Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 25
sem áður með jákvæðan viðskipta- jöfnuð áfram.“ Ein bestu tíðindin Eru það jákvæðustu tíðindin í stöðunni nú? „Já, það má segja það. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er bankinn að gera ráð fyrir 8% sam- drætti en svartsýnni spá bendir til að hann geti orðið um og yfir 10%. Þetta er mjög þungt högg á alla mælikvarða. „Þetta er mjög þungt högg. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans hafa hins vegar vegið þarna verulega á móti. Það að okk- ur hafi tekist að halda þjóðhags- legum stöðugleika, komið í veg fyrir verðbólgu, haldið krónunni stöðugri og lækkað vexti gerir það að verk- um að þetta áfall verður ekki eins svakalegt og það hefði orðið að öðr- um kosti. Fyrr á tíð var brugðist við áföllum af þessu tagi með því að fella gengið, taka á okkur mikinn verðbólguskell með tilheyrandi lækkun kaupmáttar og skuldavand- ræðum hjá heimilunum. Það hefði leitt til mun verri stöðu en við sjáum núna. Stöðugleikinn skilar sér margfalt til baka.“ Samkvæmt spánni er í raun gert ráð fyrir að ferðaþjónustan taki ekki við sér á árinu. Hingað muni einungis koma 50 þúsund ferða- menn á síðari helmingi ársins. Það jafngildir því að hingað komi ein 767-300 breiðþota með fullfermi á degi hverjum eða 274 farþega. Það verður væntanlega ekki mikil at- vinnusköpun af ferðaþjónustunni ef þetta rætist. „Við erum ekki að gera ráð fyrir ferðamönnum í neinum mæli á þessu ári erlendis frá. Við viljum þess vegna örva innlenda eftirspurn með aðgerðum okkar. Íslendingar hafa eytt mjög miklum fjármunum erlendis, í flug og hótel t.d. Þessi peningur getur núna verið notaðar til þess að kaupa innlendar vörur og þjónustu. Við þurfum auk þess að búa til ný útlán í kerfinu til að byggja upp ný tækifæri. Það er leiðin til þess að bregðast við þessu. Við erum eyja og tiltölulega lokað land. Áherslan þarf því að vera sú að fá Íslendinga til að eyða pen- ingum innanlands í ferðaþjónustu og önnur verkefni sem örva hag- kerfið.“ Ýmis tækifæri í stöðunni Ásgeir bendir einnig á að nú þurfi aðrar greinar að nýta sér sóknarfæri sem sjáist við sjóndeild- arhringinn. Það eigi m.a. við um sjávarútveginn. „Gengið hjálpar fyrirtækjunum í dag og lægra eldsneytisverð dregur einnig úr framleiðslukostnaði. Þeg- ar markaðirnir taka að opnast á ný, ekki síst í Bandaríkjunum, þá þarf að nýta færin vel.“ Peningamagnið skiptir máli Það voru hins vegar ekki aðeins stýrivextirnir sem voru lækkaðir í gær. Einnig var tekin ákvörðun um að hætta að veita fjármálafyrir- tækjum möguleika á mánaðar- bundnum innlánum. Það kann að reynast erfitt að útskýra fyrir al- menningi hvað slíkar ráðstafanir þýða fyrir þjóðarbúið en Ásgeir segir að þarna sé um afgerandi að- gerð að ræða. „Gríðarmiklir fjármunir hafa leg- ið inni í Seðlabankanum í mánaðar- bundnum innlánum. Ég hófst strax handa þegar ég kom inn í bankann að fækka í þeim hópi sem mátti liggja með peninga inni á þessum vöxtum. Núna hefur verið ákveðið að hætta að bjóða þessi bundnu inn- lán. Bankarnir verða að finna nýjan geymslustað fyrir þetta fjármagn. Vonir standa til að þessir peningar miðlist út í kerfið og þannig aukist peningamagn í umferð.