Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar á sanngjörnu verði og að auki förum við með bílinn þinn í endurskoðun, þér að kostnaðarlausu. Of dýrt að sýna fyrir hálfum sal „Ef tekið er mið af þeim við- burðum sem ekki gat orðið af og þeim sjálfsaflatekjum sem við miss- um auk fjárfestinga í verkefnum sem óvíst er hvort verði að veruleika þá nemur tjón Íslensku óperunnar u.þ.b. 15 til 20 milljónum króna,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri Íslensku óperunnar, og tekur fram að í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríki liggi endanleg tala ekki fyrir. „Þetta jafngildir um 10% af heildarveltunni sem er á þriðja hundrað milljónir króna.“ Steinunn Birna segir ákveðið lán að ÍÓ hafi verið milli verkefna sem mildi að nokkru höggið vegna samkomubannsins, en ÍÓ hefði átt að frumsýna Valkyrjuna í samstarfi við SÍ á Listahátíð í Reykjavík eftir nokkra daga. „Unnið er að því að finna nýja sýningardaga. Þeirri framtíð sem við áttum von á hefur verið aflýst og því ríður á að hugsa í skapandi lausnum og finna ný tæki- færi,“ segir Steinunn Birna og bend- ir á að flest óperuhús reyni að fresta verkefnum yfirstandandi starfsárs til að vernda fjárfestingar sínar. „Meðan óvissan er svona mikil, bæði vegna samkomubanns og ferðatakmarkana, er vandasamt að gera tímaplön,“ segir Steinunn Birna og bendir á að einnig þurfi að huga að fjarlægðartakmörkunum listafólks á sviði. „Því í eðli sínu krefjast sviðslistirnar mikillar lík- amlegrar nálægðar listamanna.“ Að sögn Steinunnar Birnu hafa óperu- hús víða á meginlandinu nú þegar tilkynnt að þau verði lokuð til ára- móta til að minnka fjárhagsskaðann, enda of dýrt að sýna fyrir hálftómu húsi meðan lögbundnar fjarlægðar- takmarkanir eru í gildi og bóluefni ekki komið til sögunnar. Sýningarferðum aflýst „Heildartap Íslenska dansflokks- ins vegna samkomubannsins og ferðatakmarkana að frádregnu því sem sparast af því að starfsemin hef- ur verið í lágmarki er um fjórar milljónir,“ segir Hlynur Páll Páls- son, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins (Íd). Aðspurður segir hann að samkvæmt rekstraráætlun fyrir árið 2020 hafi áætluð velta Íd verið í kringum 220 milljónir. Hlynur Páll bendir á að Íd afli sér helst sértekna með sýningarferðum erlendis. Til stóð að Íd myndi sýna Black Marrow í Southbank Centre í London 21. mars og Aiõn á sviðs- listahátíð í Harstad í Norður-Noregi í júní, en báðum sýningarferðum var aflýst. „Sem þýðir að við verðum af 5,2 milljónum auk þess sem við sitj- um uppi með útlagðan kostnað vegna kaupa á flugmiðum og flutn- ings leikmyndar til Bretlands. Þann- ig er heildartjónið vegna aflýstra sýningarferða a.m.k. 7,5 milljónir. Vegna ástandsins munum við þurfa að hliðra til verkefnum sem leiðir til aukins launakostnaðar á þessu ári,“ segir Hlynur Páll og bendir á að stærsti útgjaldaliðurinn á starfs- árinu sem sparist sé sýningarferð til Akureyrar sem færist til næsta árs, en til stóð að sýna Rómeó og Júlíu í Menningarhúsinu Hofi í júní í sam- starfi við Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands, Þjóðleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík. „Þar sparast um 4,5 milljónir. Í því samhengi er vert að nefna að svo virðist sem menningar- stofnanir á höfuðborgarsvæðinu geti hvergi sótt um styrki til að fara í sýningarferðir á landsbyggðinni, sem er bagalegt,“ segir Hlynur Páll og bindur vonir við að væntanleg sviðslistamiðstöð muni beita sér fyr- ir breytingu þar á. Gríðarleg áhrif á reksturinn „Samkomubannið hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur Borgar- leikhússins. Öllum sýningum var frestað til næsta leikárs en vegna þess varð leikhúsið af 40% miða- sölutekna leikársins. Áætlaðar miða- sölutekjur leikársins voru 730 millj- ónir króna en vegna samkomu- bannsins fórum við á mis við miðasölutekjur upp á tæplega 300 milljónir. Enn er óljóst hver langtímaáhrif samkomubannsins verða en miklu máli skiptir að mögu- legt sé að opna leikhúsið á ný, án takmarkana, frá og með haustinu,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri. Spurð hvort leikhúsið þurfi eða muni óska eftir aukafjárveitingu frá borginni til að mæta tekjutapinu segir hún það enn óljóst. „Við erum í góðu samtali við Reykjavíkurborg og upplýsum þau reglulega um stöðuna.“ Varð fyrir algeru tekjufalli „Þjóðleikhúsið varð fyrir algeru tekjufalli nú á seinni hluta leikárs vegna samkomubannsins enda voru allar sýningar felldar niður og engir gestir komu í húsið. Þarna gufaði um þriðjungur af sértekjum ársins upp. Við erum í góðu samtali við mennta- og menningarmálaráðuneytið og vonumst til að þetta verði bætt þannig að leikhúsið komist aftur í gang samkvæmt áætlun þegar haustið gengur í garð,“ segir Magn- ús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri. Áætlaðar sértekjur fyrir árið 2020 voru um 400 milljónir, en sam- kvæmt rekstraráætlun ársins var heildarveltan áætluð 1,7 milljarðar – áður en kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn. Sjálfsaflafé dregst saman Menningarfélag Akureyrar rekur þrjár menningarstofnanir; Leik- félag Akureyrar, Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og Menningar- húsið Hof. