Morgunblaðið - 21.05.2020, Page 6

Morgunblaðið - 21.05.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum sannarlega fyrir auknum áhuga. Bæði á Jordan-vörum og Bulls-tengdum fatnaði en líka al- mennt í körfuboltavörum,“ segir Arnar Freyr Magnús- son, eigandi körfuboltaverslunarinnar Miðherja í Faxa- feni. Mikið umtal hefur verið um þættina The Last Dance, sem nýverið fóru í sýningar á Netflix. Í þáttunum er fjallað um lið Chicago Bulls í NBA-deildinni á tíunda áratugnum og byggja þeir meðal annars á óbirtu myndefni frá síðasta tímabili Michael Jordan þar, 1997- 1998. Augljóst er að margir hafa gaman af að rifja upp þessa tíma, en NBA-deildin naut mikilla vinsælda hér á þessum árum. „Fólk ætti að vera að horfa á úrslitakeppni NBA núna svo þessir þættir eru hiklaust að bjarga sjón- varpsáhorfinu. Þeim var enda flýtt út af kórónuveir- unni. Þetta virðist mikið vera nostalgía, fólk á milli 35- 50 ára sem horfir og kaupir sér svo treyjur frá þessum tíma. Krakkarnir kaupa þó sér frekar skó frá þeim leikmönnum sem eru að spila í dag,“ segir Arnar. Hann segir að áhugi og áhorf á körfubolta sé mjög hátt á Íslandi í dag. Aðspurður segist hann telja að yngri kynslóðin horfi ábyggilega á The Last Dance en kannski ekki af sama eldmóð og sú eldri. „Krakkarnir tengja ekki jafn heitt við þetta og þeir sem eru fæddir í kringum 1980. Næntís-fílingurinn hreyfir við mörgum.“ Hörður Magnússon, rekstrarstjóri hjá Útilífi, segir að mikið hafi selst af körfuboltum í vor. „Það er tvöfalt meiri sala á körfuboltum hjá okkur en í fyrra. Hvort það tengist Jordan-þáttunum eða því að Íslendingar vilja komast út að leika sér veit ég ekki.“ Síðbúið Jordan-æði á Íslandi  Miklar vinsældir á ný í kjölfar nýrra þátta á Netflix AFP Gullöld Michael Jordan var sá besti á sínum tíma. Café AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM Við gætum fyllsta hreinlætis og fylgjum ráðleggingum um sóttvarnir í öllum okkar viðskiptum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Flutningar standa nú yfir á Þór, bor Jarð- borana, af Hellisheiði yfir á Nesjavelli. Þar stendur fyrir dyrum borverkefni fyrir Nesjavallavirkjun, en Sigurður Sigurðs- son, forstjóri Jarðborana hf., segir líklegt að þetta verði síðasta háhitaholan sem bor- uð verði hér á landi í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Hann segir að síðustu þrjú ár hafi borinn verið notaður talsvert fyrir Orku náttúr- unnar á Hellisheiði og Nesjavöllum. Nú sjái fyrir endann á þessum verkefnum og engin ákvörðun liggi fyrir um frekari verk- efni hjá ON. Sömu sögu sé að segja um Landsvirkjun og HS Orku. Öflugasti borinn til útlanda? Sigurður segir að fyrirtækið sé á fullu að leita verkefna í Evrópu, meðal annars með þátttöku í útboðum í Bretlandi, Þýskalandi og Hollandi. Vonandi skili það árangri og þá verði borinn Þór, sem er öflugasti bor Jarðborana hf. og eini háhitaborinn sem er hér á landi, fluttur í verkefni erlendis. Í vetur gerðu Jarðboranir tæplega þriggja milljarða króna samning um verk- efni á Asoreyjum. Þar verður borinn Óðinn notaður til að bora níu háhitaholur, 1.000- 2.300 metra djúpar, og verður þar fram yfir mitt næsta ár. Einn bor fyrirtækisins, Týr, stendur á borstæði í Djíbútí og hefur lokið borun, en ekki hefur verið hægt að taka hann niður vegna veirufaraldursins. Minna verkefni bíður Jarðborana í landinu og verður væntanlega farið í það í haust þegar faraldurinn verður genginn niður. Ekkert sem tengist orkuöflun Sigurður segist sakna þess að í að- gerðarpökkum stjórnvalda og orkufyrir- tækjanna skuli ekki vera neitt sem tengist orkuöflun þó svo að ekki sé raforkuskortur í landinu í dag. Fyrir liggi að fara þurfi í ýmis viðhaldsverkefni borhola, en engar áætlanir hafi verið gerðar um þá vinnu. Sömu sögu megi segja um sveitarfélög, sem ekki séu stórtæk í öflun á heitu vatni um þessar mundir. „Við höfum verið að kynna okkur á er- lendum mörkuðum sem sérfræðinga í nýt- ingu jarðhita en óttumst núna að sú þekk- ing geti tapast,“ segir Sigurður, en starfs- fólki Jarðborana hefur fækkað síðustu ár. Aðeins eitt háhitaverkefni í augsýn  Jarðboranir flytja borinn Þór af Hellisheiði til Nesjavalla  Fyrirtækið leitar verkefna erlendis  Verkefni á Asoreyjum fram yfir mitt næsta ár  Forstjórinn óttast að þekking geti tapast Ljósmynd/Orkuveitan Þór Borun á nýrri háhitaholu fyrir Nesjavallavirkjun hefst um mánaðamótin. Myndin er tekin af þessu öfluga tæki við borun í Hverahlíð á Hellisheiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.