Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Guð gaf mér engil sem ég hef hér á jörð. Hann stendur mér hjá og heldur um mig vörð. Hann stýrir mér í gegnum lífið með ljósi sínu. Ég er svo þakklát að hafa hann í lífi mínu. Ég vona að hann viti að hann er mér kær. Allar mínar bestu hugsanir hann fær. Hans gleði og viska við alla kemur. Við flestalla honum vel semur. Hann stendur mér hjá þegar illa liggur við. Hann víkur ekki frá minni hlið. Nema sé þess viss að allt sé í lagi. Fer þá að vesenast í málarastússi af ýmsu tagi Hann er vandvirkur og iðinn. Hann sinnir alltaf sínu vel. Hann segir það aðalatriðin sem er rétt, það ég tel. Hann hefur kennt mér að vera þol- inmóð og sterk, hvetur mig áfram að stunda mín dagsverk. „Þú skalt alltaf standa á þínu,“ hann ávallt hefur sagt, mikla áherslu á það lagt. Þótt svo hann segi ekki við mann oft mikið þá meinar hann alltaf margt. Hann getur aldrei neinn svikið það getur hann ekki á neinn lagt. Hann er bara þannig maður. Hann er bara þannig sál. Hann er aldrei með neitt þvaður. Hann meinar allt sitt mál. Hann sýnir mér svo mikla ást. Hann vill aldrei sjá neinn þjást. Hann er minn klettur og hann er mín trú. Hann er minn besti pabbi, staðreyndin er sú! (Katrín Ruth.) Þetta ljóð segir allt sem segja þarf um þig, pabbi minn, mun sakna þín endalaust. En ég veit að þú ert ekki lengur þjáður og það er fyrir öllu að þér líði vel í sum- Árni Arnar Sæmundsson ✝ Árni Arnar Sæ-mundsson fædd- ist 3. nóvember 1944. Hann lést 21. apríl 2020 Útför hans fór fram 9. maí 2020. arlandinu, eins og litlu langafadreng- irnir þínir segja: „Nú líður afa hal- lóboy vel.“ Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, bless- uð sé minning þín. Þín uppáhalds- dóttir, Nanna. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú hafir kvatt okkur og ég eigi ekki eftir að heyra í þér hljóðið, rífa aðeins kjaft við þig og fara yfir heims- málin. Símtölin okkar voru oft skrautleg en svo ótrúlega skemmtileg. Það kom fyrir að ég hugsaði: bullið í honum afa! En oftar en ekki varstu sannspár og það sem þú sagðir og maður hafði hrist hausinn yfir raungerðist. Það var oft gott að leita ráða hjá þér afi, þú fylgdist vel með því sem ég var að gera og stundum furða ég mig á því hvernig þú vissir suma hluti. Alltaf vildir þú þó vita hvort allir væru ekki hressir og frískir og liði vel í fjöl- skyldunni. Ég á góðar minningar um okk- ur saman enda miklir vinir og mikil virðing og traust á milli okkar. Það var t.d. mjög gott þeg- ar ég var yngri þegar maður var þreyttur, og kannski eitthvað bú- inn að meiða sig, að fá alvöru af- anudd með þínum stóru höndum, það var enginn sem gat nuddað eins vel og þú. Ég vildi alltaf að þú yrðir nuddari, þar hefðir þú verið á heimavelli. Ég á margar góðar minningar frá golfvellinum í Ólafsfirði, það var gott að læra golf hjá þér. Þar var farið eftir öllum lögum reglum og ekkert gefið eftir. Þessi setning kom oft: „Hjörvar, ekki taka svona á þessu, horfðu á kúluna og ekki flýta þér.