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra MAk, varð LA af 50% af áætluðum miðasölu- tekjum vegna samkomubannsins. „SN hefur getað haldið þjónustu- starfsemi sinni áfram og nýtt tím- ann til að taka upp tónlist fyrir þrjár Netflix-bíómyndir, en tón- leikum SN hefur verið frestað fram á haust. Menningarhúsið Hof hefur orðið fyrir verulegu tekjufalli þar sem ekki hefur verið hægt að halda viðburði í húsinu, sértekjur í mars féllu um 60% og maí og apríl yfir 90%,“ segir Þuríður. Aðspurð segir hún sértekjufall félagsins í heild fyrir tímabilið vera í kringum 40% og er áætlað að sjálfsaflafé félagsins milli ára dragist saman um 14%. „Árið 2019 var heildarvelta félags- ins 490 milljónir króna og þar af var sjálfsaflafé 46% en fyrir núverandi tímabil stefnir sjálfsaflafé í að verða 32%,“ segir Þuríður og bendir á að MAk fái um 5% af því sem sambæri- legar stofnanir á höfuðborgar- svæðinu fá í opinber framlög. Óttast niðurskurð í framhaldi Fæst þeirra sem rætt var við reiknuðu með því að stjórnvöld myndu bæta menningarstofnunum upp það rekstrartap sem hlotist hef- ur af samkomubanninu. Mörg óttast frekar að niðurskurðar sé að vænta í ljósi mikilla fjárútláta hins opin- bera á öðrum sviðum vegna efna- hagslegra afleiðinga kórónuveiru- faraldursins á íslenskt efnahagslíf. Allir viðmælendur vona að hægt verði að sýna án takmarkana frá og með haustinu, en ýmsir óttast bak- slag í baráttunni við faraldurinn og því sé óvissan enn mjög mikil. Morgunblaðið/Júlíus Búast við hundraða milljóna tapi  Sviðslistastofnanir hafa orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna kórónuveirufaraldursins  Stjórnendur vona að frá og með næsta starfsári verði viðburðahald ekki takmörkunum háð Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonMorgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjárhagstjón Samkvæmt upplýsingum frá sex sviðslistastofnunum gæti fjárhagstjón þeirra vegna samkomubannsins farið yfir hálfan milljarð. Leitað var upplýsinga hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperunni, Þjóðleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Borgarleikhúsinu og Menningarfélagi Akureyrar. Morgunblaðið/Golli FRÉTTASKÝRING Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kasper Holten, leikhússtjóri Kon- unglega danska leikhússins (Det Kongelige Teater) í Kaupmanna- höfn, upplýsti í viðtali við Politiken í liðinni viku að samkomubannið í Danmörku hefði nú þegar kostað Konunglega danska leikhúsið (sem rekur leikhús, ballett og óperu) samtals 53 milljónir danskra króna (sem samsvarar rúmum 1,1 milljarði íslenskra króna). Í viðtalinu segir hann um tapaðar miðasölutekjur að ræða að frádregnum þeim kostnaði sem hlýst af því að sýna ekki. Tekur Holten fram að ef stofnunin megi aðeins sýna fyrir 500 manns í einu þegar sýningar hefjast á ný í haust verði talan 20 milljónum hærri. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig staðan væri hjá sambæri- legum menningarstofnunum hér á landi og óskaði eftir upplýsingum frá Sinfóníuhljómsveit Íslands, Íslensku óperunni, Íslenska dans- flokknum, Borgarleikhúsinu, Þjóð- leikhúsinu og Menningarfélagi Akureyrar. Óvissan enn mikil „Vegna samkomubanns hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið fyrir verulegum tekjumissi enda fjöldi tónleika fallið niður eða frest- ast til næsta starfsárs. Erfitt er að segja nákvæmlega til um áhrifin sem þetta hefur á reksturinn enn sem komið er, en tapið hleypur á tugum milljóna eða allt að þriðjungi af áætluðum tekjum af miðasölu ár- ið 2020,“ segir Lára Sóley Jóhanns- dóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands (SÍ). Áætluð heildarvelta SÍ á yfirstandandi starfsári er um 1,6 milljarðar, þar af var ráðgert að sértekjur næmu um 300 millljónum. Að sögn Láru Sóleyjar er nú unn- ið að endurskoðun rekstraráætlana í góðu samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. „En hljómsveitin bindur miklar vonir við að frá og með næsta starfsári verði viðburðahald ekki takmörkunum háð, hvorki hvað varðar gesti í sal né ferðahöft,“ segir Lára Sóley og tek- ur fram að meðan óvissan sé enn jafnmikil og raun ber vitni sé bæði vandasamt að gera áætlanir og fá heildarmyndina. Aðspurð segir hún flesta tónleikagesti vilja nýta sér það að eiga inneign í stað þess að fá miða endurgreidda, en inneignin gildir í fjögur ár. „Þannig mun áhrifanna mögulega gæta lengur en út næsta starfsár,“ segir Lára Sóley.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.