Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eftir að ég eignaðist alvöru myndavél og fór að hafa meiri tíma hóf ég að taka myndir af hlutum sem ég hafði haft áhuga á en ekki getað sinnt. Það eru aðallega nær- myndir úr íslenskri náttúru. Ég hef líka þurft að vinna með mynd- vinnsluforrit í starfi mínu og fór að gera tilraunir. Ég er ekkert feim- inn við að gera úr hráefninu þá mynd sem mér líkar,“ segir Áskell Þórisson áhugaljósmyndari sem sýnir verk sín í Gallerí Vest á morgun og laugardag. Áskell segist oft fara með myndavélina af stað og taka marg- ar ljósmyndir í ferðinni, stundum geti hann enga nýtt í framhalds- vinnslu en stundum gangi betur. Hann setjist síðan niður við tölvuna og geri tilraunir með hráefnið. „Ég dreg fram liti sem mér finnst fallegir. Það kemur fyrir að mér þyki útkoman gefa góð fyrir- heit og þá hætti ég ekki fyrr en myndin er orðin áhugaverð,“ segir Áskell. Hann segir að það hafi helst valdið sér vandræðum hvað dýrt er að stunda þetta áhugamál og hon- um hafi stundum verið bent á að heimilisbókhaldið krefjist þess að eitthvað komi á móti. „Ég hef svo sem selt myndir en veit að ég er af- burðalélegur sölumaður.“ Áskell hefur stefnt að því um tíma að setja upp sýningu og greip gæsina þegar hann fékk aðstöðu í Galleríi Vest á Hagamel 67 í Reykjavík og kveðst þakklátur fyr- ir það. Þar vonast hann til að geta jafnvel selt einhverjar myndir svo heimilisbókhaldið kom- ist í jafnvægi. Tveir dagar eru langur tími Sýningin stendur ekki lengi, hún verður opnuð síðdegis á morgun, föstudag, og verður síðan opinn frá kl. 13 til 17 á laugardag. „Tveir dagar eru langir í lífi fjölmiðla- manns,“ segir Áskell þegar hann er spurður um þennan skamma tíma en hann starfaði lengi sem blaða- maður, meðal annars sem ritstjóri Bændablaðsins og Dags á Akur- eyri. Hann starfar nú við útgáfu- og fræðslumál hjá Landgræðsl- unni. Sýnir nærmyndir úr náttúrunni  Myndvinnsla í tölvunni er framlenging á myndatökunni hjá Áskeli Þórissyni áhugaljósmyndara  Vinnur myndirnar sínar þar til þær verða áhugaverðar  Sýnir myndir í Gallerí Vest í tvo daga Ljósmynd/aðsend Listaverk úr náttúrunni Áskell Þórisson við eina af myndunum sem hann hefur unnið og látið prenta á striga. Rannsókn lögreglu á upptökum elds sem kom upp í einu elsta húsi Akur- eyrar í fyrrakvöld hófst í gær. Lög- reglumenn frá rannsóknardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu fóru norður í gær til að aðstoða lög- regluna á Norðurlandi eystra. Rann- sókn á vettvangi hússins í Hafnar- stræti 37 stóð fram undir kvöld en var ekki lokið. Reykkafarar fundu einn mann í brennandi húsinu og var honum komið á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann var alvarlega slasaður og fluttur með sjúkraflugvél til Reykja- víkur og lagður inn á Landspítalann. Rannsókn stendur yfir Morgunblaðið/Margrét Þóra Rústir Íbúðarhúsið í Hafnarstræti er ónýtt eftir brunann í fyrrakvöld. Fangelsismálastofnun hefur ákveð- ið að aflétta öllum höftum vegna kórónuveirunnar er gilt hafa í fang- elsum landsins frá því er neyðar- stigi var lýst yfir. Tekur þetta gildi 25. maí nk. Stofnunin segir í tilkynningu að áfram gildi þó áherslur sóttvarnar- yfirvalda um handþvott, sprittun og almennt að virða tveggja metra regluna eftir því sem því verður við komið. Þá er einnig í gildi reglan um að þeir sem séu í sóttkví eða smitaðir eigi ekki að koma í fang- elsi. „Engir skjólstæðingar Fangelsis- málastofnunar eða starfsmenn hafa smitast af veirunni og er full ástæða til að þakka starfsmönnum, samstarfsaðilum og föngum fyrir góða framgöngu við erfiðar að- stæður,“ segir í tilkynningunni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fangelsið á Hólmsheiði Höftum vegna kórónuveiru hefur verið aflétt. Sóttvarnahöftum aflétt í fangelsum GJÖFIN TIL ÍSLENZKRAR ALÞÝÐU Falleg bók ummyndlist – tilvalin útskriftagjöf Fæst í bókaverslunum og vefverslunwww.listasafnasi.is Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is HLJÓÐDEMPANDI OG EINANGRANDI VIÐARLOFT & VIÐARVEGGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.