,5% 13,6% 12,6% 2,4% 4,2% 11,8% 21,8% 12,6% 15,9% 8,2% 13,6% 0,7% 0,7% 0,6% 0,2% 1,4% 0,3% 2,4% 1,9% 8,2% 3,3% 3,8% 0,7% 3,4% 4,8% Landbúnaður Fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnsla Iðnaður Sorp og veitur Byggingariðnaður Verslun og vöruflutningar Farþegaflutningar með flugi Gistiþjónusta Veitingaþjónusta Ferðaþjónusta ýmis Upplýsingatækni og útgáfa Fjármál og tryggingar Fasteignasala og -leiga Sérfræðiþjónusta Ýmis þjónustustarfsemi Opinber þjónusta, fræðsla, heilbr.- og fél.þjón. Listir, söfn, tómst., félög, pers. þjón. o.fl. Heimild: Vinnumálastofnun Almennt atvinnuleysi Hlutabótaleið (skert starfs- hlutfall) Karl Sigurðsson Þórarinn G. Pétursson 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Það sem þátttakendur uppskera: • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að segja sína skoðun og taka þátt í umræðum • Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og styrkja sambönd • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitu stjórnun “Égvissi ekki aðégværi óstöðvandi!” Skráning er hafin á námskeið sumarsins Næstu námskeið: 18-25 ára • 21. júlí kl 8.30-17:00 3 dagar í röð 16-19 ára • 26. maí kl 18:00-22:00 8 skipti á 4 vikum 16-19 ára • 10. ágúst kl 18:00-22:00 8 skipti á 4 vikum 20-25 ára • 25. maí kl 18:00-22:00 8 skipti á 4 vikum - Örfá sæti laus 20-25 ára • 4. ágúst kl 18:00-22:00 8 skipti á 4 vikum Kynntu þér dagsetningar fyrir 10-12 ára og 13-15 ára á dale.is eða í síma 5557080 Skráning í ókeypis kynningartímaádale.is/ungtfolk Copyright©2020DaleCarnegie&Associates, Inc. All rights reserved. Gen next 050820Ad25x15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.