Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 45
sem deildarstjóri á Barnhabiliter- ingen í Värmlandi, Svíþjóð, gift Hans Gunnari Erlandsson, f. 5.4. 1956, heilsugæslulækni og eiga þau þrjú börn: Sunna Hansdóttir, f. 22.2. 1987, listamaður, í sambúð með Joakim Ojanen, f. 14.11. 1985; Kristján Er- landsson, f. 4.4. 1989, landslags- arkitekt, og Sólveig Hansdóttir, f. 7.5. 1993, stundar nám í sálfræði; 2) Sig- ríður Snjólaug Vernharðsdóttir, f. 7.8. 1961, grafískur hönnuður og kennari í Reykjavík, hún á tvö börn: Vernharður L. Reinhardsson, f. 21.7. 1990, pípulagningamaður, í sambúð með Tinnu Björk Hilmarsdóttur, f. 23.3. 1992, og Elísabet Snjólaug Rein- hardsdóttir, f. 8.4. 1994, viðskipta- fræðingur. Barnsfaðir Sigríðar Snjó- laugar er Reinhard Reinhardsson, pípulagningamaður. Systur Vilhelmínu: Ólafía Kristín Þorvaldsdóttir, f. 5.8. 1918, d. 30.4. 1968, síðustu árin vefnaðarkennari að Laugum í Reykjadal, Soffía Þorvalds- dóttir, f. 6.5. 1924, d. 26.1.2008, hús- móðir á Akureyri, og Guðbjörg Þor- valdsdóttir, f. 28.1. 1927, húsmóðir og hattagerðarmeistari, búsett á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Foreldrar Vilhelmínu voru hjónin Þorvaldur Sigurðsson, f. 14.12. 1882, d. 8.7. 1946, kaupmaður og síðar bók- haldari hjá Gefjun á Akureyri, og El- ísabet S. Friðriksdóttir, f. 14.4. 1888, d. 6.4. 1985, handavinnukennari í Barnaskólanum á Akureyri, menntuð í Den kvinnelige industriskole í Ósló. Vilhelmína Bergþóra Þorvaldsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja á Fremri-Bakka Kristján Bjarnason bóndi á Fremri-Bakka í Langadal, N-Ís. Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja í Lágadal og á Hallsstöðum Friðrik Sigurður Bjarnason bóndi í Lágadal og á Hallsstöðum á Langadalsströnd Elísabet S. Friðriksdóttir handavinnukennari á Akureyri Elísabet Ólafsdóttir húsfreyja í Tirðilmýri Bjarni Jónsson bóndi í Tirðilmýri á Snæfjallaströnd Soffía Þorvaldsdóttir húsmóðir á Akureyri Jóhann Sigurjónsson skáld Þorvaldur Þorsteinsson skáld og myndlistar- maður Snjólaug Þorvaldsdóttir húsfreyja á Laxamýri Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur Snjólaug Sigurðardóttir húsfreyja á Teigi í Vopnafirði Snjólaug Baldvinsdóttir húsfreyja á Sökku og á Krossum Þorvaldur Gunnlaugsson bóndi á Sökku í Svarfaðardal og Krossum á Árskógsströnd Soffía Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja á Akureyri Sigurður Sigurðsson járnsmiður á Akureyri Solveig Sigfúsdóttir húsfreyja á Hæringsstöðum Sigurður Jónsson bóndi á Hæringsstöðum í Svarfaðardal Úr frændgarði Vilhelmínu Þorvaldsdóttur Þorvaldur Sigurðsson kaupmaður og bókhaldari á Akureyri DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Er ekki kjörið að grilla um helgina? Úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! „ÉG HEF EKKERT Á MÓTI ÞVÍ AÐ VERA Á 17. HÆÐINNI SVO LENGI SEM ÉG FÆ 64 LÖK.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að endurlifa upphafið. MENN SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ HOLLT AÐ STUNDA LÍKAMSRÆKT MIG LANGAR AÐ FÁ AÐ VITA EITT … HVERJIR ERU ÞESSIR „MENN” OG HVERS VEGNA ERU ÞEIR AÐ BLAÐRA SVONA? Í DAG ER AFMÆLISDAGURINN MINN! FÆ ÉG ENGA GJÖF FRÁ ÞÉR?! GET ÉG FÆRT ÞÉR EITTHVAÐ NÚ ÞEGAR ÉG ER STAÐINN UPP? „ÉG REYNDI AÐ SLÍPA TILBOÐIÐ TIL, EN EKKERT GEKK. KANNSKI GETUR ÞÚ HAMRAÐ ÞETTA Í GEGN.” Ólafur Stefánsson yrkir að gefnutilefni: Það nær ekki nokkurri átt, núna að opna’upp á gátt, fyrir veiru frá Kína, með kórónu sína, slíkt væri saupasátt. Þetta rifjar upp fyrir mér limru sem ég lærði líklega á síðustu öld og ég man ekki hvort er eftir Móra eða karlinn á Laugaveginum: Það nær auðvitað alls engri stefnu að eiga sér viðhaldsnefnu að halla sér að þegar heima er það sem ég venst að ganga að sem gefnu. Aldrei er hin frjálsa náttúra jafn heillandi eins og á vorin. Á þriðju- dag segir Philip Vogler frá því á Boðnarmiði að þau hjónin hafi skroppið úr bílnum á leið austur um Skaftafellssýslur: Um lækjarbakka hvetur hvönn hvatvísa að ganga. Dýrðarhlé frá dagsins önn dugir árið langa. Indriði á Skjaldfönn rifjar upp vísu eftir afa sinn Indriða á Fjalli með yfirskriftinni „Ósamræmi“: Af stórum kominn en manna minnstur. Að mælgi dýpstur en hugsun grynnstur. Í stöðu fremstur en framsókn hinstur. Og fátt hann vissi en lærði kynstur. Anton Helgi Jónsson skrifar á sunnudag: „Í ferð gærdagsins um sunnanverðan Sveifluhálsinn rák- umst við í gönguhópnum á blóm sem mér fannst vert að tengja við vorið og vináttuna. Til urðu tvær vísur – en kannski bara ein og hálf. Bragurinn er þó örugglega frum- hent léttilag“: Vorið sýnir vinarþel með vetrarblómi. Losar mig úr læstri skel og leiðans tómi. Eftir langan mæðumel sést mikill ljómi. Vorið sýnir vinarþel með vetrarblómi. Vísunum fylgdi falleg mynd af vetrarblóminu. Magnús Halldórsson yrkir: Fuglarnir að fara’á kreik, fagna degi nýjum. Við hólinn eru lömb að leik, logar glóð í skýjum. Hér kveður við annan tón hjá Magnúsi, - „Skarði in memoriam“, - og lætur fallega mynd fylgja: Ungur fékk hann úrvalsmöt, einkum bak og læri, hann varð seinna hangikjöt, hrúturinn minn kæri. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Saupasátt og vetrarblóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.