Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum sannarlega fyrir auknum áhuga. Bæði á Jordan-vörum og Bulls-tengdum fatnaði en líka al- mennt í körfuboltavörum,“ segir Arnar Freyr Magnús- son, eigandi körfuboltaverslunarinnar Miðherja í Faxa- feni. Mikið umtal hefur verið um þættina The Last Dance, sem nýverið fóru í sýningar á Netflix. Í þáttunum er fjallað um lið Chicago Bulls í NBA-deildinni á tíunda áratugnum og byggja þeir meðal annars á óbirtu myndefni frá síðasta tímabili Michael Jordan þar, 1997- 1998. Augljóst er að margir hafa gaman af að rifja upp þessa tíma, en NBA-deildin naut mikilla vinsælda hér á þessum árum. „Fólk ætti að vera að horfa á úrslitakeppni NBA núna svo þessir þættir eru hiklaust að bjarga sjón- varpsáhorfinu. Þeim var enda flýtt út af kórónuveir- unni. Þetta virðist mikið vera nostalgía, fólk á milli 35- 50 ára sem horfir og kaupir sér svo treyjur frá þessum tíma. Krakkarnir kaupa þó sér frekar skó frá þeim leikmönnum sem eru að spila í dag,“ segir Arnar. Hann segir að áhugi og áhorf á körfubolta sé mjög hátt á Íslandi í dag. Aðspurður segist hann telja að yngri kynslóðin horfi ábyggilega á The Last Dance en kannski ekki af sama eldmóð og sú eldri. „Krakkarnir tengja ekki jafn heitt við þetta og þeir sem eru fæddir í kringum 1980. Næntís-fílingurinn hreyfir við mörgum.“ Hörður Magnússon, rekstrarstjóri hjá Útilífi, segir að mikið hafi selst af körfuboltum í vor. „Það er tvöfalt meiri sala á körfuboltum hjá okkur en í fyrra. Hvort það tengist Jordan-þáttunum eða því að Íslendingar vilja komast út að leika sér veit ég ekki.“ Síðbúið Jordan-æði á Íslandi  Miklar vinsældir á ný í kjölfar nýrra þátta á Netflix AFP Gullöld Michael Jordan var sá besti á sínum tíma. Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flutningar standa nú yfir á Þór, bor Jarð- borana, af Hellisheiði yfir á Nesjavelli. Þar stendur fyrir dyrum borverkefni fyrir Nesjavallavirkjun, en Sigurður Sigurðs- son, forstjóri Jarðborana hf., segir líklegt að þetta verði síðasta háhitaholan sem bor- uð verði hér á landi í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Hann segir að síðustu þrjú ár hafi borinn verið notaður talsvert fyrir Orku náttúr- unnar á Hellisheiði og Nesjavöllum. Nú sjái fyrir endann á þessum verkefnum og engin ákvörðun liggi fyrir um frekari verk- efni hjá ON. Sömu sögu sé að segja um Landsvirkjun og HS Orku. Öflugasti borinn til útlanda? Sigurður segir að fyrirtækið sé á fullu að leita verkefna í Evrópu, meðal annars með þátttöku í útboðum í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Vonandi skili það árangri og þá verði borinn Þór, sem er öflugasti bor Jarðborana hf. og eini háhitaborinn sem er hér á landi, fluttur í verkefni erlendis. Í vetur gerðu Jarðboranir tæplega þriggja milljarða króna samning um verk- efni á Asoreyjum. Þar verður borinn Óðinn notaður til að bora níu háhitaholur, 1.000- 2.300 metra djúpar, og verður þar fram yfir mitt næsta ár. Einn bor fyrirtækisins, Týr, stendur á borstæði í Djíbútí og hefur lokið borun, en ekki hefur verið hægt að taka hann niður vegna veirufaraldursins. Minna verkefni bíður Jarðborana í landinu og verður væntanlega farið í það í haust þegar faraldurinn verður genginn niður. Ekkert sem tengist orkuöflun Sigurður segist sakna þess að í að- gerðarpökkum stjórnvalda og orkufyrir- tækjanna skuli ekki vera neitt sem tengist orkuöflun þó svo að ekki sé raforkuskortur í landinu í dag. Fyrir liggi að fara þurfi í ýmis viðhaldsverkefni borhola, en engar áætlanir hafi verið gerðar um þá vinnu. Sömu sögu megi segja um sveitarfélög, sem ekki séu stórtæk í öflun á heitu vatni um þessar mundir. „Við höfum verið að kynna okkur á er- lendum mörkuðum sem sérfræðinga í nýt- ingu jarðhita en óttumst núna að sú þekk- ing geti tapast,“ segir Sigurður, en starfs- fólki Jarðborana hefur fækkað síðustu ár. Aðeins eitt háhitaverkefni í augsýn  Jarðboranir flytja borinn Þór af Hellisheiði til Nesjavalla  Fyrirtækið leitar verkefna erlendis  Verkefni á Asoreyjum fram yfir mitt næsta ár  Forstjórinn óttast að þekking geti tapast Ljósmynd/Orkuveitan Þór Borun á nýrri háhitaholu fyrir Nesjavallavirkjun hefst um mánaðamótin. Myndin er tekin af þessu öfluga tæki við borun í Hverahlíð á Hellisheiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.