Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.05.2020, Blaðsíða 20
BORGARBYGGÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2020 Kíktu á B59 í notalega helgarferð, eða bara hvenær sem er! B59 hótel er nútímalegt, fjögurra stjörnu hótel í miðbæ Borgar- ness, aðeins í um klukkustundar akstri frá Reykjavík með öllum hugsanlegum þægindum Sumartilboð sem gildir í maí og júní: Gisting, þriggja rétta kvöldverður, freyðandi fordrykkur og aðgangur að Lóu heilsulind á 24.900.- gildir fyrir tvo. Sími 419-5959 • www.b59hotel.is/home/ • info@b59hotel.is Opnað föstudaginn 29. maí Upplifðu kjarna íslenskrar náttúru Krauma eru náttúrulaugar við Deildartungu- hver, vatnsmesta hver í Evrópu. Á staðnum er glæsilegt veitingahús sem leggur áherslu á ferskt hráefni úr héraði með áherslu á gæði. Sími 555 6066 • www.krauma.is • krauma@krauma.is Arctic Adventures er íslenskt afþreyingarfyrirtæki með fjölbreytta möguleika fyrir einstalinga og stóra sem smáa hópa. Hvort sem það er hvalaskoðun, snorkl, flúðasigling, jöklaferðir, nú eða hellaskoðun, þá er Arctic Adventures algjörlega málið. Sími 562 7000 • www.adventures.is Sími 433-6600 • www.icelandairhotels.com/en/hotels/hamar hamar@icehotels.is SÍMI 435 1551 • WWW.HUSAFELL.IS • BOOKING@HOTELHUSAFELL.IS HÓTEL HÚSAFELL Hótel Húsafell er staður þar sem friðsæld og lúxus sameinast ævintýrum og einstakri náttúruupplifun. Á Húsafelli bjóðum við uppá fjölbreytta afþreyingu í fallegu umhverfi. Hótel Húsafell er fyrsta hótelið á Norðurlöndum sem hlotnast sá heiður að vera á lista National Geographic yfir unique lodges í heiminum. Sumarið 2020 bjóðum við pakka á einstökum verðum. Kynntu þér frábært tilboð inni á heimsíðunni okkar husafell.is Icelandair hótel Hamar er rétt fyrir utan Borgarnes Þar upplifir þú kyrrð og friðsæld í dýrðlegu umhverfimeð öll þægindi innan handar og hinn einstaka golfvöll í Borgarnesi á veröndinni. Kíktu á heimasíðuna og skoðaðu gjafabréfin og tilboðin. Heilsulindin Krauma er í uppá- haldi hjá bæði gestum og heima- mönnum í Borgarbyggð. Um er að ræða merkilegt verkefni sem nýtir sjóðandi heitt vatn sem fengið er úr Deildartunguhver og kælir það niður með ísköldu vatni undan öxl- um Oks sem, eins og lesendur vita, var allt þar til nýlega minnsti jökull Ís- lands. „Við blöndum heita og kalda vatninu saman og bjóðum upp á fimm heita potta og einn kaldan. Heitu pottarnir eru misheitir, frá 37 °C upp í 43 °C. Við blöndum ekki klór við vatnið heldur höfum mikið gegnumstreymi til að halda pottunum hreinum. Þá er vatnið steinefnaríkt og þykir mörgum að heimsókn í Krauma geri húðinni gott,“ útskýrir Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri heilsulindarinnar. „Til viðbótar bjóðum við upp á tvö vatnsgufuböð og hvíldarherbergi þar sem eldur logar í arni og hægt er að slaka á við róandi tónlist.“ Ekki er nóg með að Krauma bjóði upp á nærandi og róandi stund fyrir líkama og sál heldur þykir það upplifun fyrir bragð- laukana að heimsækja veitinga- staðinn sem þar er rekinn. „Þar leggjum við ríka áherslu á gott samband við bændurna á svæðinu og reynum að nota eins mikið og við getum af hráefni úr héraði, og þá það sem er ferskast hverju sinni. Við vinnum líka með ýmsum matvælaframleiðendum á svæðinu, seljum t.d. handverksbjór frá Steðja og lúxusís frá ísgerðinni Laufey.“ Eins og öðrum baðstöðum þurfti að loka Kraumu tímabundið vegna smitvarnaaðgerða í kórónuveiru- faraldri en starfsfólkið þar vinnur núna hörðum höndum að því að hefja rekstur að nýju 29. maí. Hef- ur heilsulindin verið þrifin hátt og lágt og innleiddir verkferlar sem fullnægja ýtrustu hollustukröfum. „Ef þess þarf getum við stýrt því hversu margir eru í heilsulindinni hverju sinni en gestir ættu að geta viðhaldið hæfilegum aðskilnaði of- an í pottunum og í búningsklef- unum. Þá höfum við búið þannig um veitingastaðinn að góð fjar- lægð er á milli matargesta og vita- skuld hægt að snæða utandyra ef veður leyfir.