Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á hotelork.is/tilbod Gisting í superior herbergi 3ja rétta kvöldverður á HVER Restaurant Morgunverðarhlaðborð 19.900 kr. fyrir tvo á virkum dögum 29.900 kr. fyrir tvo um helgar Berglind Hreiðars á Gotteri- .is galdrar hér fram einfald- an rétt sem samanstendur eingöngu af frábæru hráefni og merkilega litlu tilstandi. „Loksins fann ég dásam- lega burrata-ostinn eftir flakk á milli fjölmargra verslana. Þessi er frá MS. Hann er til í mjög takmörk- uðu upplagi enn sem komið er en hann var til í Hagkaup í Kringlunni í það minnsta. Frú Lauga er einnig oft með burrata-ost og síðan vona ég bara að þessi dá- semd fari að vera til víðar því þessi ostur hentar mjög vel í ýmiss konar mat- argerð,“ segir Berglind um burrata-ostinn góða sem þykir afar ljúffengur. Burrata-ostur á tómatbeði 2 x burrata-ostakúla 600 g kirsuberjatómatar 3 msk. söxuð basilíka virgin ólífuolía gróft salt og pipar Aðferð: 1. Skerið tómatana niður, setjið í skál og basilíkuna saman við. 2. Setjið ólífuolíu, salt og pipar eftir smekk í blönduna. 3. Hellið á fallegan disk og setjið burrata-ostinn ofan á. 4. Dreypið smá ólífuolíu, salti og pipar yfir ostinn og njótið. 5. Einnig getur verið gott að setja smá grænt pestó eða balsam- gljáa yfir í lokin. Burrata-ostur á tómatbeði Sumarsalat Rétturinn er í senn fljótlegur og einstaklega sumarlegur. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Ég hef lengið verið forvitin að baka úr brioche-deigi, vinsældir þess voru mestar fyrir svona tveimur árum og margir veit- ingastaðir skiptu hamborgarabrauðunum út hjá sér fyrir brioche-brauð t.d. Fyrir þá sem eru ekki kunnugir þessu deigi er þetta ger- deig gert með mjólk og smjöri og deiginu leyft að hefast í kæli. Brauðið á uppruna sinn í Frakklandi, sem gerir það sjálfkrafa að sælkeramat, ekki satt? Það er svo mjúkt og dásamlegt að vinna með það,“ segir Guðrún Ýr um uppskriftina sem við hvetjum ykkur til að prófa. Brioche-deig 2 egg 50 g sykur 1 tsk. salt 240 ml mjólk 12 g þurrger (1 pk) 170 g smjör 560 g hveiti Hrærið saman egg, sykur og salt. Mælið mjólkina og hitið í örbylgjuofni eða í potti þangað til hún er orðin volg. Blandið gerinu við deigið ásamt mjólkinni og hrærið létt saman, sama á við um smjörið; bræðið það og setjið út í deigið. Skiptið yfir í krók á vél- inni. Vigtið hveitið saman við og hrærið örlítið saman með króknum í höndunum svo það fari ekki út um allt þegar þið setjið hrærivél- ina af stað. Hrærið í góðar fimm mínútur og eðlilegt er að deigið klífi aðeins upp krókinn. Látið deigið í skál sem kemst í ísskápinn hjá ykkur og setjið plastfilmu þétt upp að deiginu og leyfið að hefast í minnst þrjár klukkustundir, gott er að gera það að kvöldi og leyfa því að hefast yfir nótt. Fylling 200 g smjör 100 g möndlumjöl 100 g púðursykur 1 tsk. kanill (má sleppa) 100 g hvítt súkkulaði 100 g pekanhnetur 50 ml karamellusósa (mæli með frá Kjörís) Bræðið smjör og blandið hinum hráefn- unum saman og hrærið vel saman. Samsetning Takið deigið úr kæli og setjið á hveitistráð borð. Fletjið deigið út þannig að það sé u.þ.b. 15 cm á breidd og 40 cm á lengd. Dreifið fyll- ingunni jafnt yfir deigið og dreifið hvítu súkkulaði, pekanhnetum og karamellu yfir. Rúllið deiginu þétt upp, styttri hliðinni. Gott er að mæla snúðana áður en þeir eru skornir svo þeir séu jafnir. Mælið 5 cm á hvern snúð en þannig ættu að koma 10 snúðar úr upp- skriftinni. Ég setti snúðana í eitt 23 cm form og eitt 15 cm form og það kom vel út. Einnig hægt að setja í eldfast mót. Setjið bökunar- pappír í botninn og spreyið yfir með PAM- spreyi. Skerið snúðana og raðið þeim í form með u.þ.b. 1 cm millibili. Setjið plastfilmu yfir formin og leyfið snúðunum að hefast í u.þ.b. klst. Stillið ofn á 160°C, blástur. Setjið formin með snúðunum inn í ofn en gott er að hylja þau fyrstu 20 mín. af bakstrinum svo snúð- arnir verði ekki of dökkir. Lok eða plata sem þolir ofn er tilvalin. Leyfið þeim að bakast í 20 mín., takið þá lokið af og bakið í 25 mín. í viðbót. Gott er að stinga prjón á milli snúð- anna eftir þann tíma til að athuga hvort þeir séu tilbúnir; ef prjónninn kemur hreinn út eru snúðarnir tilbúnir. Leyfið snúðunum að hvíla í nokkrar mín- útur í formunum áður en þeir eru teknir úr, ýrið karamellusósu yfir og að lokum slatta af flórsykri. Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Dásamlegur heimabakstur Það er fátt betra en nýbakaðir snúðar. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlum & smjöri á heiðurinn af þessari uppskrift sem er ótrúlega spennandi enda fátt betra en heimabak- aðir snúðar. Hvað þá þegar búið er að baka þá úr brioche-deigi og bragðbæta með pekanhnetum og hvítu súkkulaði. Brioche-snúðar með pekan- hnetum og hvítu súkkulaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.