“ Mikilvæg skref tekin áður Hann bendir á að fjármagnið hafi þegar tekið að miðlast út, m.a. í rík- isvíxla. Það hafi reynst mikilvægt enda hafi hár innlánastabbi að ein- hverju leyti haldið uppi vöxtum á víxlum og þar með torveldað miðlun stýrivaxta út á vaxtarófið. Líkt og áður segir hefur Seðla- bankinn boðað allt að 150 milljarða inngrip á eftirmarkaði með ríkis- skuldabréf. Enn sem komið er hef- ur Seðlabankinn ekki látið mjög til sín taka á grunni yfirlýsingar um þetta efni. Því má spyrja hvort „hótunin“ um inngrip hafi dugað til að þrýsta vöxtum niður á við? „Alla vega í bili. Þetta er að ein- hverju leyti óvenjuleg þróun. Venjulega grípa seðlabankar til svona aðgerða þegar vextir eru komnir í 0. Við gerðum þetta hins vegar þegar vextirnir voru enn í 1,75%. Þá hefur ríkissjóður ekki gefið mikið út í langa endanum og það liggur heldur ekki fyrir hvenær það skapast þörf fyrir það. Við höf- um því ákveðið að fara varlega í sakirnar. Við höfum úr 150 millj- örðum að spila og við ætlum ekki að eyða öllum skotunum í byssunni strax. Ég á t.d. von á því að vet- urinn verði þungur og að þá þurfi ríkissjóður að sækja sér meira fé og þá viljum við geta komið af afli inn á markaðinn.“ Ásgeir segir að dæmi hafi verið um að fjárfestar hafi stokkið til eft- ir að tilkynnt var um heimildina til magnbundinnar íhlutunar. Þeir hafi farið að kaupa skuldabréf í þeirri vissu von að Seðlabankinn myndi kaupa þau af þeim þá þegar. „Það er enginn asi á okkur í þessu. Við viljum gera hlutina rétt og það væri í algjöru ósamræmi við fyrrnefnda yfirlýsingu ef við hefð- um ákveðið að bregðast við auknu framboði án þess að það væri komið fram og ríkissjóður væri raunveru- lega byrjaður að gefa út í miklum mæli.“ Nú hafa stjórnvöld ákveðið að stíga ákveðin skref í átt til aukinnar opnunar hagkerfisins. Styr virðist standa um þá ákvörðun innan heil- brigðiskerfisins. Hefur hagkerfið burði til þess að takast á við alvar- legt bakslag með tilheyrandi lok- unum að nýju, jafnvel jafn um- fangsmiklum og við höfum horft upp á frá því í marsmánuði? „Áherslan hjá okkur er að örva innlenda eftirspurn og ég tel að við getum gert það án þess að hingað komi margir erlendir ferðamenn. Hins vegar er erfitt að halda land- inu lokuðu. Ekki aðeins vegna ferðaþjónustunnar heldur vegna ýmiss konar annarrar starfsemi og verðmætasköpunar sem er háð því að landið sé opið.“ Það yrði væntanlega öllu meira en 10% samdráttur í ár ef við neyð- umst til þess að snöggkæla hag- kerfið aftur? „Já. Við erum að einhverju leyti að eiga við nýja vá – þessa veiru. Við vitum ekki hvernig hún mun þróast. Hún getur komið upp aftur og jafnvel verri eins og gerðist í spænsku veikinni. En við sjáum það erlendis að þjóðirnar eru að gefast upp á ströngum sóttvörnum vegna mikils efnahagslegs kostnaðar. Þess vegna skynja ég að þær raddir sem tala fyrir því að halda hagkerfinu gangandi og opnu séu að verða há- værari og því er alls ekki víst að gripið yrði til viðlíka lokana aftur eins og gert var hér á síðustu vik- um. Við erum hins vegar að mörgu leyti heppin að vera eyja og getum haft meiri stjórn á þessu en flestir aðrir. Þú nefnir að sennilega muni sumri fylgja erfiður vetur. Þið gerið þó ráð fyrir 5% hagvexti á næsta ári. Munum við sjá atvinnustigið batna hratt og allt komast í blóma á ný innan fárra missera? „Það er eitt fyrir okkur hagfræð- inga að reikna út krónur og aura. Það er þó ljóst að mikið atvinnu- leysi mun hafa mikil áhrif og valda miklu álagi á velferðarkerfið. Aukin svartsýni getur leitt af sér að einka- neysla dragist mikið saman. Það er eitthvað sem við þurfum að huga vel að fyrir veturinn. En það er fleira sem við þurfum að skoða gaumgæfilega. Við fórum fram úr okkur í ferðaþjónustunni – það var offjárfesting í greininni. Bankarnir voru farnir að vinda ofan af þeim vanda áður en kórónuveiran gerði vart við sig en það undirstrikar líka að við eigum ekki að horfa um of í baksýnisspegilinn og reyna að koma hlutum í fyrra horf. Ferða- þjónustan verður ekki söm og það er ekki endilega eftirsóknarvert að hún verði það. Hún var leiðandi í hagvextinum síðustu sjö árin en við eigum ekki að gera ráð fyrir að hún verði það með sama hætti hér eftir. Við verðum áfram ferðaþjónustu- land en með öðru móti.