“ Það kom nú stundum fyrir að golfferðin byrjaði í sjoppunni þar sem við tókum fyrst einn ís í brauði, enda fannst afa fátt betra en góður ís. Hann var reyndar ekki lengi með ísinn, þegar hann var búinn var „fýrað upp í einum kamma“ og lagt af stað á bláa súbbanum, sem var orðinn frekar þreyttur undir lokin. Oftast þurftum við að opna alla glugga til þess að hleypa út bæði reykn- um af kammanum og ekki síður rykinu af götunni, en afi vildi þó meina að þetta væri alvöru fjalla- loft. Hvíldu í friði afi, ég veit að núna líður þér betur. Hjörvar Maronsson. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var lítill gutti á Skeiðsfossi hjá afa og ömmu, þar sem ég var al- inn upp að mestu. Þá spurði ég hann hvort hann gæti ekki orðið pabbi minn. Það var auðsótt mál og gerðum við þar samning sem stóð á traustum og góðum grunni alla tíð. Okkar leiðir lágu svo saman fyrir alvöru þegar ég var 14 ára. Þá spurði hann mig hvort ég vildi koma með sér á sjó á litlum bát, sem hann var fenginn til að róa með á handfæri um sumarið. Ég tók boðinu og rerum við tveir og áttum frábæran tíma saman. Þetta var þegar nóttin var björt og allt iðaði af lífi við fiskuðum mjög vel. Ég hlakkaði alltaf til hvers dags og þar var grunnurinn lagður að mínu ævistarfi. Ég fékk fullt traust frá pabba til að ganga í öll verk nema að hann passaði vél- ina. Hann var mjög gætinn á sjón- um. Það var ekkert verið að ana út í neina vitleysu þótt kappið væri mikið. Við vorum svo saman með rækjubát nokkrum árum seinna og það gekk líka mjög vel hjá okk- ur. Pabbi kom svo sem vélstjóri til mín á Guðmund Ólaf árið 1985 og þar kom hans góða kunnátta við vélar okkur vel. Vélin var orðin gömul og lúin og oft þurfti að beita brellum til að halda henni gangandi. Pabbi var búinn að vinna mikið við vélaviðgerðir þegar hann var að læra vélvirkjun á Nonnaverk- stæðinu í Ólafsfirði. Hann var heljarmenni að kröftum og mjög duglegur til vinnu. Alla tíð var hann var mjög hvetjandi í minn garð og hvatti mig og studdi þegar ég fór í Stýrimannaskólann. Hann var búinn að vera á ýmsum afla- skipum á sínum yngri árum, bæði við Ísland og í Norðursjó. Pabbi átti alltaf þann draum að vinna sjálfstætt og lét verða af því. Hann átti litla trillu í nokkur ár en það var mikil vinna og bras. Hann hætti því og fór út í veitingarekst- ur. Það var líka mikil vinna en honum líkaði sá rekstur vel og hafði gaman af að umgangast við- skiptavini sína. Pabbi hafði gaman af íþróttum og þá sérstaklega golfi og fótbolta. Hann lá ekkert á skoðunum sínum almennt og sagði nákvæmlega það sem honum fannst og fékk oft- ar en ekki dræmar undirtektir. Það var nú samt furðulegt hvað hann hafði oft rétt fyrir sér, sem kom þá í ljós seinna. Hann hafði góða yfirsýn yfir fjölskylduna og vissi stöðuna hjá öllum. Pabbi var búinn að eiga í mikl- um veikindum síðastliðin 10 ár. Hann var líka ekki auðveldasti gesturinn á sjúkrastofnununum, var þrjóskur og fór ekki alltaf eftir því sem honum var sagt. Hann vildi ráða ferðinni sjálfur, það var bara hans vani. Honum var því miður ekki ætlað að geta notið efri áranna eftir að vera búinn að leggja inn í lífsins banka allt strit- ið og þetta var niðurstaðan. Bestu þakkir fyrir tímann sem við áttum saman. Maron Björnsson. Ég var svo lán- söm að kynnast Tótu og fjölskyldu þegar þau fluttu í Eikjuvog 6 á átt- unda áratugnum, en ég bjó á númer fimm. Ég eignaðist frá- bæra vinkonu og varð fljótt heimagangur á númer sex. Þór- unn, sem var alltaf kölluð Tóta, var stórbrotinn