“ ai@mbl.is Fylla heitu pottana með hvera- og jökulvatni Þægindi Nóg pláss er fyrir gesti í heilsulindinni, og auðvelt að slaka á. Jónas Friðrik Hjartarson ● Veitingastaður Krauma er í uppáhaldi hjá mörgum Það tekur ekki nema rétt rúmlega klukkustund að aka frá Reykjavík til Borgarbyggðar en þegar þangað er komið er auðvelt að verja mörg- um dögum í að skoða söfn, kirkjur og undur náttúrunnar, heimsækja heilsulindir og framúrskarandi veit- ingastaði og verja nóttinni á vist- legu tjaldsvæði, þægilegu hóteli eða gistiheimili þar sem öll um- gjörð, þjónusta og gestrisni eru eins og best verður á kosið. Björk Júlíana Jóelsdóttir, verk- efnastjóri mark- aðsmála hjá Markaðsstofu Vesturlands, segir að mikil sprenging hafi orðið í ferða- þjónustu á svæðinu bara á síðustu fimm eða sex árum og muni þar ekki síst um opnun ísganganna í Langjökli og Hótel Húsafells árið 2015. „Síðan þá hefur hreinlega verið ótrúlega mikið að gera og alls konar þjónusta og afþreying bæst við framboðið. Er ekki nokkur vandi að verja heilli viku á þessu svæði og gera eitthvað nýtt hvern dag.“ Nú er upplagt fyrir landann að endurnýja kynnin af Borgarbyggð, enda má reikna með að á helstu áfangastöðum ferðamanna verði ró- legra en venjulega þangað til kom- ur erlendra gesta fara aftur í eðli- legt horf. Eiga örugglega margir t.d. enn eftir að heimsækja ísgöngin í Langjökli og segir Björk að upplif- unin sé alveg einstök. „Að ganga inn í jökulinn er hreinlega ótrúlegt og nokkuð sem allir aldurshópar hafa gaman af, og líka tækifæri til að læra þá merkilegu sögu sem jök- ullinn geymir og birtist t.d. í ösku- lögunum sem sjást þegar gengið er eftir ísgöngunum. Það sama má segja um Víðgelmi, sem er stærstur allra hraunhella á Íslandi og ein- staklega aðgengilegur gestum “ Freistingar af ýmsu tagi Matgæðingar ættu að gera sér sérstaka ferð til Borgarbyggðar og segir Björk að þó að þjóðvega- sjoppan Hyrnan skipi sérstakan sess í hjörtum margra landsmanna geymi Borgarnesbær og nágrenni marga fyrsta flokks veitingastaði í bland við setur og sýningar, garða og göngustíga sem gaman er að rölta um. Af veitingastöðunum á svæðinu má nefna Englendingavík, þar sem njóta má vandaðra rétta og fallegs útsýnis, og Geirabakarí, sem heimamenn eru á einu máli um að sé eitt allrabesta bakarí og kaffihús landsins. „Sundlaugin í bænum lað- ar marga til sín, með rennibraut, gufuböð og notalega heita potta. Þá er Skallagrímsgarður fallegur sælureitur, og börnin gleyma ekki heimsókn í Bjössaróló, Lata- bæjarsafnið eða fuglasýninguna í Safnahúsi Borgarfjarðar. Land- námssetrið ættu líka allir að heim- sækja enda sýningarnar þar fræð- andi og umgjörðin flott, að ógleymdum veitingastaðnum þar sem er í uppáhaldi hjá mörgum. Þeir sem beygja til vinstri við Hyrnuna, á leið sinni norður í land, munu uppgötva að Borgarnes er ótrúlega huggulegur bær sem býð- ur upp á margt að gera og sjá.“ Þegar komið er út fyrir Borgar- nesbæ er líka ótalmargt í boði fyrir ferðalanga. Geitfjársetrið Háafell tekur vel á móti gestum og geta áhugasamir meira að segja tekið geit í fóstur og þannig lagt sitt af mörkum við verndun íslenska geita- stofnsins. Fjórir golfvellir eru á svæðinu, fimm sundlaugar og sex hestaleigur sem bjóða upp á bæði styttri og lengri ferðir. Af nátt- úruundrum má nefna Hraunfossa, sem þykja með allra fallegustu fossum á landinu, og Deild- artunguhver, sem er vatnsmesti hver Evrópu. ai@mbl.is Margt að sjá og gera ● Golfvellir, hestaleigur, náttúruundur, hátíðir, ljúffengur matur og góðir gistimöguleikar bíða í Borgarbyggð Björk Júlíana Jóelsdóttir Rétt hjá Hraunfossar eru ein af mörgum perlum Borgarbyggðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.