“ Ekki sama ferðaþjónustan Af þessum sökum segir Ásgeir að við eigum ekki að fleyta óhóflegu magni fjármuna inn í ferðaþjón- ustuna á þessum tímapunkti til þess að halda öllum fyrirtækjum á lífi. „Það er ekki skynsamlegt að mínu viti að koma í veg fyrir aðlög- un jafnvel þótt hún sé sársaukafull. Ég held að við eigum að nýta þetta tækifæri til þess að hugsa um nýja hluti, sem ekki byggi með sama hætti á auðlindum landsins og stóru útflutningsgreinarnar þrjár gera. Frumkvöðlar munu núna spretta fram og finna nýjar lausnir og skapa ný verðmæti. Staða ferða- þjónustunnar nú er ekki ósvipuð og sjávarútvegurinn lenti í í kringum 1988 þegar mikill samdráttur varð á aflaheimildum. Það var mjög erfitt tímabil fyrir greinina og kallaði á uppstokkun og hagræðingu. En upp úr því fengum við þennan gríðar- lega öfluga atvinnuveg sem við þekkjum í dag.“ En er óeðlilegt að atvinnulífið kalli eftir aðstoð? Nei. En stórkostlega aukin út- gjöld núna kalla á meiri skatt- heimtu í framtíðinni og ég er ekki viss um að aðilar atvinnulífsins séu mjög hlynntir slíkri þróun til lengri tíma litið. Þetta er ákveðið fórn- arval sem þarna þarf að hugsa um en það er hættulegt að kalla á ríkið til aðstoðar, það fer ekki svo auð- veldlega aftur til baka eða endilega á þeim tíma sem mönnum þykir henta.“ Ásgeir ítrekar að hlutirnir verði að hafa sinn gang og að rétt skref hafi verið stigin að undanförnu til þess að lágmarka skaðann. Miklu skipti að halda áfram á þeirri braut og lenda ekki í sömu gildrum og á fyrri tíð þegar efnahagsþrengingar gengu yfir landið. „Skítareddingar eru ekki lausnin. Það er ekki lausn á neinum efna- hagsvandavanda að fikta og t.d. taka vísitölur úr sambandi og svo framvegis. Það er röng aðferða- fræði sem hefur gefist illa á fyrri tíð. Núna njóta heimilin í landinu þess að vextir fara lækkandi og við gætum séð lægri vexti til fram- búðar með auknum trúverðugleika peningastefnunnar. Heimilin munu í einhverjum tilvikum lenda í vand- ræðum með að greiða af lánum vegna tekjufalls en ólíkt því sem áð- ur var mun greiðslubyrðin ekki hækka. Það er nýr veruleiki og mun reynast mjög dýrmætt til lengri tíma litið og tryggja betri velferð.“ draga úr vaxtamuninum Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sjö dýpstu samdráttarskeið á Íslandi í 140 ár* 0% -2% -4% -6% -8% -10% -12% -14% -16% -18% -20% 1914-18 1882-83 1920 2009-10 2020 1949-52 1967-68 *Samdráttarskeið frá 1882 þar sem VLF dróst saman um meira en 5%. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vaxtaálag á útlánum, janúar 2015 - mars 2020* 5,5% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0,0% 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Mismunur á vegnum meðalvöxtum á óverðtryggðum útlánum stóru viðskiptabankanna þriggja og meginvöxtum Seðlabankans. Nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. Ný útlán til fyrirtækja Ný húsnæðislán FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.