karakter, snögg upp á lagið og alltaf gleði og hlát- ur. Við máttum gera tilraunir í eldhúsinu, t.d. búa til popp með súkkulaði, skúffukökur með rommdropum og snúa kleinum á ýmsan máta. Við máttum vera í allskonar leikjum hvort sem var í tindátaleik á ganginum, hoppa niður af bílskúrsþakinu, glamra á píanóið eða í fótbolta í garðinum. Tóta bara hló og hvatti okkur áfram. Fjölskyldan á sex stundaði ýmsar íþróttir, m.a. skíða- mennsku og um hverja helgi var öllum troðið í brúnan Jeep Wago- ner og brunað í Bláfjöll. Mátti ég koma með? Tóta skellti sér á lær og sagði ekkert mál og svo var bara troðið meira í bílinn. Á mínu heimili voru til forn tréskíði sem Tótu leist ekkert á svo eftir nokkrar ferðir í Bláfjöll skundaði hún yfir á fimm og sagði að stúlkan yrði að fá almennileg skíði og ekkert múður. Tóta var nefnilega líka hrein og bein og sagði sína skoðun umbúðalaust. Og auðvitað voru keypt ný skíði, maður gerði einfaldlega eins og Tóta sagði. Það koma margar minningar upp í hugann. Ég fékk oft að heimsækja Mæju í sveitina að Álfhólum þar sem Tóta ólst upp. Á leiðinni voru iðulega teknir upp puttalingar sem oftar en ekki litu út eins og útigangsmenn en Þórunn Þorvaldsdóttir ✝ Þórunn Þor-valdsdóttir fæddist 6. janúar 1925. Hún lést 2. maí 2020. Útförin fór fram 15. maí 2020. Tóta fór aldrei í manngreinarálit, því skrítnari – því skemmtilegri. Og þegar Mæja var 14 ára þá leyfði Tóta henni að keyra í bæ- inn, stelpan kunni að keyra eftir sumr- in í sveitinni og Tóta var ekkert að víla fyrir sér að hún væri ekki komin með bílpróf! Á unglingsárunum fékk ég lánuð föt af Tótu en hún átti forláta grænar stretsbuxur frá fimmta áratugnum. Tóta bara hló og gaf mér buxurnar og aðrar svartar í kaupbæti. Þegar mikil veikindi gerðu vart við sig á númer fimm var náð í Tótu, hún var nefnilega lærður hjúkrunarfræðingur og kunni fag sitt upp á 10 þó svo hún ynni ekki sem slíkur, ég man ekki eftir henni öðruvísi en heimavinnandi. Hún og mamma voru báðar sjó- mannskonur og þegar Áman var opnuð skunduðu þær í búðina og fóru að gera bruggtilraunir. Tóta var ansi lunkin í þeim efnum. Því miður hitti ég Tótu ekki oft á síðustu áratugum en það var alltaf jafn gaman að heimsækja hana, hvort sem var heima hjá þeim hjónum eða þegar hún var langt leidd af alzheimer á Hrafn- istu. Hún var alltaf sama skemmti- lega konan. Nýlegar fréttir af henni gáfu til kynna að hún hefði getað orðið heimsfrægur uppi- standari miðað við uppákomurn- ar sem hún stóð fyrir. Minningin um Tótu lifir lengi og ekki síst í afkomendum henn- ar. Mæja vinkona mín er til dæm- is svo skemmtilega lík henni. Ég votta öllum aðstandendum sam- úð mína en ekki síst Ingimundi sem lifir elskandi eiginkonu. Ég er sannfærð um að hún valdi dag- inn til að kveðja sjálf, snögg upp á lagið sem fyrr og gaf sér ekki tíma til að kveðja áður en símtalið slitnaði. Steinunn Guðbjörnsdóttir. ✝ Auður LindaZebitz var fædd 11. desember 1935 í Bakkabæ við Brunnstíg 9, Reykjavík. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Wilhelm Zebitz og Steinunn Ásta Guðmunds- dóttir Zebitz. Linda var fjórða í röðinni af sex systkinum. Að henni genginni eru nú á lífi bræður hennar þeir Gunnar Carl, Örn og Reynir. Látnar eru systur hennar þær Hjördís Úlla og Bergþóra Elva. Linda giftist eftirlifandi maka sínum, Ólafi Kristinssyni, 26. júlí 1957. Börnin þeirra eru: 1) Ásta Ólafsdóttir, f. 28. nóvember 1957. Börn hennar eru Ólafur, Auður Bergdís og Kor- mákur Örn. 2) Kristinn Guðni Ólafsson, f. 13. nóvember 1959, kvæntur Ingunni Ingimarsdóttur. Börn þeirra eru Kolbrún, Atli Rún- ar og Ingunn Erla. 3) Guðrún Ólafsdóttir, f. 1. maí 1961, gift Erlingi Bótólfssyni. Börn þeirra eru Margrét Linda og Guðrún Erla. Útför Lindu fór fram frá Bú- staðakirkju 18. maí 2020. Vegna aðstæðna í þjófélaginu voru aðeins viðstaddir nánustu ættingjar. Elsku Linda. Við systurnar, dætur systra þinna, Úllu og Elvu, kveðjum þig með kærleika og þökk í hjarta. Þú stóðst traust við hlið okkar sem móðurímynd eftir að systur þínar fóru allt of ungar að árum. Efalítið eru nú miklir fagnað- arfundir, allar þrjár samankomn- ar, í lífi handan okkar lífs. Þú ert nú dýrmætur hluti af þeirra lífi eins og þú ætíð varst með traustri nálægð þinni, ástúð og ljúfri ræktarsemi sem við fengum líka að njóta óspart. Þú dvelur í hjarta okkar jafnt á rauna- og gleðistundum. Lifandi fas þitt og fáguð framkoma, umvefjandi um- hyggja, innsæi og skerpa hugs- unar þinnar, er sá það sem skipti sköpum í gegnum margar hulur, snerti okkur djúpt og veitti stuðning út í lífið. Beittur húmor þinn og hlátur sem ætíð var stutt í gladdi um leið og hann vakti til umhugsunar um það sem skiptir máli. Slík einlæg hreinskilni er fáum gefin og náði hún að fegra líf margra sem þér urðu sam- ferða. Þér var gefin listræn sýn á tilveruna og skarpt innsæi er gerði vegferð þína einstaka og þig að einstakri konu með geisl- andi og lifandi nærveru. Við kveðjum Lindu með þakk- læti fyrir allt það sem hún gaf okkur systrunum í lífinu. Guðrún Ara Arason, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir. Auður Linda Zebitz Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA P. NÍELSDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 18. apríl. Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 26. maí klukkan 15. Ólöf Dóra Hermannsdóttir Ragnhildur Hermannsdóttir Hjörtur Pálsson Erlendur Níels Hermannsson Anna María Grétarsdóttir Jóhann Gísli Hermannsson Natalija Virsiliene Erla Ósk Hermannsdóttir Gunnar S. Gottskálksson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Hraunbæ 77, lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 16. maí. Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. maí klukkan 13. Haukur Jóhannesson Sif Jónasdóttir Björn Hákon Jóhannesson Rannveig Gunnarsdóttir Pétur Jóhannesson Gróa Gunnarsdóttir Hrönn Jóhannesdóttir Gunnar Líkafrón Benediktss. Guðm. Bjarki Jóhannesson Hilmir Bjarki Jóhannesson Íris Rögnvaldsdóttir barnabörn og barnabarnabörn RAGNHEIÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR Básbryggju 51, Reykjavík, lést föstudaginn 15. maí. Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 25. maí klukkan þrjú. Magnús Hjálmarsson Halldóra Magnúsdóttir Lára Magnúsardóttir Grímur Jónsson Svana Björk Hjartardóttir Magnús Helgason Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir Helgi Helgason Solveig Karlsdóttir Adam Hoffritz Þórður Roth Íris Katrín Barkardóttir Karl Dietrich Roth Karlsson og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.